Leita í fréttum mbl.is

Mamma ég hata þegar krakkarnir seigja að ég sé

feitur. Aldrei seigji ég að þú sért feitur svaraði títlan. Nei enda ert þú besti óvinur minn svaraði þá kútur á móti hehehehehehe.Ekki það að mér þyki fyndið að aðrir krakkar séu að kalla hann feitan, heldur hvernig hann svaraði systur sinni, þetta voru fyrstu samræður þeirra systkina í morgun þegar fyrsti almenni skóladagur rann upp hjá þeim báðum.

Við ræddum þetta vandamál hans og stefnan er tekinn á einhverjar íþróttir í vetur plús betra mataræði, nú svo veit ég sem er að stefnan er líka að taka hann af einum af þeim lyfjum sem eru þyngdaraukandi þannig að það verður spennandi að sjá hvernig vetur fer hjá okkur báðum. 

Hann var langt því frá að vera sáttur við það að fara í skólan en ég hafði vit á því að vekja hann nógu snemma til að lyfinn væru farinn að virka áður en haldið var af stað þennan fyrsta dag skóla og gekk það fínt að lokum.

Títlan hins vegar réð sér ekki fyrir kæti og þurfti ekki nema einu sinni að seigja henni að vakna og þá reisti mín sig upp, nú þegar maður er kominn í 5 bekk er leyfilegt að hjóla í skólan sem hún að sjálfsögðu gerði, það vildi ég óska að allir morgnar væru sem þessi.

Gaurinn er hins vegar í þessum skrifuðu orðum í flugi til Tenerife með sinni föðurfjölskyldu, hann semsagt byrjaði á því að fá frí í skólanum og skreppa til úgglanda, ekki slæmt það. 

Svo nú sit ég hér ein og veit ekkert hvað ég á af mér að gera, dagurinn hjá mér er þegar orðinn langur af því að ég fór á fætur kl 5.45 og drakk mitt kaffi og dólaði mér í 1 klst áður en ég vakti systkininn, las fréttir og kíkti  bloggvinahring sem ég geri yfirleitt á hverjum morgni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Falleg færsla Helga mín.  Það verður sannarlega spennandi hjá ykkur mæðginunum að vinna ykkur fram til sigurs í vandamálum hans.  Þetta er örugglega flottur strákur, mér sýnist það á öllu.  Og þau innileg saman.  Það er bara þannig, að um leið og maður tekur ákvörðun um eitthvað tiltekið mál, þá verður eftirleikurinn alltaf auðveldari.  Og þið tvö og fjölskyldan eigið örugglega eftir að standa vel saman í þessu.  gangi ykkur vel og knús á þig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2008 kl. 09:10

2 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

En hvað ég þekki þennan morgunkvíða,koma guttanum í skólann og allt sem því fylgir,magaverkir og grátur alla morgna,þetta er hræðilega erfitt tekur verulega á andlegu hliðina hjá okkur mömmumunum

Guttinn hefur ekki sjaldan grátið yfir því að krakkarnir í bekknum séu að kalla hann feitan og heimskan

En skólinn virðist ætla að byrja vel hjá honum núna,enda loksins búið að setja af stað eineltisteymi fyrir hann,með öllu hans læknateymi í broddi fylkingar.

Elsku Helga mín ég vona svo sannarlega að þetta eigi eftir að ganga vel hjá þér stráknum þínum.

Gangi þér og þínum allt í hagin

Anna Margrét Bragadóttir, 26.8.2008 kl. 10:20

3 Smámynd: Ragnheiður

Einelti er viðbjóður, alger viðbjóður

Það er ekki vont að vera besti óvinurinn.

Vonandi gengur honum vel í skólanum

Ragnheiður , 26.8.2008 kl. 11:01

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ hvað þau eru sæt við hvort annað, elskurnar.
Helga mín vertu bara vel á varðbergi láttu hann aldrei þurfa að þola
kvíða og angist.
Það verður að tala um þetta innan skólans, við foreldra gerandana og bara aldrei að hætta. börn verða að skilja ef barnið sem það leggur í einelti er veikt eða eitthvað svoleiðis þá er þetta ekkert sniðugt og það endar með því að gerandinn verður bara hafður útundan,
jæja nú er ég komin á flug, best að hætta.
Knús á þig helga mín.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2008 kl. 11:30

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Vondi að allt gangi vel hjá honum elsku Helga mín.

Kær kveðja .

Kristín Katla Árnadóttir, 26.8.2008 kl. 19:31

6 Smámynd: Anna Guðný

Veistu að ég er að upplifa þetta með 5. bekk og reiðhjól núna. Þvílíkur munur. Frábært alveg.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 26.8.2008 kl. 23:53

7 identicon

he he ég frussaði á skjáinn þau eru svo fyndin

alveg meiriháttar að vera besti óvinurinn get trúað að títlan sé ánægð með það

knús knús 

Aníta gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 00:58

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Krúttleg börn sem þú áttEinelti er andstyggðar fyrirbæri

Birna Dúadóttir, 27.8.2008 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband