Leita í fréttum mbl.is

Skólastart 2

Nú er komið að kút að hefja sitt sjötta ár í grunnskóla og er það eitthvað sem hann væri alveg til í að sleppa, alla vega svona að mestu, við erum búin að eiga í miklum samræðum undanfarnar vikur og mikilvægi þess að vera í skóla og jú hann er svona aðeins að koma til, reyndar held ég að það sé nú minnst mér að þakka, ég held frekar að það sé einum skólabróðir hans að þakka sem kom hér við um daginn og tilkynnti kút það að í vetur yrði lítið lært því nú ætti að fara að byggja hesthús hjá skólanum og þeir ættu að vera í því verkefni, hversu mikið er til í því veit ég ekki, en ég kemst þá að því á eftir því við eigum að mæta á fund kl 11 í skólanum.

Það er ekkert ólíklegt að verið sé að fara byggja hesthús þarna þar sem þetta er ekki þessi venjulegi skóli í þeim skilningnum, en að strákarnir  eigi að vinna mikið við það efast ég nú stórlega um, en kannski þeir fái eitthvað að hjálpa til er svo önnur saga.

Þetta varð alla vega til þess að kvíðinn hjá kút minnkaði til stórra muna og lítið mál að fá hann með sér í dag í foreldraviðtal. Hann fær reyndar nýjan kennara þar sem hin er að fara mennta sig meira en hann hefur engar yfirlýsingar gefið um það hvað honum finnist um þessi kennaraskipti, ég vona bara að hann verði sáttur og að allt gangi vel.

Það koma 2 nýjir félagar í bekkinn núna og þar sem þeir eru nú bara 4 í bekk þá verður kútur aldursforseti eftir því sem mér skilst, hann er semsagt búin að vera lengst í þessum bekk þannig að hann og hinn gaurinn fá það hlutverk að hjálpa hinum 2 að aðlagast, það verður gaman að fylgjast með því hvernig hann tekur á því verkefninu.

Annars er mig farið að hlakka til vetrarins að því leytinu til að regla kemst á lífið aftur, það er einhvern veginn þannig að allt fer úr skorðum yfir sumartíman, ég veit að fyrir kút er það ekki gott, en hitt er svo annað að ég er með 2 önnur börn sem þurfa að fá að lifa lífinu og ekki get ég sett þau á hold fyrir hann, alveg er álagið nóg á þeim fyrir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hann verður örugglega sattur í skólanum, gangi þér vel í foreldraviðtalinu, heir í þér, er að fara niður á sjukrahus.

Knus

Kristín Gunnarsdóttir, 25.8.2008 kl. 08:13

2 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Gangi þér vel í viðtalinu í dag.

Vonandi að stráksi finni sig og verði sáttur í skólanum

Eigðu góðan dag mín kæra

Anna Margrét Bragadóttir, 25.8.2008 kl. 08:30

3 identicon

Gangi þer vel. Það er alltaf gott að hafa hlutverk þó maður sé bara ungur strákur. 

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband