Mánudagur, 30. júní 2008
Þreytt þreytt þreytt
Ég get svarið það að ég er orðinn of gömul til þess að vera úti langt frammá nótt og skemmta mér, skelltum okkur á innbæingamótið á laugardag en þar var fámennt en góðmennt, stoppuðum nú ekki lengi þar sem manni varð skítkalt þrátt fyrir að hafa dregið fram lopapeysu, flísbuxur, húfu vettlinga og kuldaskó þá bara dugði það engan veginn til, þannig að um 10 leytið var bara drifið sig heim og í ballgallan og skellt sér á Vélsmiðjuna og ekki var mikið um fólk þar heldur, hitti reyndar fyrir gamla vinkonu mína sem ég hef ekki séð í áraraðir og það var mjög gaman að spjalla við hana en um 2 var svo haldið heim þreytt eftir kvöldið enda mín ekki vön að vaka til kl alveg að verða 3 svei mér þá.
Verst er það að það er sama hversu seint ég fer að sofa ég vakna alltaf jafnsnemma fyrir því, gærdagurinn fór svo bara í það að slappa af með Birtu ömmustelpu og kút en í fyrsta skipti á ævinni svaf hann hjá vini sínum og gekk það líka svona ljómandi vel og kom minn heim sæll og glaður eftir þá heimsókn, bara frábært, í mínum huga er þetta svona ákveðið þroskamerki hjá honum að hafa þorað að gista annars staðar.
Annars er svo skrýtið með það að í hvert sinn sem mér finnst eitthvað ganga vel hjá honum þá ævinlega þarf hann að taka uppá einhverju miður skemmtilegu (alla vega fyrir mömmuna). Þannig var að í morgun taldi hann sig þurfa setja eitthvað í hárið á sér þar sem hann var nú í klippingu á föstudag og útkoman af því varð blanda af tannkremi, sápu, froðu og kremi til þess að lina verki í fótum, útaf baðinu kom minn sem sagt alsæll fram og sýndi mér einhvern blágrænan lit í hárinu á sér og tilkynnti mér það að hann væri búin að finna upp nýtt hárefni svo nú yrði það alveg stíft, því miður gat mamman nú ekki stillt sig um að hlægja þegar hún sá hvað hefði farið í hárið á mínum og þegar hlátukviðunum lauk þá benti ég honum á það að betra væri nú að nota bara venjulega froðu í hárið ef hann vildi vera töffari, en minn hélt nú ekki og tilkynnti mér það að hún væri bara alls ekki nógu góð fyrir hans hár, hahaha.
Minn var sko alls ekki sáttur þegar tilraun var gerð til þess að þvo þetta jukk úr hárinu á honum en eftir mikla mæðu þá hafðist það loks.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Frumlegur strákurinn
Birna Dúadóttir, 30.6.2008 kl. 19:10
Uppfinningamaður framtíðinnar. Farðu vel með þig Helga min.
Anna Guðný , 30.6.2008 kl. 21:11
Ég er eins og þú, alveg hætt að geta djammað af nokkru viti. Drengurinn á vitanlega að sækja um einkaleyfi fyrir þessa merkilegu uppfinningu.
Helga Magnúsdóttir, 1.7.2008 kl. 10:55
Úff segðu sko - maður er ekki lengur 18 ára og þolir bara stundum ekki það sama og áður í djammerí-inu sko ...
Uppátektarsamur pjakkurinn þinn ungi - eins gott að hann fari ekki að gera tilraunir með eitthvað hættulegra sko! En gott að hann sé svona sjálfstæður, það er alltaf lúxus þegar blessuð börnin taka þroskakippi og byrja á nýjum hlutum - það dreifir huganum og fær þau til að verða glaðari og jákvæðari yfir höfuð..
Knús á ykkur öll mín kæra og farðu vel með þig!
Tiger, 1.7.2008 kl. 18:40
Var þetta ekki flottur litur
Heiður Helgadóttir, 1.7.2008 kl. 20:09
Hahaha svona uppátæki geta nú ekki annað en fengið mann til að brosa enda eru þessi börn bara skemmtileg (þó að þetta reyni ansi oft á)
Huld S. Ringsted, 2.7.2008 kl. 07:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.