Leita í fréttum mbl.is

Og það er að skella á Verslunarmannahelgi

með allri þeirri gleði eða ógleði, það togast á í mér hvort ég eigi að skella mér útúr bænum á Ellismell eða vera heima, hérna verður svosem nóg um að vera fyrir krakkana mína en ég veit ekki hvort ég sé að nenna að eltast við það allt saman til þess að hafa ofan af fyrir þeim eða hvort við ættum að renna okkur á eitthvert tjaldstæði og hafa það bara gott. Ég veit alveg að allt sem hægt verður að bjóða börnunum uppá hérna um helgina mun kosta hönd og fót svo það er alveg spurning um hvort eyða eigi í bensín eða gera eitthvað skemmtilegt fyrir börnin hérna heima en það kemur í ljós.

Annars var gærdagurinn mjög góður fyrir kútinn, það var byrjað á því að fara með hann út að borða og síðan í bío á myndina wally e (veit ekki hvort þetta sé rétt skrifað) og hafði hann virkilega gaman af því og var sáttur við þær gjafir sem hann er búin að fá en það eru 3 tölvuleikir og það fannst mínum ekki slæmt.

Nú er verið að leggja lokahönd á Ellismell, búið er að leggja meira rafm í hann og ég fékk lánaðan 15" tv skerm hjá gaurnum til þess að hafa í bílnum, hann var festur uppá vegg, búið er að setja í hann cd spilara og dvd líka þannig þetta er að verða bara eins og hús á hjólum með öllum huganslegum þægindum, ekki slæmt. Nú svo er fortjaldið komið norður og prófað verður að máta það við bílinn á eftir, en þó það passi ekki mun ég samt nota það því að á því eru 2 inngangar og hægt er að láta það standa frístandandi þannig að það þarf ekkert endilega að festast við bílinn, þannig að þetta er að verða meiriháttar.

Nú er bara spurning um hvað gert verður um helgina, gaurinn er að vísu að koma í helgarfrí þannig að hann verður heima og ef við förum eitthvað þá er ég búin að lána húsið með honum innanborðs þannig að það er allt í góðu.

Knús á ykkur elskurnarHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Góða helgi hvar sem þú verður...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 31.7.2008 kl. 12:03

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gerðu bara sem þig langar að gera, Knús elsku Helga mín og góða helgi.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.7.2008 kl. 13:52

3 Smámynd: Anna Guðný

Þú verður að taka mynd af ellismell og lofa okkur að sjá. Annars hafðu það gott um helgina. Ég ætla sko að vera heima og njóta þess sem er í boði hér í bæ. Ætla samt að reyna að beina börnunum að því sem er frítt og reyna hvað ég get að missa hvorki hönd né fót.

Hafðu það gott dúllan mín.

Anna Guðný , 31.7.2008 kl. 18:13

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

GÓÐA HELGI MÍN KÆRA.  WooHoo

Ásdís Sigurðardóttir, 31.7.2008 kl. 22:28

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég ætla að flýja úr bænum Góða helgi hvar sem þú verður

P.S. Hvenær fáum við mynd af ellismell??  

Huld S. Ringsted, 31.7.2008 kl. 22:45

6 Smámynd: Rósbjörg Stefánsdóttir

Hæ. ja það verður svoooooo gott að koma heim :)  tel dagana. eg heyri að þu blomstrar siðan að þu komst heim. En við herna uti heyrum alltaf mest af neikvæðum peninga,,, atvinnu og husnæðismálum á islandi. Stelpurnar vilja ekki vera herna, nema vilborg og það er eitthvað vesen á henni þessa dagana. koz og stoor klem fra norge.

Rósbjörg Stefánsdóttir, 2.8.2008 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband