Þriðjudagur, 13. maí 2008
Það er bara ljúft að vera Helga í dag.
Ég hef undanfarna daga einbeitt mér að því að vera jákvæð og og það er að svínvirka, ég hef sleppt því að lesa allar slæmar fréttir og svei mér þá ef það er ekki bara að virka líka.
Dagurinn í gær alveg alveg frábær sólin skein og góður hiti, það var tekið sig til við að gera vð garðhúsgögnin þar sem þau lentu í hnjaski í vetur í einu brjálaða veðrinu sem gekk hér yfir, en sem betur fer brotnaði ekkert heldur losnaði allt á samskeytum þannig að það varð að líma allt uppá nýtt og heppnaðist það bara mjög vel, svo var drifið sig í RLbúðina að kaupa nýjar sessur í settið því að sessuboxið fauk útí í veður og vind í sama veðri og alla sessurnar týndust nema 2 sem títlan dró hingað heim mörgum dögum síðar ef ekki vikum en þær voru þá orðnar ónýtar eftir að liggja undir snjó þetta lengi þannig að þeim var hent.
Það gekk reyndar ekki alveg þrautarlaust að finna sessur í RL því að settið mitt er stærra en gengur og gerist (enda ekki keypt í RL) heldur í flottri húsgagnaverslun í Norge og það varð úr að ég varð að fá sessur sem eru aðeins of litlar á breiddina þegar ég var búin að fara nokkrar ferðar í RL, stelpan sem afgreiddi mig mældi svona hryllilega vitlaust breiddina það skeikkaði einum 4 cm á breiddinni hjá henni og þeirri sem ég gaf henni upp, en þar sem ég veit að það fást ekki breiðari sessur hjá þeim þá bara verð að að sætta mig við þessar.
Svo kom vinkona mín hérna í heimsókn með dóttir sinni og barnabarn og við ákváðum að grilla saman og það var grillað hakk, já hakk það er nefnilega hægt að grilla það líka og er það gert eftir uppskrift bróðir míns sem býr í Danaveldi og er alveg hrikalega gott, ef einhver til vita aðferðina þá set ég hana inn ef ég verð spurð.
Eigið góðan dag elskurnar mínar.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Gott að heyra að þér líður betur....en ég er að kafna úr forvitni hvernig í veröldinni grillar maður hakk....segja frá
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.5.2008 kl. 12:25
Já það eru góðir kokkar í famylíunni, það er á hreinu.
Knus á þig elsku systir
Kristín Gunnarsdóttir, 13.5.2008 kl. 13:21
ó mæ mútta... ég er að fara á eftir suður. en það er gott að u naust dagsins í gær:D
þóranna (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 13:53
Gott að heyra að þér líður betur. Haltu áfram að hressast krúttið mitt
Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2008 kl. 14:31
Gott að þér líður betur ;)
en ég er að deyja úr forvitni hvernig maður grillar hakk.
Knús á þig
Anna Margrét Bragadóttir, 13.5.2008 kl. 16:00
Grilla hakk,góð hugmynd
Birna Dúadóttir, 13.5.2008 kl. 16:31
Grilla hakk???? Ég er forvitinn
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.5.2008 kl. 16:53
Hún veit hvernig á að kveikja í okkur.
Ég bíð líka hér spennt eftir þessari uppskrift.
Anna Guðný , 13.5.2008 kl. 17:56
HÆ HELGA
Unnur R. H., 13.5.2008 kl. 18:30
Helga mín kærleikurinn er hjá þér og það er rétt ákvörðun að horfa ekki á neitt ljótt, það bara skemmir.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.5.2008 kl. 19:50
knús á þig systir mín ég er farin að blogga fyrir fanney hún er komin á götusmiðjuna og vonandi gengur henni bara vel í því sem hún er að fara að gera þar
knús og kossar Aníta litla systir þín
og þetta hakk er bara NAMM
Aníta systir helgu (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.