Leita í fréttum mbl.is

Búið að liggja í útilegu alla vikuna

Það var skellt sér í Vaglaskóg á mánudag því tekinn var jómfrúarferð á honum Ellismell, en það er 28 ára gamall gullmoli sem ég skipti á og gömlum tjaldvagni sem ég átti og viti menn Ellismellur er alveg að skila sínu því annars hefði ég ekki nennt að vera svona lengi. Alveg merkilegt nokk að það virkar allt í honum sama hvað og það eina sem þurfti að gera fyrir brottför var að þrífa hann hágt og lágt og bera síðan út sinn farangur og mat og þá vorum við good to go, ekki slæmt.

Við semsagt komum heim í gær og búið er að liggja í garðinum síðan því það þarf víst að halda honum í horfinu þó að maður sé útilegusjúkur, þess vegna er fínt að rúlla í Vaglaskóg og getað komið heim með stuttum fyrirvar.

Kútur er bara mjög sáttur við það að ferðast í húsbíl að vísu þarf að taka eitt og annað með sem ekki telst til útilegu búnaðar en hvað með það ef hann er sáttur, hann meira að seigja fer út að leika sér og þá held ég bara að tilganginum sé náð, ekki satt.

Títlan að sjálfsögðu leikur við hvern sinn fingur og getur gösslast úti frá morgni til kvölds og erfitt er að fá hana inn að sofa, hún er aldrei í neinum vandræðum með að eignast nýja vini þannig að ekki þarf að hafa áhyggjur af því að henni leiðist.

Tíkinn hún Jenny kom að sjálfsögðu með okkur en Yrju var skilað til síns heima á þriðjudag því það er bara alltof mikið að hafa 2 hunda í svona ferðalag eða það finnst mér að minnsta kosti.

Nú er bara verið að undirbúa bílinn fyrir næstu ferð og hann sem hagkvæmastan fyrir alla.

Að öðru leyti er allt gott að frétta allir una sáttir við sitt og veðrið leikur loksins við okkur hérna á norðurlandi og eftir því sem mér skilst þá er spáinn áfram svonna góð og það er hið besta mál.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég elska útilegur en hef því miður ekki haft tök á því að fara í neina í sumar. Hef alltaf ætlað að spyrja þig hvort þú værir skyld Dillu skjól vinkonu minni.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.7.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með ellismellinn ekki amarlegur 28 ára gaur.
Knús til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.7.2008 kl. 13:55

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já til hamingju með ellismellinn líka gott að var gaman hjá ykkur.

Knús elsku Helga.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.7.2008 kl. 14:17

4 Smámynd: Tiger

Jamm, til lukku með unglambið - okok - ellismellinn svokallaða. Máltækið er gott; Gamalt en gott ...

Ég hef líka mjög gaman af útilegum og ferðalögum - en bara ef það er með flestum þægindum. Ég nenni ekki tjaldferðalögum og kúldrast í svefnpoka .. vil hafa fellihýsi eða húsbíl - nú eða bara ferðast erlendis ella.

Eigðu frábæra helgi ljúfust - knús og kremjur á ykkur öll!

Tiger, 26.7.2008 kl. 15:45

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með ellismellinn, sýnir sig að þeir gömlu eru bestir (vísa hér í unglambið sem ég ferðast með og bilar og bilar )

Huld S. Ringsted, 26.7.2008 kl. 18:17

6 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

'Utilegur eru eitt að því skemmtilegasta sem ég geri enda búin að fara allar helgar í sumar nema tvær.

Hafðu það sem best mín kæra

Anna Margrét Bragadóttir, 27.7.2008 kl. 07:57

7 Smámynd: Anna Guðný

Til hamingju með ellismellinn. Við heyrumst í vikunni.

Anna Guðný , 27.7.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband