Leita í fréttum mbl.is

Átti í mjög svo alvarlegum samræðum

við gaurinn minn í gær, þannig er að hann er svo hryllilega latur við að gera heimanámið sitt uppá síðkastið, hann tekur svona tarnir í heimanámi en þess á milli er bara hangs og það fer alveg hryllilega í taugarnar á mér, ég er margbúinn að ræða þetta við hann í vetur oftar enn einu sinni og oftar en tvisvar, en ekkert virkað fram til þess að neinu viti,  en hins vegar í gær held ég að loksins hafi hann hlustað með fullri heyrn, en það var kannski líka vegna þess að nú sagði ég hluti sem ég er ekki vön að gera en það er semsagt að hóta honum, ég hótaði því að taka af honum tölvuna ef hann færi ekki að taka sig á.

Fyrst voru einu svörin sem ég fékk okheimm okheimm og það með hroka en þegar lengra leið á samtalið þá fóru nú að rennar tveir grímur á minn mann á hann í lok samtals, ég er reyndar búin að eiga svipuð samtöl við hann margoft en það er bara eins og það þurfi alltaf að vera minna sum börn á verðmæti þess að mennta sig og það er ekki ens og þessi sonur minn geti ekki lært því það getur hann svo sannarlega, málið er bara það að nenna því. Eina námsefnið sem vefst fyrir honum er stærðfræðinn en hefur hann verið að fá hjálp í vetur með hana.

Ég vildi bara óska þess að sum börn sæju þetta sjálf hjá sér, ekki að maður þyrfti endalaust og stanslaust að minna á mikilvægi menntunar.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ þetta hlýtur að vera erfitt bæði fyrir hann og þig, fær hann rétta stuðninginn í skólanum þau verða oft svona þegar eitthvað vefst fyrir þeim, gefast upp.
                               Knús til þín
                                 Milla. 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2008 kl. 08:27

2 Smámynd: Helga skjol

Hæhæ Milla mín, eftir þvi sem ég kemst næst er allt gert til þess að hjálpa honum en af einhverjum ástæðum virðist það ekki vera nóg, hann er með sérhjálp í stærðfræðinni, ég held bara að málið sé það að eftir noregsdvölina þarf sem hann fékk enga hjálp (what so ever) Þá bara einhvern vegin gafst hann upp á þessu öllu saman.

Helga skjol, 15.5.2008 kl. 08:52

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu að vorið spilar líka inn í.  Minn til dæmis er orðin frekar latur við námið.  Þau eru bara komin með vorfíling, eins og kýrnar að vori.  Það var samt gott hjá þér að hóta honum þessu með tölvuna.  Þú verður bara að vera hörð á því að standa við hótunina ef hann lagast ekki.  Gætir byrjað með vikulokun, svo hann viti að þér er alvara.  Gangi þér vel elsku Helga mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2008 kl. 09:17

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ennþá eru börnin mín róleg... hjúkk

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.5.2008 kl. 14:52

5 Smámynd: Helga skjol

Já Ásthildur mín, auðvitað er kominn skólaleiði í hann líka, en þá hefur hann varað í allan vetur hjá honum.

 Hehe Gunnar minn, við skulum bara vona að þeir verði það áfram

Helga skjol, 15.5.2008 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband