Leita í fréttum mbl.is

Það mætti halda að dagurinn væri föstudagurinn 13 mai en ekki föstudagurinn 30 mai.

Það hefur rignt yfir mig slæmum fréttum í dag, fréttum sem ég hálfpartinn bjóst við en var að vonast til að myndu ekki rætast, en þar sem ég er ákveðinn í því að láta þessar fréttir ekki breyta lífi mínu heldur í stað þess ætla ég að muna eftir öllu því góða sem gerist í kringum mig og leyfa mér að telja það upp hér og verða þess vegna bara hund væminn ef svo ber undir, málið er einfaldega það að ég þarf að sjá björtu hliðarnar svart á hvítu því ég veit að þá líður mér betur.

Ég á 4 yndisleg börn öll með sín sérkenni og elska ég öll þess sérkenni af öllu hjarta.

Elsta dóttir mín að verða 23ja ára er sú manneskja sem ég hef minnstu áhyggjurnar þurft að hafa af eftir að hún náði sér eftir sinn fæðingargalla, hún hefur alla tíð verið elskuð af öllum þeim sem hún hefur kynnst, hún hefur aldrei dottið í neina óreglu, aldrei reykt á ævi sinni, smakkað áfengi í hófi og stundað sína vinnu með sóma. Hún jafnframt gaf mér fyrsta barnabarnið mitt fyrir rétt um 2 árum síðan og það var dásamleg upplifun að verða amma 38 ára gömul, ég man að ég var spurð hvernig í óskopunum ég gæti verið ánægð með að verða svona ung amma en það er alls ekki málið heldur það að þegar maður er bara sjálfur 17 ára þegar maður verður mamma þá má alveg búast við því að verða ung amma og það er bara ÆÐISLEGT.

Síðan á ég son 15 ára gamlan sem er alveg yndislegur líka, hann hefur þurft að ganga í gegnum marga erfiða hluti í lífinu þrátt fyrir ungan aldur, td vítavert einelti að hálfu kennara og hluta nemenda í noregi í ungdomskolanum sem hann var í einn vetur og það nánast keyrði hann niður að fullu og lífið varð hrikalega erfitt hjá þessari elsku, en hann stóð upp sem sigurvegari og tók þá ákvörðun að koma útúr skápnum með sína kynhneigð aðeins 14 ára gamall og get ég ekki annað en verið mjög stolt af honum fyrir það að sjá það að betra væri að koma útúr skápnum heldur enn að fórna sálinni eða lífinu fyrir vanlíðan.

Þá er það kúturinn minn að verða 11 ára gamall sem greindist með hin ýmsu vandamál aðeins 3ja ára gamall og hefur þurft að vera á hinum ýmsum lyfjum síðan, þessi elska var seinn til alls sama hvað það var, hann lærði varla að tala fyrren um 4ra ára aldurinn af einhverju viti en fram að þeim tíma töluðu þau systkini saman á sínu eigin tungumáli sem nánast engin skildi nema nánasta fólkið þeirra. Við fluttum svo til noregs og þar bættust við fleiri og fleiri greiningar sem síðan hefur komið í ljós að eiga sér ekki miklar stoðir í raunveruleikanum SEM BETUR FER, mér var td tjáð það að ég skildi undirbúa mig fyrir það að setja hann á stofnun innan einhverja ára, en viti menn að eftir að heim var komið á ný hefur þessi elska tekið meiri framförum á þessu eina ári heldur enn öll 4 árinn í noregi, hann er farinn að lesa, skrifa vel, tala betur, eignast vini og það fleiri enn einn, síðast í gær fór hann í dagsferðalega með skólanum sínum og var í burtu í heila 12 tíma og mér fannst ég fá heim gutta sem elst hafði um einhver ár svo þroskaður fannst mér hann vera þegar hann kom til baka og það fyrsta sem hann sagði þegar hann labbaði innum dyrnar hérna heima var......Mamma ég fór á tippasafnið, hahahahaha og honum fannst bara mjög gaman að vera í burtu í þennan tíma.

Svo loksins er það títlan mín sem er að verða 10 ára, þetta er eflaust það barnið mitt sem hefur komið best útúr lífinu enn sem komið er alla vega, það er hægt að telja það á fingrum annara handar hversu oft hún hefur orðið lasinn um ævina eða eitthvað verið að hjá þessari elsku minni, hún er ákveðnari en allt sem ákveðið er og ég vona bara að það verði henni til framdráttar í lífinu, ég hef oft sagt að ganni mínu að hún þyrfti að verða einræðisherra á einhverri eyju til þess að getað stjórnað öllum í kringum sig hehe, húin er alveg einstakur persónuleiki og ég vona svo af öllu mínu hjarta að svo verði áfram.

