Leita í fréttum mbl.is

Er hægt að hafa meira að gera.

Ég bara spyr, ég hef ekki einu sinni haft tíma til að fara blogghring hvað þá að blogga eins og ég ætlaði mér í gær.

Ég fór á þennan fund í gær sem ég er búin að tala um hérna en því miður var mér ráðlagt að fara ekki með það hingað inn að svo stöddu því mér skilst að ekki verði það mér til framdráttar vegna manneskju sem kíkjir hérna við reglulega, en ég get samt sagt ykkur það að þetta var meiriháttar góð niðurstaða í þessu fyrir mig og mig eina, það er komið af stað ákveðið ferli sem síðan verður hrint í framkvæmd næsta vor svo mikið get ég alla vega sagt ykkur, kannski kemur sá tími að ég blasti þessu öllu hérna inn en því miður bara ekki að svo komnu máli.

En þið elskurunar mínar verðið bara að sætta ykkur við það að vita bara það að þetta voru langþráðar fréttir fyrir mig af hinu góða.

Annars hafa fjórir síðustu dagar einkennst af því að hér er ekki stoppað frá morgni til kvölds, því hér er verið að koma öllu í samt horf aftur, ég var náttúrulega að fara flytja og var þar að leiðandi búin að pakka niður alveg helling og bjó hér í kössum, þannig að nú er verið að pakka uppúr þeim aftur og koma sér fyrir eina ferðina enn og það á sama stað, alveg ótrúlegt.

En kostirnir eru þeir að nú er vandað til verksins og aukið við geymlsudótið því ekki ætla ég að rífa allt uppúr kössum aftur því það er hellingur sem maður notar aldrei en tímir samt ekki að henda alveg strax, þannig að það verður geymt aðeins lengur eða í eins og tvö ár í viðbót, því hérna ætla ég að vera þangað til að upphaflegum leigusamning lýkur og ekkert múður með það.

Nú þýðir ekkert rugl við mig lengur og ef þetta kemur aftur uppá af hálfu leigusala þá seigji ég stopp, ég get bara einfaldlega ekki lagt þetta á börnin mín aftur, því að sjálfsögðu hafa þau fundið fyrir spennuni hjá mér útaf tilvonandi flutningum sem síðan varð svo ekkert af.

Annars er það að frétta af kútnum mínum að hann var trappaður niður af einum lyfjum sem hann byrjaði að fá í norge fyrir tveimur árum síðan en búið er að taka af honum núna og ég seigji það satt að það eru að gerast ótrúlegar breytingar til hins betra með hann, nú fer minn maður orðið út að leika sér, hann hangir í símanum eins og sönnum tilvonandi ungling sæmir að leita eftir félagsskap og er farinn að bjarga sér miklu meira hérna heima en hann gerði áður, hann stundar alls kyns tilraunastrafssemi í eldhúsinu með eitt og annað matarkyns ekki til þess að borða ónei heldur er minn að búa til sprengjur að eigin sögn úr hinum og þessum efnum sem tengjast bakstri, ekkert hættulegt heldur bara gaman að sjá þessa elsku vera að vakna til lífsins og það besta af öllu er að hann gengur frá öllu eftir sig og eldhúsið verður nánast spikk og span af hreinlæti og sprengjan hefur ekki heppnast ennþáWink kannski vegna þess að hann á það til að bæta við uppþvottalegi í gjörninginn LoL en svo einhverjir fari nú ekki að hafa áhyggjur þá er alltaf einhver sem situr við eldhúsborðið og fylgist með aðförum kúts.

Annað sem líka er svo gaman og það er að stóra systir hans kom hérna færandi hendi með gamlan gsm handa honum og hann varð svo ánægður að fá gemsa að það var bara nánast fyndið, stóra systir splæst á hann 500 kr inneign í leiðini og minn var fljótur að klára hana því hann varð að hringja í okkur hin og láta okkur vita að hann ætti gemsa þó við værum öll stödd hérna heim, hann bara varð að prófa nýja gemsan sinn og hvernig er hægt að stoppa það af þegar maður sér barnið sitt vakna til lífsins þó það kosti smá aur, alla vega gat ég það ekki.

Jæja elskurnar mínar ég vona að þið fyrirgefið mér að geta ekki komið með nánari upplýsingar um fundinn minn góða alla vega ekki strax.

Vá hvað þetta er orðinn löng færsla. 

Eigið góðan dag öll sem eitt það ætla ég að gera. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Gott að heyra að það skuli vera bjart framundan hjá þér....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.5.2008 kl. 08:28

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 08:58

3 Smámynd: Anna Guðný

Ætli við tökum því ekki bara með jafnaðargeði

En það var gaman að því þ.e. að bíða.

Eigðu ljúfan dag.

Anna Guðný , 21.5.2008 kl. 09:35

4 identicon

oh það var svo gaman í gær að sjá hann leika við vin sinn:D

þóranna (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 13:38

5 Smámynd: Brynja skordal

innlitskvitt hafðu ljúfan dag Elskuleg

Brynja skordal, 21.5.2008 kl. 14:15

6 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Gott að fréttirnar voru góðar fyrir þig ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 21.5.2008 kl. 19:07

7 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Til hamingju með góðu fréttirnar.  Verð samt að viðurkenna að ég er forvitin og langar að vita um hvað hann var

Skil vel að það er erfitt að vera að í þeirri stöðu að missa húsnæði sitt og sérstaklega þegar maður er með börn, og ég tala nú ekki um ruglinginn sem þið þurfið svo að upplifa eftir að þið voruð búin að pakka niður.  Leitt að heyra það. 

En hvað er pjakkurinn þinn gamall? 

Gangi þér vel

Emma Vilhjálmsdóttir, 21.5.2008 kl. 22:30

8 identicon

Frábært hvað stráksa gengur vel.Gott að fá góðar fréttirGangi þér vel

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 08:54

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gangi þér vel elskan það vona ég kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.5.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband