Leita í fréttum mbl.is

Veiðiferð og þrif.

þar sem aukabarn er á heimilinu þessa dagana er reynt að hafa eitt og annað fyrir stafni með henni, (ekki það að ég geri aldrei neitt með börnunum mínum). Í gær var skellt sér í að veiða aftur og títlan náði þeim stærsta sem veiðst hefur í sumar á þessu heimili og það get ég svarið að hún brosti hringinn meira að seigja aftur fyrir eyru svo montinn var hún af aflanum sínum.

Svo búið að standa í stórhreingerningum í dag, eldhúsið tekið hágt og lágt og baðherbergið líka, nú eru leigusalar mínir að fara að setja húsið á sölu þannig að þau drifu sig í því að tæma háaloftið svo nú er meira pláss fyrir mitt geymsludót því nú þarf ég að fara að setja slatta af dóti uppá loft því elsta dóttir mín er að hugsa um að flytja heim með í smátíma með Birtuna sína ( og mína ), hún er nefnilega að fara í skóla í vetur að læra fatahönnun og vinna líka þannig að hún þarf hjálp til þess að allt nái að ganga upp hjá þeim mæðgum og þetta er mitt framlag til þess að svo geti orðið.

Ég kem til með að passa Birtuna svo mamman geti lært í friði og ró og þá er líka bara jafngott að þær búi hjá okkur á meðan, því þá getur hún einbeitt sér að náminu sínu.

Þessi elska er algjör snillingur í höndunum og hefur saumað marga kjóla á sjálfa sig sem eru hreinasta snilld þannig að það er um að gera fyrir hana að læra það sem vel liggur fyrir henni.

Ég ætla að prófa að setja inn myndir að nokkrum kjólum sem hún hefur saumað og mig langar rosalega til þess að heyra hvað ykkur finnst um þá. m_c4e1d9e87bc8a8e62bd6722b2ef591eem_057b49d4495a6be15a68fd639c2f5e19m_fac2b37e653bcff99bdf3a052b4883fdm_8da5da51305541f812b213e34424dd78m_e09cdee9213320581e1187d69a38ac7bm_a23829f54fdc05a83aab1dc196183dffWink  Uppröðuninn er kannski ekki alveg uppá það besta hjá mé, en þið sjáið vonandi hvað kjól er hvað og svo ég monti mig nú aðeins meira að þá er modelið hún sjálfSmile 

 

 

 

 

 

 








































m_d73fa109443f3e283f5e22b9781012ad m_0a1714d16436d8690824e989e5bdadebm_8ad9dcfe1003eb4d034abaac1b18daa9m_14c3aa2841371ef1ce49e34a3d294c2b


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst þetta æðislega flott hjá henni, á greinilega framtíðina fyrir sér.   til lukku með skvísuna

Ásdís Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 18:04

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Já nu verð ég sko að monta mig, þessi fallega frænka mín er ekkert smáklár, til hamingju elsku Þóranna og mammsan með, knus til Birtu

Kristín Gunnarsdóttir, 11.8.2008 kl. 18:19

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Helga mín, hún er aldeilis efnileg þessi stelpa þín og auðvitað hjálpar þú henni þetta verður bara gaman, enda ert þú ætíð á fullu annað er eigi hægt að sjá, dugnaðurinn í þér.
Knús til þín og gangi ykkur bara vel með þetta.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.8.2008 kl. 10:37

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábær ákvörðun hjá þér Helga mín.  Og mikið er stelpan þín dugleg og flott.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2008 kl. 12:05

5 identicon

Flottir kjólar og efnilegur hönnuður

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 23:04

6 Smámynd: Anna Guðný

Aldeilis efnileg stelpan. Á framtíðina fyrir sér. Nú fer að róast hjá okkur og þá væri gaman að hittast.

Anna Guðný , 13.8.2008 kl. 00:28

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Glæsilegt

Birna Dúadóttir, 13.8.2008 kl. 07:32

8 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Flottir kjólar hjá stelpunni .til hamingju með hana.

Knús á þig mín kæra

Anna Margrét Bragadóttir, 13.8.2008 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband