Leita í fréttum mbl.is

Ég fór til læknis

sem væri svosem ekkert merkilegt svona öllu jafna, en hann var svona að athuga eitt og annað og þar á meðal þyngdina og hæðina og já viti menn, ég hef minnkað um heila 3cm á einu og hálfu ári, ég trúði ekki mínum eigin eyrum þegar hann sagði 1.66 cm og ég bara kváði og sagði nei þetta er ekki rétt ég er 1.69 cm og hann nei Helga mín þú ert 1.66 cm, svo ég bað hann um að mæla mig aftur og jú rétt skal vera rétt ég er að minnka því aftur mældist ég 1.66 cm þetta er æginlega bara fyndið, ég taldi mig nú ekki svo gamla að ég væri farinn að skreppa saman, en það er víst svo, ég skaut því að honum að um fimmtugt yrði ég orðin 1.50 cm og öll börnin mín löngu vaxin mér yfir höfuð hehe og örugglega barnabarnið líka. Það er bara verst að ég skuli ekki minnka á þverveginn líka þá væri þetta í góðu lagi, en ætli stefnan verði ekki tekinn á það næst, þannig að það verði nú smá samsvörun í þessu hjá mér.

Annars eins og fram hefur komið hérna áður að þá erum við að passa eitt stykki hund og þessi hundur er með geltisýki á háu stigi, hann geltir nánast orðið allan daginn, það má ekki heyrast minnsta þrusk eða bíll keyra eftir götuni þá byrjar hann og mikið lifinadis skelfing er þetta orðið leiðinlegt, Jenny tíkin okkar er meira að seigja að verða þreytt á þessu, hún tók reyndar uppá því að gera þetta með honum og fannst það voða sport en nú finnst henni hann bara vera orðinn leiðinlegur og horfir á hann með svona aumkunarverðum svip sem seigjir.......Æji góði farðu að þeigja.

Ég hef eða hafði aldrei verið mikil hundamanneskja áður en að gaurinn keypti sér tíkina en í dag þá gæti ég ekki hugsað mér lífið án hennar, hún er með svo mikin karakter og það er svo gaman að sjá það hvernig hún sýnir hinum að þetta sé hennar heimili en ekki hans, hún er alls ekki vond við hann heldur meira svona urrar á hann ef hann er eitthvað að reyna að troða sér inná hennar yfirráðasvæði og lætur hann alveg vita það að hún sé prinsessan á þessum bæ en hann bara aðskotahlutur hehe, gaman að fylgjast með þeim, því hann kemst ekki upp með neitt múður við hana.

Hún getur sýnt svo mörg sviðbrigði og það er svo fyndið hvernig maður þykist getað lesið eitt og annað útúr svipnum hjá henni. Æji hún er bara svo mikið æði þannig að ég varð að vera smá væminn núna hehe.

Hafið góðan dag í dag elskurnarHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Svo þú ert farinn að skreppa saman... kúlt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.5.2008 kl. 09:05

2 Smámynd: Unnur R. H.

Blessuð vertu ég er löngu byrjuð að skreppa saman

Unnur R. H., 27.5.2008 kl. 12:37

3 identicon

múhahahahahahahahaha ég er stærri en þú;) nenenenenene

þóranna (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 13:50

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er líka farinn að skreppa saman ég var alltaf 1. 65 en en nú 1. 63 og ég neita að trúa því

Knús inn í kvöldið

Kristín Katla Árnadóttir, 27.5.2008 kl. 15:22

5 Smámynd: Tiger

   Það er alltaf gaman að skreppa saman - í ferðalag eða út að labba eða í sund, en að skreppa saman - as in minnka! Ussuss... varstu bara ekki á háum hælum þegar þú varst síðast mæld?

Hunda vil ég ekki, er með kisu og hef aldrei haft áhuga á hundum - en mér er samt ekkert illa við hunda sko!

Knús á þig Helga mín og hafðu það ljúft og gott.

Tiger, 27.5.2008 kl. 17:34

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 27.5.2008 kl. 18:14

7 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Kveðja til þín og hundanna

Heiður Helgadóttir, 28.5.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband