Leita í fréttum mbl.is

Nei Anna mín ég slapp við það að detta í ánna.

Hehe bara búið að vera mikið að gera síðan að heim var komið á Sunnudag, hér eru ennþá gestir með börn og í nógu að snúast, hvað þá þegar þetta eru 3 ársgamlar títlur sem finnst gaman að skoða allt sem nýtt er.

Annars var helginn alveg frábær og allir skemmtu sér vel í Vaglaskógi, veðrið var yndislegt nánast allan tíman og ég er ekki frá því að maður hafi tekið meiri lit þarna á 2 dögum heldur en á Mallorca í 2 vikur, enda sat maður úti frá morgni til kvölds. Það var gjörsamlega stappað af fólki þarna en sem betur fer var nánast ekkert um fylleri eða læti, alla vega varð ég ekki var við neitt sem raskaði ró minni þarna. Krakkarnir léku flest við hvern sinn fingur og alltaf var nóg að gera hjá þeim, kútur var sá eini sem ekki var alveg sáttur við þessa útilegu og vildi fara heim á hverjum degi, annars kynntist hann 2 bræðurum sem að hafa sömu áhugamál og hann, þannig að þeim varð vel til vina og gátu dundað sér vel og lengi með yu gi oh spil og var það alveg meiriháttar að horfa uppá þá 3 leika sér saman. Yfirleitt er það nefnilega þannig að hann fellur ekki í hópinn neins staðar þannig að úr verður að þessi elska er í flestum tilfellum einn með okkur fullorðna fólkinu, eða þá að hann ráfar eitthvert í burtu í leit að félagsskap og nánast undantekingarlaust endar það í einhverjum krísum og ofast nær vegna þess að honum er strítt útaf útiliti sínu.

Það er svo skelfilegt hvað börn geta verið miskunnarlaus við þá sem eitthvað eru öðruvísi í útiliti, reyndar ekki bara börn því oft sér maður fullorðið fólk sem gjörsamlega ætlar að missa útúr sér augun þegar það sér hann, síðast í gærkvöldi vorum við vitni af því á greifanum að við borð nálægt okkur sat kona nokkur og hún reyndi ekki einu sinni að fela það þegar hún starði úr sér augun á kút, það var ekki fyrren búið var að  stara á hana á móti í þónokkra stund og einn við borðið seigjir það mætti halda að þessi kona hafi aldrei séð börn sem eru öðruvísi en önnur börn sem hún vaknaði til lífsins og varð skömmustuleg, því ekki fór á milli mála að hún heyrði það sem sagt var og skildi að sneiðinni var beint til hennar.

Oft get ég alveg ímyndað mér hvað fólk hugsar þegar það sér hann að þetta sé nú alfarið mataræðinu að kenna og ég sem foreldri sé ekkert að hugsa um hvað hann borðar en því miður er það ekki svo, því ef svo væri þá ættu hin 3 börnin mín að vera svona líka þar sem þau öll hafa verið á sama mataræðinu og eru hin 3 eins og  tannstönglar, það hefur nánast allt verið reynt til þess að láta hann léttast en ílla hefur gengið í þeim efnum, að vísu má samt seigja að hann hafi lést þar sem hann hefur lengst gríðarlega mikið síðasta árið en ekkert þyngst með því heldur bara staðið í stað sem er gott mál.

Eigið góðan dag elskurnar og knús á ykkur öllHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég stóð mig einmitt að þessarri dómhörku í gær.Ég sá eina ca 3 ára og 10-15 g of þunga og hugsaðu ekki smart til foreldra hennar.Hef ekki hugmynd um hvers vegna barnið er svona þungt.Kanski vegna stera eða annarar lyfjagjafar?Hvað veit ég um það? Ekkert.Takk fyrir þessa færslu.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 11:07

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta yndið mitt. Fólk getur verið dómhart og eflaust hef ég hugsað svona gott að fá fræðslu. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 8.7.2008 kl. 11:59

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég á son sem er einhverfur og haga sér eftir því - Það er mikið að fólki sem góna. En ég hef komist af því að oftast meinar fólk ekkert illt með því þegar það glápir... það er kannski skammarlegt að segja það en ég komst af því fyrir nokkrum árum þegar ég var að pirra mig yfir "þessu" fólki, þegar ég einn daginn góna á mann sem leit á mann með virkilega sértakt útlit - Eva konan mín kvíslaði; hvað eru að gera? Ég skammaðist mín ekki lítið, en ég get lofað því að ég var ekki að glápa á manninn með fyrrilitningu.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.7.2008 kl. 13:46

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Staðreynd,sumir eru bara vitlausari en aðrir

Birna Dúadóttir, 8.7.2008 kl. 14:53

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ótrúlegt hvað fólk getur verið tillitslaust og dónalegt. Hvar er þetta fólk alið upp eiginlega?

Helga Magnúsdóttir, 8.7.2008 kl. 20:15

6 Smámynd: Anna Guðný

Gott þú komst heim heilu og höldnu. Þú sérð að það er vel fylgst með. Mikið er ég sammála þessu með miskunnarleysið.  En staðreyndin er samt sú, eins og Gunnar segir  að oft er fólk ekkert að meina illt með þessu, það bara fer að horfa og gleymir sér. En ég held að þetta sé nú ekkert meira hér en í öðrum löndum

Hafðu það gott Helga min, er ekki að koma að blogghitting?

eigum við ekki bara að ákveða og svo koma þeir sem vilja? 

Anna Guðný , 8.7.2008 kl. 20:31

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott að heyra um góða helgi Helga mín, og voru þríburarnir hjá þér, eru þær ekki orðnar stórar? þær eru svo yndislegar.
Kúturinn þinn er bara flottur og fyrirgefið öll, það er dónaskapur að stara á fólk, ég hef aldrei gert það og mun aldrei gera, einu sinni var ég með svona kút í þjálfun, hann var frekar niðurlútur innan um okkur kerlur, svo ég fór að taka hann með í umræðuna sem ávallt var í fjörugri kantinum, það endaði með því að hann mætti glaður á hverjum morgni með okkur og púluðum við saman.
Ef við hefðum ekki sinnt honum, hefði hann hætt.
Helga mín knúsaðu öll börnin frá mér.
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.7.2008 kl. 17:41

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gaman að heyra að það var gaman hjá ykkur Helga mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.7.2008 kl. 11:31

9 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ég trúi ekki að fólk geri þetta viljandi, að góna á þá sem að eru eitthvað svolítið öðruvísi. Er þetta ekki barnaspik sem að fer af honum, ég veit um marga krakka sem að hafa verið spikfeit, en um leið og þau komust á gelgjuskeiðið rann þetta af þeim.kveðjur

Heiður Helgadóttir, 10.7.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband