Leita í fréttum mbl.is

Baka baka baka.

Í staðinn fyrir að skella mér í útilegu þá ákvað ég að skella mér í það að halda afmælisveislu fyrir kútin þar sem það er nú alveg að skríða í það að verða 2 vikur síðan elskan átti afmæli, svo að í morgun er búið að vera að standa í bakstri fyrir veisluna sem verður á laugardag, þetta verður nú enginn stórveisla enda á hann ekki marga vini þessi elska, þetta verða mest megnis ættingar og svo einhverjir 2 eða 3 vinir, bara fámennt og góðmennt.

Ég hef ekki brjóst í mér að sleppa því að halda veislu þó að honum sé alveg sama, málið er bara það að ég vill ekki að hann finni það hversu vinamörg systir hans er og það sé haldinn veisla fyrir hana en ekki hann, það er samt alveg mesta furða hversu sáttur hann er með sitt það er einhvern veginn svo auðvelt að gera honum til geðs, hann er bara einhvern veginn svo nægjusamur.

Annars er veðrið alveg yndislegt hérna norðan heiða, hægt er að hafa opið út allan daginn og mér finnst það bara meiriháttar, ég vildi óska þess að svona héldist veðrið lengi lengi í viðbót þar sem byrjuninn var ekki uppá marga fiska og sumarið kom seint hérna meginn á landinu.

Nú fer vinnutörninni að ljúka hjá gaurnum í sveitinni hjá pabba sínum og það sem þessi drengur hefur breyst vaxtarlega séð í sumar að það er með ólíkindum, gaurinn bara orðinn hevy massaður (eins og unglingarnir seigjaWink ) og ekkert smá flottur, ég vona bara svo af öllu hjarta að þeir feðgar hafi náð að mynda einhver tengsl sín á milli og geti verið vinir líka ekki bara faðir og sonur, kannski er það vitleysa í mér en ég tel það nauðsynlegt að geta verið vinur barna minna samhliða því að vera vinur þeirra líka, ég vill að börnin mín geti leitað til mín með sín vandamál eða bara hvað sem er ef þau þurfa ráðleggingar með eitt eða annnað.

Ég alla vega tel mig mjög heppna með börnin mín  að þeim finnist þau getað talað við mig um alla hluti, hluti sem kannksi ekki öll börn myndu ræða við foreldra sína, það er rætt um kynlíf, áfengisdrykkju og bara allt það sem við teljum skipta máli, mín skoðun er einfaldlega sú að ef börnin mín geta ekki talað við mig um þessa hluti þá er eitthvað að hjá mér, ég vill getað ráðlagt þeim eins og ég tel best, kannski er sú ráðlegging ekki alltaf sú besta að annara mati en hún er sú besta að mínu mati hverju sinni og það hefur þó leytt til þess að börnin mín treysta mér fyrir sínum málum og það er æðislegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð fyrir norðan um helgina.Það er frábær veðurspá svo væntanlega bregð ég mér í sund hehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:48

2 Smámynd: Helga skjol

Frábært, kannski rekst maður á þig í sundi

Helga skjol, 14.8.2008 kl. 16:25

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég vildi að ég kæmist í veisluna, örugglega góðar kökur elsku systir, verð með ykkur í huganum.

Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband