Leita í fréttum mbl.is

Þá er það borg óttans.

Já mín er sko mætt í borg óttans ásamt minni fjölskyldu og verð hér í einhverja daga, það gerðist frekar óvænt að tekinn var stefnan hingað suður en þar sem okkur stóð til boða fríkeypis (eins og þeir hjá vodafone seigja)íbúð þá ákváðum við að slá til og skella okkur hingað.

Kútur var nú ekki alveg sáttur við þetta ferðalag finnst vera komið nóg af því í bili en fyrir rest þá hafðist það að tala hann til með góðu, reyndar á þeim forsendum að hálft herbergið hans væri með í för og þar sem ég er nú ekki á beint stórum bíl og með 2 hunda líka þá mátti  gjöra svo vel að tengja kerru í bílinn fyrir farangurinn því það var ekki nokkur leið að koma þessu í skottið þegar risastórt hundabúr var komið þar.

Birtan hennar ömmu sinnar var líka með í för því hún var að fara heimsækja fósturömmu sína í nokkra daga og það alein, en það er líka í góðu lagi þar sem hún þekkir hana mjög vel líka, annars lét þessi amma eins og hún væri að kveðja sitt eigið barn þegar hún var sótt að hafði fósturamman orð á því við mig og lofaði að passa hana rosa vel hehe, sem ég veit að hún gerir því þetta er yndisleg kona, þessi kona var semsagt gift pabba elstu dóttir minnar áður en hann dó en hún hefur alltaf tekið dóttir minni sem sinni eiginn og hennar núverandi maður líka, þau eru bara æðisleg bæði tvo.

Títlan mín var vel sátt við þetta ferðaleg því hún elskar að vera á fullu allan daginn og þar sem hún hitti frænku sína strax við komuna hingað þá hefur varla þurft að hafa fyrir henni.

Gaurinn minn varð eftir hjá pabba sínum þar sem hann er að vinna fyrir hann og hefur verið að gera það síðustu 3 vikur núna og gengur bara glimrandi vel eftir því sem ég kemst næst, ég spjallaði aðeins við pabban um síðustu helgi og gaurinn er bara hörkuduglegur hjá honum sem ég reyndar vissi að hann væri, það vantaði bara að fleiri hefðu trú á honum heldur en ég og ég vona svo sannarlega að svo sé í dag, ég veit að þessi elska er alveg hörkuduglegur ef hann vill vera það og ég held að hann hafi sýnt pabba sínum það hvers megnugur hann er. Enn nr 1, 2 og 3 er að hann er sáttur við að vera þarna þannig að ég held að lífið sé eins og best verður á kosið fyrir þessa elsku.

Mín skoðun er sú að ef að börnum er hrósað fyrir það sem vel er gert að þá tíeflast þau og vilja sanna sig ennþá meira og ég held einmitt að það sé málið með þessa elsku að hann er sko sannarlega að sýna það hvað í honum býr, mér fannst svo æðislegt í gær þegar ég heyrði í honum og spurði hvort það væri brjálað að gera hjá honum þá var svarið já ég og pabbi erum að gera við eina vél hérna og bara það að þessi elska hafi verið að gera við vél með pabba sínum seigjir mér hversu mikið hann sé tilbúin að leggja á sig og þetta er einmitt eitt af því.

Það er svo stutt síðan að mér leið eins og ég væri að keyra hann í einangrunarvist á hrauninu þegar ég skutlaði honum í sveitina, elskan gaf sér alveg extra langan tíma til þess að bera inn dótið sitt og kveðja mömmu sína en það leið ekki dagur áður enn að minn var orðinn sáttur við sína vinnu.

Ég held satt að seigja að málið með hann hafi verið að það væri ekki kúl að vinna í sveit, hvað skildu vinirinir seigja, en þar sem hann hefur alltaf elskaði að vera hjá pabba sínum og umgangast dýrinn hér áður fyrr  þá var ég nokkuð vissum að hér væri verið að taka rétta ákvörðun þegar hann fékk já frá pabba sínum við því að taka hann í vinnu. Ég vona svo af öllu hjarta að þeir feðgar nái að mynda þau tengsl sem horfinn voru og að þeir verði sáttir hvor við annan.

Jæja elskurnar nær og fjær ég mun reyna að blogga eitthvað meir á þessu ferðalagi mínu en þangað til.

ADIOS. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Njóttu ferðarinnar og góða helgi 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 14:17

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku Helga njóttu ferðarinnar í borg óttans knús á þig og ykkur.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.7.2008 kl. 17:39

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Góða helgi

Birna Dúadóttir, 11.7.2008 kl. 18:12

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndislegt að heyra að allt gengur vel hjá syninum.  Og ja, traust og jákvæðni skiptir öllu máli með börnin okkar, hvernig þau bregðast við.  Njóttu dvalarinnar í borg óttans Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2008 kl. 11:24

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

knús á þig og þína

Guðrún Jóhannesdóttir, 12.7.2008 kl. 12:31

6 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Njóttu ferðarinnar

og hafðu það sem best ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 12.7.2008 kl. 14:01

7 Smámynd: Anna Guðný

Eigum við ekki að heyrast í vikunni og ákveða tíma?

Anna Guðný , 13.7.2008 kl. 02:00

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Skemmtu þér vel elsku systir.

Knus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 13.7.2008 kl. 10:55

9 Smámynd: Tiger

 Já, maður verður nú að vona að ekki þurfi að óttast um þig í borg óttans - en ég veit að þú ferð varlega svo ég ætla ekkert að segja þér að fara rólega í einu og öllu.

Gott að heyra að börnin eru öll á sínum vettvangi sátt við sitt. Og sannarlega trúi ég því að stóri ungi maðurinn þinn eigi eftir að sanna sig vel. Hann hljómar mjög skynsamur og sannarlega verðum við að vona að pabbinn verði líka skynsamur og að saman eigi þeir eftir að mynda góð feðgabönd. Við krossum fingur fyrir þig/ykkur mín kæra Helga og hafðu það nú gott .. knús og kram!

Tiger, 13.7.2008 kl. 17:59

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hafðu það gott í borginni. Fínt að strákurinn sé að mynda tengsl við pabba sinn og að honum gangi svona vel í vinnunni.

Helga Magnúsdóttir, 14.7.2008 kl. 12:17

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 14.7.2008 kl. 23:53

12 Smámynd: Anna Guðný

Helga mín, hvað er e-mailið hjá þér?

Anna Guðný , 15.7.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband