Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Til hamingju með daginn elsku kúturinn minn
Þessi elska er 11 ára í dag en það má víst ekki nefna það við hann, ætli hann sé ekki eitt af fáu börnum sem ekki er hrifið af afmælisdögum. Málið með hann er að hann vill ekki eldast og er ég búin að berjast við þetta í nokkur ár, að reyna útskýra það fyrir honum að flest öll eldumst við og þykir það gaman alla vega upp að x ákveðnum aldri, enn nei ekki vill hann samþykkja það. Honum er meira að seigja sama þó enginn veisla sé bara svona yfirhöfuð en veislu fær hann víst það er alveg ljóst en ekki reyndar fyrren að fólk er hætt í ferðalögum.
Þetta er sjálfsagt eitt af þeim fáu sem ekki vill fá peninga í afmælisgjöf kominn á þennan aldur, í fyrra var það þannig að minn bara grét sárum tárum þegar veislugestir komu með pening í korti allir og það endaði á því að farið var með hann í BT og hann keypti sér 2 leiki fyrir aurinn.
Hann höndlar reyndar skelfilega ílla allan þennan gestagang sem hlýst af veislum og dregur sig yfirleitt í hlé uppí herb einn með sitt. Það hefur gengið á ýmsu hjá þessari elsku á hans stuttu ævi og ennþá er barist við eitt og annað í hans veikindum, eitt kannski lagast en þá kemur annað inn í staðinn, þetta á sérstaklega við um hans áráttuhegðun, nýjasta nýtt í þeim efnum er að ræskja sig gríðarlega hátt og mikið og alltaf á sama tíma sólarhrings (alla vega í flestum tilfellum) ekki það að hann líti á klukkuna og hugsi nú er tími til að ræskja ónei það er bara eins og þetta sé á timer inní hausnum á honum og svo er byrjað að ræskja sig og ræskja og það ekki með neinum smá hljóðum.
Ekki veit ég af hverju þetta gerist eða hvað það er sem veldur en þetta er alla vega með því hávaðasamasta sem hann hefur tekið uppá í sinni áráttuhegðun.
Engu að síður þá er þetta barn mitt svo yndislegt og ég tel mig heppna að hafa fengið að kynnast honum því hann hefur kennt mér svo ótalmargt í lífinu þessi elska,
Í dag verður gerður dagamunur fyrir hann, hann fær að velja hvort farið verður út að borða og svo í bio eða hvað mamma á að elda og svo í bio, þetta verður semsagt hans dagur í dag.
Elsku Villi minn innilega til hamingju með daginn þú veist að mamma elskar þig.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Til hamingju með strákinn þinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2008 kl. 09:26
Til Hamíngju elsku Villi minn.
Knus og koss fra mér
Kristín Gunnarsdóttir, 30.7.2008 kl. 10:25
Til hamingju með drenginn. Þetta verður örugglega góður dagur hjá honum.
Helga Magnúsdóttir, 30.7.2008 kl. 10:52
Hamingjuóskir á drenginn þinn. Ég á eina tourett fósturdóttir, hún var með allskyns svona takta í den og einmitt þessar tímasetningar furðulegar, allt gert eftir einhverju innra plani heilans. Í dag er hún orðin 20 ára og laus við verstu kækina. Er ekki málið að sleppa því bara að halda upp á afmælið og gera eitthvað annað bara fyrir hann.? kveðja norður
Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2008 kl. 11:35
Til hamingju með strákinn...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.7.2008 kl. 13:00
Til hamingju með litla drenginn Helga. Bestu kveðjur héðan úr sólinni..... í DK :)
Það eru komnar myndir á síðuna...loksins ;)
Jac
Jac Norðquist, 30.7.2008 kl. 19:47
Til hamingju
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 20:39
Elsku Helga mín hjartanlega til hamingju með gullmolann þinn,
mikið væri nú gaman ef´þið kæmuð í heimsókn öll saman einhvern tímann, allavega eruð þið velkominn.
Knús til þín ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.7.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.