Leita í fréttum mbl.is

Og hvað svo.

Þegar ég tók þessa íbúð á leigu þá jafnframt skráði ég mig í búseta og var mér tjáð þar að algengur biðtími hjá þeim gæti verið á milli 2 og 3 ár, þannig að ég hugsaði mér gott til glóðarinar vitandi það að kannski um það leyti sem leigutíma mínum lyki hér þá væri komið að mér hjá búseta og jafnframt gæti ég kannski lagt eitthvað fyrir á þessum tíma, þar sem leigan telst sanngjörn þar sem ég leigi.

Ég held að ástæða þess að ég sé svona ósátt við að þau standi ekki við gerða samninga sé einmitt það að en er ekki komið að mér hjá Búseta og að ég þurfi kannski að vera á flakki með börnin í 1 til 2 ár í viðbót áður en ég kemst inní í Búseta og það er það sem fer verst í mig. 

Mér finnst bara svo skelfilega ósanngjarnt að ég skuli þurfa að líða fyrir annara manna vandamál, vandamál sem mér koma í rauninni ekkert við, en samt finnst mér eins og ég sé orðin miðjupunktur í þessu öllu saman, en staðreyndin er einfaldlega sú að mér á ekki að koma neitt við nema það hvort ég sé að standa í skilum með mína leigu eða ekki og jú að sjálfsögðu ganga vel um annara manna eigur, sem ég tel mig hafa gert

Áður en allt þetta vesen byrjaði var ég tilbúinn til þess að mála hérna á minn kostnað og grisja garðinn fyrir þau ásamt því að gera eitt og annað sem ég taldi að allir húseigendur yrðu sáttir við, en eftir að þetta byrjaði allt saman er ég svo gjörsamlega púnkteruð að ég varla kemst yfir það að þrífa eins og ég er vön, öll mín orka fer í það að hugsa hvað sé rétt að gera í stöðunni, ég hallast samt helst að því að koma mér héðan út sem allra fyrst og bíta í það súra epli að þurfa að vera á þvæling með börnin þannig til kemur að mér hjá Búseta.

En þar sem ég er Vog þá skipti ég um skoðun á 5 mín fresti. Ég er samt ákveðinn í því að láta þetta ekki eyðileggja fyrir mér dagin í dag, því  í dag ætla ég að reyna komast í ZIK ZAK til hennar Huld og spreða kannski í eitthvað smá af fötum á mína og svo kannski verður maður menningalegur í kvöld og tekur þátt í Akureyrarvökuni sem nú stendur yfir. Ég ætla alla vega að gera allt sem ég get til þess að gera þetta að jákvæðum og góðum degi.

Eigið góðan dag elskurnar öll sem eitt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Gunnlaugsdóttir

helga mín þú hefur verið svo óheppin með þetta fólk sem leigjir þér að það er ekki eðlilegt einn daginn mattu vera annan ekki og þú reddaðir þér íbuð en nei þá bara hættu þaug við og lofðu þér að vera í 2 ár í viðbót en nei nú er það bara ekki hægt þetta fólk er ekki allveg í lagji ég bara skil ekki hvernig það getur gert þér þetta og látið þig bara vera skoppara kríngla eins og þeim hentar en þú átt þinn rett og nyttu þér hann þó ég viti að þú ert og góðhjörtuð til að nenna að standa í veseni ég skal lána þér smá að minni frekju en bara smá

hafðu það gott um helgina og já mér líst vel á að þú skellir þér út þetta er bara eitthvað sem gerist 2 á ári

Dísa Gunnlaugsdóttir, 30.8.2008 kl. 09:05

2 Smámynd: Anna Guðný

Æ Helga mín. Hundleiðinlegt að standa í þessu. En stóra málið er að leigusalar eru bara fólk, manneskjur, eins og við hin. Leigusalar geta alveg eins og við hin sogast inn í allskonar aðstæður, skilið,  flutt, ætlað að flytja og hætt við, tekið saman aftur, verið með vesen.Og allt vesen bitnar á einhverjum. Í þessu tilfelli, því miður, á þér.  Ég veti að þetta er ömurlegt á meðan á því stendur en þetta tekur enda. Ég trúi því að  það bíði þín eitthvað betra hinumegin. Eitthvað stöðugra, þar sem þú getur verið örugg með fjölskylduna.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 30.8.2008 kl. 10:49

3 identicon

Þú ert dugleg.Kveðja í búðina til Huld

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband