Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Útilegu fílingur og hjartatruflanir.
En þar sem ég er Vog þá get ég ómögulega ákveðið mig hvort maður eigi að skella sér í eina af síðustu ferðum sumarsins eða ekki.
Ég finn fyrir svo rosalegri þreytu þessa dagana að það er eiginlega hætt að vera fyndið, en ég er nú á leiðinni til læknis í næstu viku og láta kíkja á mig, er farinn að fá miður skemmtilegar hjartsláttar truflanir sem mér er ekki alveg að líka nógu vel við. Hjarta tuðran er er eitthvað farinn að slá óreglulega. Kannski er þetta ekkert en ætli það sé ekki betra að láta kíkja á sig.
Ég hef fundið fyrir þessu af og til í nokkur ár en aldrei gert neitt í því vegna þess að það var svo lítið en nú gerist þetta mörgum sinnum á dag og hefur verið undanfarna daga þannig að það er betra að láta kíkja á sig ekki satt.
Annars er svosem búið að vera nóg að gera hérna heim, maður er nánast búin með Jólahreingerninguna snemma í ár, reyndar geri ég aldrei hreint fyrir Jólinn í þeim skilningum maður er alltaf þrífandi hvort sem er, hvort sem það eru gluggar, veggir eða loft og allt hitt er þrifið reglulega.
Kútur minn er kominn með mikið kvíðakast útaf skólabyrjun þannig að nú er sofnað mjög seint á kvöldinn og vaknað fyrir allar aldir, það eru farnar að hrjá hann hinir ýmsu sjúkdómar að eigin sögn til dæmis, asmi, hjartverkir (eins og mamman þó hann viti ekki um mína verki) lungnabólga, nú svo er hann að brotna á höndum og fótum á hverjum degi, en svona er þetta á hverju ári og búið að vera síðan hann byrjaði í skóla á sínum tíma, nú er þessi elska að fara í sjötta bekk og guð hvað mér finnst það skrýtið, þessi litli (stóri ) kútur orðinn 11 ára og er reyndar alls ekki sáttur við það að eldast og það má alls ekki ræða það heldur en ekki hef ég hugmynd af hverju hann lætur svona.
but my darlings on til next
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Guðrún Jóhannesdóttir, 13.8.2008 kl. 18:15
Skvísan mín er að koma til,orðin 14.Hún var með kvíða og þunglyndi þegar hún var yngri.Hún vildi heldur ekki láta það gerast að hún yrði eldri,ásamt fleiru.'I dag er hún miklu betri,en þetta er samt endalaus vinna.En alltaf gaman að sjá árangurÉg vona að honum syni þínum fari batnandi
Birna Dúadóttir, 13.8.2008 kl. 18:50
Þú ættir að láta líta á þig sem fyrst, gæti verið hættulaust eins og hjá mér, fæ gjarnan aukaslátt undir álagi og ekkert við því að gera nema forðast streitu.
Gangi þér vel með strákinn...fær hann stuðning frá sálfræðingi eða einhverjum öðrum?
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.8.2008 kl. 20:07
Láttu endilega kíkja á þig
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 22:17
Ég man hvað ég var ánægð þegar ég fór einhverntíman til læknis þegar ég var sem verst hérna um árið. Var eitthvað að hugsa um hvort það væri kannski ekki nógu mikið að mér til að gera mér ferð til læknis. Gleymi aldrei hvað læknirinn sagði: Það er betra að koma einni ferðinni of oft en einni ferð of sjaldan. Það getur farið illa.
Segi sama og þau á undan mér, endilega drífðu þig til læknis.
Leyfðu okkur svo að heyra hvað hann sagði
Anna Guðný , 13.8.2008 kl. 23:19
Algjört möst að láta líta á sig, svona truflanir eru rosalega leiðinlegar og geta verið merki um að eitthvað þarf að grípa inní. Vona að allt gangi vel elskan mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.