Miðvikudagur, 25. júní 2008
mikið er erfitt að seigja nei stundum
gaurinn minn hefur verið í mjög góðu sambandi við þann hundaræktanda sem hann keypti tíkinni okkar af, fengið að vera hjá þeim þegar hann hefur farið suður með hana á sýningar og er það bara hið besta mál, nú er hins vegar kominn upp sú staða að þau þurfa pössun fyrir eitthvað af sínum hundum þar sem aðstæður hafa breyst en bara í sumar þannig að gaurinn bauð fram hjálp sína sem er líka allt í lagi, það gerði hann eftir að vera búin að tala við mig, en svo breyttust hans aðstæður líka og hann fór að vinna hjá pabba sínum í sveitinni í sumar sem er alveg frábært, en ég gat ekki hugsað mér að láta hann svíkja sitt loforð þannig að með kvöldinu fáum við gest sem heitir yrja og verður hjá okkur í einhvern x óákveðinn tíma.
Hún er reyndar að koma til okkar í annað sinn núna þannig að ég veit alveg hvernig tík þetta er og hún er æðisleg,svo blíð og góð og lét strax eins og hún hefði búið hér alla sína tíð, þannig að það verður ábyggilega bara gaman að hafa hana, Jenny veitir heldur ekkert af því að fá félagsskapinn því að hún hegðar sér eins og drotting í ríki sínum og vill öllu ráða, þannig að nú verður hún kannski að læra að lúffa aðeins fyrir öðrum hundum, hehe.
Gaurinn minn tók semsagt þá ákvörðun í samráði við okkur foreldra sína að fara að vinna hjá pabba sínum í sveitinni í sumar þegar ljóst varð að hann fengi enga almennilega vinnu hérna í bænum og sem betur fer er hann einn af þeim sem nennir að vinna, þannig að úr varð að pabbi hans og hans kona ákváðu að gefa honum séns og ég vona bara að hann tolli hjá þeim í allt sumar því að félagsskapurinn sem hann var farinn að sækja í var ekki mikið til þess að hrópa húrra fyrir, svo þessi dvöl hans hjá þeim verður vonandi til þess að hann sjái hlutina í því ljósi sem þeir eru og líka það að þeir feðgar nái að mynda einhver tengsl sín á milli, því að því miður hefur ekki verið svo mikið um þau undanfarið ár eða svo og það þykir mér afskaplega leitt, nú er ég ekki að seigja að það sé gaur að kenna né pabbanum, ætli málið sé ekki bara það að lífsviðhorf þeirra feðga sé svo ólíkt og þar af leiðandi hefur þeim ekki samið eins og ég hefði óskað.
En nú vonandi stefnir þetta allt til betri vegar.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
337 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Innsetningarræða Donalds Trumps 20. janúar 2025
- Nýr dagur í BNA, nótt á Íslandi.
- Hérna er fullt af góðum ráðum ætli fólk að rækta melónur. Fólk þarf ekki að kaupa fræin sérstaklega, heldur getur fólk notað fræin þegar að þið kaupið melónur út úr búð:
- Tvö stelpuskákmót
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FYRIR SIGUR ÍSLANDS...
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Íþróttir
- Í liði vikunnar í Hollandi
- Margrét Lára: Ekki í tísku að vera nía í dag
- Myndi deyja fyrir Liverpool
- Dýnamíska dúóið enn í stuði
- Félagaskiptin í enska fótboltanum - janúar
- Slóvenar í sárum eftir tapið
- Lék með Valsmönnum á ný
- Valur og Haukar bæði til Tékklands
- Vara við svindli í Zagreb
- Í undanúrslit í fyrsta sinn
Athugasemdir
Það er vonandi að þeir myndi góð teingsl feðgarnir,gangi þér vel með hundana ÚFFF.
Knus elsku systir
Kristín Gunnarsdóttir, 25.6.2008 kl. 17:29
Þetta er hið besta mál ef upp gengur, sem ég vona svo sannarlega að það geri.
Knús kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.6.2008 kl. 19:03
Flott hjá stráknum þínum að skella sér bara í sveitina fyrst hann fékk ekki vinnu í bænum. Það sýnir að hann er ekkert of tengdur þessum félagsskap sem hann er í.
Helga Magnúsdóttir, 25.6.2008 kl. 20:57
Sæl Helga hundamamma. Það verður fjör hjá þér. Verður gaman í sveitinni hjá gaurnum. Hef nokkrum sinnum komið þangað í sveitaferð með leikskólanum.
Anna Guðný , 25.6.2008 kl. 23:15
Vona að vel gangi hjá feðgum. Alltaf betra að vera vinir. knús
Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 17:59
Þetta á örugglega eftir að ganga vel
Heiður Helgadóttir, 26.6.2008 kl. 19:50
Já Helga mín, svo satt að stundum er ekki hægt að segja nei. Oft veit maður varla af því fyrr en maður er búinn að festa sig í hinum ótrúlegustu hlutum bara vegna góðmennsku og skorts á því að segja stopp. Vonum það besta fyrir kappann þinn - og vonum að pabbinn sé nú á sömu skoðun og þú, að hann sé líka opinn fyrir því að mynda góð tengsl við son ykkar. Við krossum allavega fingurna alla í einu bara ...
Knús á ykkur öll og gangi þér vel með dýrahjörðina þína alla saman ...
Tiger, 27.6.2008 kl. 01:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.