Ég veit að ég er kannski skelfilega væminn en það verður bara að hafa sig því ég finn það að bara hafa ritað þessi orð hér niður léttir á mér, ég hef svo margt að þakka fyrir, ég hef þak yfir höfuðið sem ég kem til með að verða trygg með fram til í júnilok 2010 og ég skal ekki lúffa aftur eins og ég gerði síðast ef þessi staða skildi koma upp aftur, ég næ að standa í skilum með allt mitt og er þá nokkuð hægt að biðja um meira, ég vonast til þess að á 2 árum liðnum muni verða komið að mér í búseta og þá geti ég og mín fjölskylda verið þar eins lengi og hugurinn girnist.

Ég er staðráðinn í því að láta þessar slæmu fréttir sem ég fékk EKKI koma mér úr jafnvægi meir, ég er orðinn þreytt á því að láta utanaðkomandi hluti hræra í mínu lífi, hluti sem ég get ekkert gert í þó ég svo gjarnan vildi.

Jæja þá er ég næstum því búin að telja upp allt hið góða í mínu lífi, að sjálfsögðu gæti ég talið upp miklu fleiri hluti en ég hugsa að þá sæti ég hérna til morguns þannig að ég læt mér nægja að hugsa um restina í bili að minnsta kosti.

Þessi færsla er eingöngu skrifuð fyrir sjálfa mig til þess að lesa yfir og sjá hversu heppinn ég er, nú ef einhver vill lesa þá er það bara gott mál líka.

Megið þið öll eiga yndislegt kvöld og yndislega helgi því það ætla ég að gera líka.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Helga mín mér heyrist nú eins og ég hef sagt þér áður, að þú átt bara yndisleg börn, hugsaðu þér ef allir væru eins þá væri lífið afar litlaust og engin væri til að gefa okkur ljós.

Slæmu fréttirnar eru nú til að leysa þær ef þær eru þitt mál skjóðan mín, ef þær eru ekki þitt mál, farðu þá ekki inn í þær.
Eigðu yndislegt kvöld og helgi,
Þín Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.5.2008 kl. 19:57

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 30.5.2008 kl. 19:58

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl elskan.  Varð að lesa þetta vel, takk fyrir að segja okkur þessa sögu af börnum þínum.  Þú ert með góðan hóp og ég vona svo sannarlega að slæmar fréttir slái þig ekki út af laginu.  Hafðu það gott elskuleg og öll börnin þín líka.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.5.2008 kl. 23:23

4 identicon

Frábær færsla.Þú ert rík að eiga svona flott börn.Gangi ykkur vel

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 00:15

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Flottust

Birna Dúadóttir, 31.5.2008 kl. 00:18

6 Smámynd: Jac Norðquist

Góð færsla Helga :) En eitt að lokum.... það þýðir ekki að koma með svona athugasemd í LOKIN á langri færslu

"Þessi færsla er eingöngu skrifuð fyrir sjálfa mig til þess að lesa yfir og sjá hversu heppinn ég er, nú ef einhver vill lesa þá er það bara gott mál líka."

Helga.... þá er ég BÚINN að lesa alla færsluna og sé þá að hún var bara meint fyrir þig !!!

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHA

Æ ég mátti til með að grínast aðeins í þér, þú veist ég meina ekkert leiðinlegt með þessu. Kveðjur héðan úr DK

Bói

Jac Norðquist, 31.5.2008 kl. 08:48

7 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ég er líka búin að lesa hana, þú átt bara meirháttar börn.

Kveðja frá Svíþjóð

Heiður Helgadóttir, 31.5.2008 kl. 09:21

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Bói, góður

Ég las þetta líka og sé ekki eftir því...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.5.2008 kl. 18:54

9 Smámynd: Helga skjol

Bói minn, maður verður nú að hafa smá humor í endinn annars er ekkert gaman af þessu hehe.

Helga skjol, 1.6.2008 kl. 07:18

10 Smámynd: Tiger

  kiss og knús á þig Helga mín. Þú ert sko ekkert væmin - bara ljúf og yndisleg! Þú ert forrík og sannarlega heppin með þessi yndislegu börn þín. Lýst hrikalega vel á hve jákvæð og frábær þú ert - jákvæð hugsun getur svo miklu svörtu breytt í hvítt - ekki spurning. Endilega haltu fast í þessa dásamlegu hugsun þína og vertu dugleg að draga fram allt það jákvæða í lífinu! Knús á ykkur öll og eigið yndislega helgarrest!

Tiger, 1.6.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband