Mánudagur, 1. september 2008
Og já það er kominn 1 september
hvorki meira né minna, hrikalega líður timinn hratt og mér finnst ekki nema örstutt síðan ég flutti heim á mitt yndislega Ísland og sé ekki eftir því, þrátt fyrir allar kreppur.
Í dag var farið og verslað eitthvað smotterí af vetrarfötum á þessi 2 yngstu, ekki veitti af þar sem þau eru dugleg að týna húfum og vettlingum, þannig að það varð að endurnýja það, nú svo þurfti að kaupa stígvél á þau og kút vantaði líka einhverja yfirhöfn og þar sem hann er heitfengur með eindæmum þá er býsna erfitt að finna eitthvað sem bæði heldur frá sér vatni og vindi, þannig að ég fékk þessa brjálæðislegu hugmynd um að reyna finna kannski eitthvað á hann í 66N og já takk góðan daginn jakki á hann þar kostaði bara LITLAR 28.900 kr og ég verð að viðurkenna það að ég hlýt að hafa verið örlítið veruleikafyrrt að halda því fram að ég hefði efni á því að versla á hann jakka þar (hahahahahahahahahahahahaha crasy hlátur).
Svoleiðis að ég hljóp eins og ég ætti lífið að leysa yfir í RL búðina og fann líka þennan fína jakka á heilar 2.490kr og kútur bara mjög sáttur við hann hehe.
Títlan mín var svo að byrja sinn annan vetur í fimleikum í dag og þar fengu peningar sömuleiðis að fjúka og hún hin ánægðasta með það að vera byrjuð aftur að æfa, hún hélt nú reyndar að hún gæti fengið að æfa Júdó líka plús það að æfa söng og fimleika en þá sagði mamman nú eitt stórt NEI, það væri nú ekki hægt að æfa allt sem manni langaði til, kútur nefnilega ætlar að prófa Júdó og þá vildi mín líka.
Gaurinn minn er svo ennþá staddur á spáni og eiginlega leiðist anganum mínum svolítið þar og hlakkar mikið til að koma heim á miðvikudag, elsku kallinn fékk svona hræðilega sýkingu í kringum munninn að fara varð með hann til læknis og fá eitthvað við þessu og sem betur fer er það að virka fínt.
Annars er mín bara góð með sig þessa dagana og hefur mér tekist að halda vel í jákvæðnina síðan á laugardag og hlutirnir ganga eins og þeir eiga að gera, hvað meira getur maður beðið um, ég bara spyr.
asta la vista babys.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Athugasemdir
Já, þau kosta nú skildinginn þessar elskur. Flott hjá þér að vinna jakka á raunhæfu verði. Hitt verðið er vitanlega bilun.
Helga Magnúsdóttir, 1.9.2008 kl. 20:14
Rúmfatalagerinn Sigga það er sko komið haust, það finnst mér alltaf þegar september er kominn enda var skítkalt í dag
Huld S. Ringsted, 1.9.2008 kl. 20:31
Ég er svolítið líka fyrir RL búðina. Ég fékk líka nánast hjartaáfall um daginn í 66°n þegar unglingurinn sýndi mér einu peysuna sem hana langaði í og hún kostaði á milli 14 og 15 þús.
Heyrumst í kvöld Helga er með hugmynd fyrir helgina
Anna Guðný , 1.9.2008 kl. 20:33
Já þau eru ekki gefins góðu fötin, en fjandi eru þau dýr.
Sjáumst á laugardaginn
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.9.2008 kl. 22:05
Það er eins gott að vera útsjónasamur í dýrtíðinni. Kveðja á þig og þína Helga mín
Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.