Leita í fréttum mbl.is

Jæja þá er bíllinn seldur

og gekk það fljótt og vel fyrir sig. Það er með mig eins og marga aðra að tími var kominn til að minnka aðeins greiðslubyrðina og fá sér minni bensínhák og merkilegt nokk að þá leið ekki langur tími frá því að ég setti hann á sölu að tilboð kom um skipti á bíl sem er nákvæmlega eins nema nýji minn er beinskiptur, dekkri blár og þremur árum eldri, en ég fékk toppverð fyrir minn plús það að ég gat stytt lánið um 2 ár og greiðslubyrðinn minnkaði um slatta góðan pening líka, ekki slæmt. Hvað þá á þessum síðustu og verstu tímumWink

Lengi vel var ég búin að velta vöngum yfir því að fara á Hríseyjarhátíðina þessa helgi en kútur minn tekur það bara alls ekki í mál og ég á voða erfitt með að draga hann eitthvað sem hann vill ekki fara, honum finnst nóg komið af ferðalögum í sumar. Annars er spáinn ekkert til þess að hrópa húrra fyrir þannig að það er kannski alveg eins gott að halda sig bara heima við, ég ætla nú samt að kíkja með tíltuna þarna á morgun og leyfa henni að taka þátt í söngvakeppnini þeirri sömu og hún vann í fyrra.

Annars er bara verið að bíða eftir því að uslinn sem gerður var í borginni verði uppgötvaður, en það mun gerast á Sunnudag og þá kemur í ljós hvort við verðum hausnum styttri eða viðkomandi ráði sér ekki af gleði, það gæti nefnilega farið á báða bóga miðað við það sem gekk á þarna syðra hehe. Enn allur þessi usli var gerður með góðum hug og engu öðru, svo er bara spurning hvort þessum usla verði tekið sem slíkum eða ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Hvað varstu að gera af þér fyrir sunnan Helga ?

Skákfélagið Goðinn, 18.7.2008 kl. 12:50

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég bíð spennt eftir uppljóstruninni.

Helga Magnúsdóttir, 18.7.2008 kl. 14:16

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með söluna, hvernig bíl áttirðu?
Ég get nefnilega ekki selt minn Ford focus stasion 2ja ára.
hefði viljað losna við hann, bílalánið hefur hækkað um 8000 á mán. ekki gott.
Maður bíður bara spenntur eftir uslanum.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.7.2008 kl. 17:09

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Spennandi verður að vita hver þessi usli er, þú setur flenni fyrirsögn þegar þú afhjúpar leyndarmálið.  Hafðu það gott heima um helgina mín kæra

Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 18:45

5 identicon

Ég losnaði líka við minn bíl.2.5 miljón minna í greiðslubyrði hjá mér.Það er frábært að losna við skuldir Bíð spennt eftir uslanum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband