Fimmtudagur, 15. maí 2008
Er það virkilega svo
að þráðurinn á milli ástar og haturs sé svona örþunnur, er búin að vera velta þessu svolítið fyrir mér í dag eftir símtal við eina af mínum bestu vinkonum sem býr erlendis og hún er einmitt að standa frammi fyrir því að hún elskar maka sinn en jafnframt hatar hún hann, hann hefur reyndar gert ýmislegt á hennar hlut sem ég get rétt ímyndað mér að særi hana, en það er þetta með þráðinn á milli ástar og haturs, hún sagði mér það að henni langaði mest af öllu til þess að hreinlega drepa hann fyrir það sem hann hefur gert henni og það hefði meira að seigja gengið svo langt í síðasta rifrildi þeirra hefði hún tilkynnt honum það að óskandi væri að hann dræpist því þá myndu flest hennar vandamál vera úr söguni, hversu rétt það væri veit ég ekki.
Ég hins vegar veit það að vandamálið er búið að vara við til fjölda fjölda ára og hann reynt að leita sér hjálpar en ekkert gengið, er málið það að hann vill kannski enga hjálp heldur leitar eftir henni til að þóknast konuni ég veit það ekki, hins vegar veit ég það að aldrei gæti ég búið við þær aðstæður sem hún býr við þannig að ég velti því fyrir mér getur maður virkilega elskað og hatað sömu manneskjuna og það á nánst sömu mínutinni.
Ég virkilega finn til með þessari konu og vildi óska þess að ég gæti tekið sársauka hennar burt, en hvað getur maður gert, þetta er virkilega erfið staða hjá henni, maðurinn er þessi yndislega týpa nema þegar kemur að þessu vandamáli hans og hún leitaði ráða hjá mér og ég spurði hana hvort ég mætti leita ráða hjá ykkur, eða kannski ekki ráða heldur frekar svara við þeirri spurningu hvort það geti virkilega verið svona þunnur þráður á milli ástar og haturs.
Knús inní kvöldið elskurnar
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Nei, ég held ekki. ÉG gæti ekki bæði elskað og hatað sama einstaklinginn á sama tíma. Ef þeim líður svona illa saman þá ættu þau að slíta samvistum, það er mín skoðun. Vonandi þjást engin börn í þessu sambandi.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 20:27
Nei sem betur fer er þeirra eina barn farið að heiman.
Helga skjol, 15.5.2008 kl. 20:46
Fólk sem hangir saman bara vanans vegna en ekki vegna ástar - á að koma sér úr sambandinu strax. Það er svo ótrúlega stutt á milli haturs og ástar, reyndar ekkert bil á milli. Það er sko vel hægt að hafa þessar tvær tilfinningar til sömu manneskjunnar á sömu stundu - en það er ekki heillavænlegt að hanga í sambandi með manneskju sem veldur þvílíkum sálarflækjum í huga manns.
Annaðhvort á fólk að vera saman í ást og virðingu sem og trausti - ella hætta sambúð og reyna að finna hamingjuna án annarra eða með einhverjum öðrum. Hey, til hvers að vera að halda dauðahaldi í eitthvað sem er löngu dautt - bara afþví *yppaöxlum*.?
Knús í kvöldið þitt Helga mín ..
Tiger, 15.5.2008 kl. 21:03
Það er hægt að elska manneskjuna en hata hegðunina alveg eins og foreldrar fíkniefnaneytenda gera.....hins vegar getur ástandið verið svo sjúkt og skaðlegt fyrir alla að eina leiðin og kannski sú besta væri að slíta sambandinu.....svo eru margir sem þora ekki að stíga skrefið eða mistúlka aðrar tilfinningar sem væntumþykju, konur sem búa við alkahólisma og mikil framhjáhöld hafa oft laka sjálfvirðingu og eru ekki síður orðnar sjúkar en eiginmennirnir geta þess vegna ekki farið....vona að þetta lagist hjá vinkonunni....hún þyrfti að fara í einhvers konar ráðgjöf..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.5.2008 kl. 21:28
Ég er sammála Hrafnhildi
það er hægt að elska einhvern óendanlega mikið en hata hegðunina hjá vðkomandi ;)
Anna Margrét Bragadóttir, 15.5.2008 kl. 21:35
Ég get verið sammála Hrafnhildi og Önnu, stundum lendir maður í þannig aðstæðum á margan hátt að stutt sé milli ástar og haturs
Erna Friðriksdóttir, 15.5.2008 kl. 22:20
Segi sama og nafna mín hérna að ofan. Hef ekki upplifað þetta sjálf en einmitt talað við fólk sem hefur. Bið að heilsa vinkonu þinniþ
Anna Guðný , 15.5.2008 kl. 22:21
Hrafnhildur sagði það sem ég hugsaði, hef upplifað svona sjálf fyrir rosalega löngu síðan, þetta er bara sjúkt!
Huld S. Ringsted, 15.5.2008 kl. 22:51
'Eg er sammála Hrafnhildi, þó að mér hafi oft fundist ég hata vissa persónu þá var það hvernig persónan kom fram, það var það sem að ég hataði mest við hana.
Knus til þín elsku systir
Kristín Gunnarsdóttir, 16.5.2008 kl. 08:03
Sammála get ég verið ykkur einfaldlega vegna þess að dóttir mín er nýskilin við sinn mann vegna hegðunar hans, hann skildi ekki hvað það var að lifa og taka tillit.
þessi vinkona þín Helga mín er líka í afneitun um hvað og hvernig þannig að best er að hún skilji við hann og þá meina ég skilja,
það þýðir ekki að segja, en hann var nú svo góður maður,
hann bara?.
Enn stóra skrefið verður hún að taka sjálf engin getur tekið það fyrir hana.Ef hún ekki vill taka skrefið þá bara hún um það.
Þú getur ekki hjálpað henni.
Ég bendi þér á að lesa síðuna hennar Dísu skvísu, þá skilur þú hvað ég er að meina. slóðin er. sigrunth.bloggar.is
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.5.2008 kl. 09:26
Ég gaf upp ranga slóð á síðuna sem var að biðja ykkur um að lesa
Slóðin hjá henni Dísu skvísu er.
Http://bifrastarblondinan.blog.is.
það er þess vert að lesa þessa síðu.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.5.2008 kl. 12:39
Já það er vont að hata. Takk fyrir mig Helga mín
Kristín Katla Árnadóttir, 16.5.2008 kl. 14:32
Stundum er stutt á milli ástar og haturs, ég hef nú lúmskan grun um að ef að hún vinkona þín henti kallinum út, þá ætti hún eftir að sjá eftir honum. Við konur erum stundum svolítið skrítnar í ástamálum.
Heiður Helgadóttir, 16.5.2008 kl. 16:42
Ég verð þreytt þegar ég les þetta. Elsta saga í heimi. Maki að bíða eftir breytingum hjá hinum aðilanum.
Maður getur bara tekið til í eigin garði.
Vona að vinkonan átti sig á því.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2008 kl. 16:51
ég vona að vinkona þín náir ´´attum með sín mál td með mig ég þykir vænd um dóttir mína,en hata fíkilinn,
ólöf jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 23:53
Ef vandinn er það stór að ekki er hægt að leysa hann og ekki vilji fyrir hendi hjá makanum, verður vinkona þín að ákveða hvort hún vill eyða sínu lífi með þessum manni en þá verður hún að sætta sig við vandann sem því fylgir. Hún ætti að skrifa niður kosti og galla þess að búa með manninum og finna í framhaldinu út hvort hún vill lifa með honum áfram eða hefja nýtt líf.
Ég þekki það að það er hægt að elska og hata um leið, en það gerði ég þegar ég lifði í miklu ofbeldissambandi. Það var miklu fargi af mér létt þegar ég uppgötvaði að ég væri betur komin ein og tók þá ákvörðun svo loksins. Líf mitt væri á botninum ef ég hefði ekki tekið þá ákvörðun að slíta því sambandi. Þegar ég stóð í þeim sporum að taka ákvörðunina, var það hins vegar mikið stökk og til að byrja með var ég mjög tvístígandi og vildi gera allt til að lagfæra.
Í dag er bilið milli ástar og haturs mjög breytt, enda umgengst ég eingöngu þá sem ég elska og gæti dáið fyrir.
Emma Vilhjálmsdóttir, 17.5.2008 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.