Leita í fréttum mbl.is

Pínu Mánudagsblogg

Mér var boðið í útskriftarveislu á laugardagskvöldið hjá einum vini mínum sem var að útskrifast sem málari og heppnaðist hún alveg ótrúlega vel, það var boðið uppá grilluð læri með öllu tilheyrandi og svo áfengi eins og hver gat í sig látið, þetta var meiriháttar gaman og ég þakka æðislega vel fyrir mig.

þegar líða tók á nóttina var tekin sú ákvörðun að skella sér á Vélsmiðjuna og þar var dansað þangað til að tónlistinn hætti, svo það voru þreyttir fætur sem komu sér heim seint og um síðir. Gærdagurinn fór svo í það að jafna sig í fótunum og eftir alla vökunóttina því ég er bara alls ekki vön að vaka svona langt frammá nótt, er yfirleitt kominn í bælið um ellefu leytið og meira að seigja líka í útilegum og fæ ég yfirleitt miklar skammir fyrir það frá títluni fyrir það að fara í rúmið kl 23 eins og ELDGAMLA fólkið eins og hún seigjir og minnir mig á það að ég sé nú ekki alveg svo gömul, enn ætli málið sé ekki það að enn eymi eftir af því þegar kútur svaf ekki nema örstutta stund í einu þannig að ég vandist á það að fara snemma í rúmið til þess að ná einhverjum svefni, ég hugsa það.

Nú á svo að fara að undirbúa Ellismell fyrir næstu ferð, það er verið að leggja meira rafm í græjuna til þess að ekki þurfi að vera með fjöltengla liggjandi um all gólf.Nú svo fer ég að fá fortjaldið á hann, enn ég er svo heppinn að fyrir einum 7 árum síðan keypti ég fortjald frá Þýskalandi sem gengur á flestar gerðir bíla og þegar ég flutti til norge þá seldi ég systir minni það enn hún hefur nánast aldrei notað það þannig að núna ætla ég að kaupa það af henni til baka og nota það við Ellismell, ekki slæmt.

það er hins vegar ekkert ákveðið hvert förinni er heitið, ég vill bara vera þar sem veðrið er gott þannig að ætli ég elti það ekki bara, ég alla vega elti ekki útihátíðar það er alveg á hreinu, helst vill ég vera þar sem fæstir eru alla vega þar sem minna er um fyllerí.

On til nextWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Bara verið stuð á minni.

Helga Magnúsdóttir, 28.7.2008 kl. 10:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta hljómar skemmtilega Helga mín.  Og það verður gaman hjá þér að fara og elta góða veðrið.  Ef þú kemur hingað þá  kíkirðu við.  Að vísu vorum við hjónin að tala um að skella okkur eitthvað eftir afmælið hans pabba á laugardaginn, og koma ´heim aftur á mánudaginn.  Knús á þig inn í daginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2008 kl. 11:05

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gott hjá þér að elta sólina og hafðu það gott Helga mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.7.2008 kl. 11:31

4 Smámynd: Dísa Gunnlaugsdóttir

takk fyrir frábæra skemmtun á laugardaginn þetta var allveg æðisleg veisla þar til ég vaknaði og sá hvað beið mín í þrifum en hafðu það gott helga mín og við verðum að skella okkur í eina góða útileigu áður en sumarið er búið

Dísa Gunnlaugsdóttir, 28.7.2008 kl. 11:45

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða ferð og góða skemmtun.  Njóttu frísins þíns. 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.7.2008 kl. 12:19

6 Smámynd: Anna Guðný

Ég verð að sjá þennan ellismell þinn. En ég verð nú bara þreytt af tilhugsuninni að fara á dansiball. Allt annað að vísu eftir að reykingar voru bannaðar. Annars var ég hálftimbruð daginn eftir. Góða skemmtun í útilegunni. Ég ætla sko að vera heima og njóta alls þess sem er í boði hér í bæ.

Anna Guðný , 28.7.2008 kl. 13:21

7 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Anna Margrét Bragadóttir, 28.7.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband