Leita í fréttum mbl.is

Brjálað að gera allan gærdaginn.

Hér var farið útúr húsi kl 9 í gærmorgun og byrjað á því að þrífa bílinn,síðan skellti ég mér í augnabrúnatattoo ógó flott en líka ógó vont hehe, þessar blessuðu augabrúnir mínar eru farnar að vaxa vilt og breytt um andlitið á mér og samt ekki nema 10 til 15 hár á hvorri augabrún og það varð bara eitthvað að gera, enn þetta tókst alveg meiriháttar vel og nú er mín komin með andlit þvílíkur munur. Þær voru gjörsamlega ósýnilegar á mér.

Þegar tattooinu lauk var farið heim og beðið eftir gaurunum og hans vínkonu en það var víst búið að lofa að skutla þeim útá hundasvæði með hvorki fleiri né færri en 8 stykki af hundum, já takk vinkonan á 6 hunda af öllum stærðum og gerðum og gaurinn er svo með tvö, einn sem hann á sjálfur og svo erum við að passa einn fyrir frænku okkar og þar sem mér þykir afskaplega vænt um bílinn minn þá var annar fenginn til þess að ferja dýrinn á sínum vinnubíl en ég ferjaði unglingana, kærði mig ekkert um það að láta rústa bílnum  að innan enda er hann bara ársgamall.

Seinnipartinn ákvað ég síðan að skella mér í hagkaupsmarkaðinn þar sem húsgögn og heimilstæki eru seld því að mig vantaði örbygljuofn og taldi líklegt að hann gæti ég fengið kannski fyrir lítin pening og það er ekki að spyrja að því að það var örlítið meira sem fylgdi með í kaupunum en samt alveg örugglega ekkert sem mig vantaði ekkiWhistling og get ómögulega verið án.

Síðan var skutlast með gaurinn í klippingu og svo beint útí sveit til apbba hans en þar ætlar gaurinn að eyða helginni í sauðburð, bara gaman af því, en í öllum æðibunuganginum þá munaði ekki miklu á því að ég hefði gleymt að sækja Birtuna hennar ömmu sinnar í leikskólan enn sem betur fer þá gekk það nú ekki alveg svo langt.

Síðan var rúllað með títluna á fimleikaæfingu sem stóð til kl 20 því það er sýning á morgun, svona vorsýning og eftir það er þeim pakka lokið í bili og komið sumarfrí.

Á meðan á öllum þessum þeyting stóð tók ég sénsin á því að skilja kút einan heima með félaga sínum og gekk það bara vonum framar, ég varð bara alltaf að minna þá að það hvað væri bannað að gera meðan ég væri í burtu og þeir hlýddu því, duglegir strákar.

En þrátt fyrir öll þessi hlaup í gær og svo vakað eitthvað frameftir yfir imbanum þá var mín komin á fætur kl 4.50, í þetta skipti má kenna hundunum um því þau byrjuðu bæði að gelta og ég komst að því að Jenný greyjið er með íllt í maganum og þess vegna gat hún ekki sofið þessi elska.

Eigið góðan dag elskurnarHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn elsku systir, ég er nu nylega vöknuð, sofnaði seint.

Eigðu góðan dag

Kristín Gunnarsdóttir, 17.5.2008 kl. 09:08

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig inn í þennan fallega laugardag Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2008 kl. 09:35

3 Smámynd: Jac Norðquist

Ég þekki þetta vel Helga, að fara og versla og enda með miklu meira en ég ætlaði, sérstaklega ef ég fer í raftækjabúðir. Þar segi ég gjarna ef sölumaður spyr hvort mér vanti aðstoð...." nei nei, ég er bara að leita að einhverju sem mig vantar ekki, en langar í " hahahahaha

Eigðu góðan dag

Jac

Jac Norðquist, 17.5.2008 kl. 10:48

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

augnabrúnatattoo... !!! Hvað er það?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.5.2008 kl. 11:00

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dugleg ertu, eða er þetta bara að verða að halda sér í dampinum,
já ég veit kannast við það.
                 Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 11:21

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldeilis nóg að gera hjá minni.  Hafðu það nú gott um helgina mín kæra. Vonandi er veðrið sæmilegt hjá ykkur.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 12:53

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég sé að þú ert á hlaupum eins og ég!

Eigðu góða helgi

Huld S. Ringsted, 17.5.2008 kl. 12:58

8 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Augabrúnatattó er sniðugt, ég er bara soddan rola að ég hef ekki gert það. Óska þér góðrar helgi

Heiður Helgadóttir, 17.5.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband