Leita í fréttum mbl.is

Mikið gengið á síðasta

sólarhring með öllu sínum kostum og göllum ,enn sem komið er get ég ekki tjáð mig um það hér en mun svo sannarlega gera það þegar allt er gengið um garð, þessu fylgir bæði kostir og gallar eins og á við um allt í okkar lífi svo er bara okkar að ákveða hvort kostir séu fleiri en gallar eða öfugt.

Ég tel að í þessu tilfelli séu kostirnir fleiri þannig að þá er um að gera að grípa gæsina meðan hún gefst, ekki satt.

Gaurinn minn kom heim í gær úr sinni Spánarferð og var bara mjög sáttur við það að koma heim, svo mætti minn bara í skólan áðan eins og lög gera ráð fyrir og er hann bara sáttur við það að vera að ganga sinn síðasta vetur í grunnskóla, það er ekki svo ýkja langt síðan að þessi elska var niðurbrotinn á sálinni eftir vítavert einelti sem átti sér stað, en í dag er hann að verða fullvaxta karlmaður og þroskinn á við tvítugan gaur, það er orðið svo gaman að spjalla við hann, yfirleitt svo hress og glaður, æji hann er svo yndislegur þessi elska.

Stóra dóttlan mín býr hérna hjá okkur eins og flestir vita og það er svo frábært hversu gott samkomulag er á milli okkar allra að maður getur varla óskað sér neins frekar í samskiptum við börnin sín.

En alla vega þá mun ég koma með fréttirnar vonandi öðru hvoru megin við helgi.

Knús á línunaHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Minn yngri er líka kominn í síðasta bekk grunnskóla. Hann sem fæddist fyrir viku! Hann er líka svona þroskaður og yndislegur á allan hátt. Mikið erum við heppnar.

Helga Magnúsdóttir, 4.9.2008 kl. 15:26

2 Smámynd: Helga skjol

Ójá Helga mín það er ekkert smá hvað við erum heppnar með börnin okkar

Helga skjol, 4.9.2008 kl. 16:00

3 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sæl Helga, vildi endilega kvitta fyrir komu mína  :)   Og gangi þér sem allra best

Erna Friðriksdóttir, 4.9.2008 kl. 21:02

4 identicon

.Það eru nokkur ár síðan mitt yngsta kláraði grunnskóla.Þegar ég skrifa þetta finnst mér tíminn hafa flogið frá mér.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 11:15

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Og minn byrjaði í menntaskóla. Gangi þér vel Helga mín og góða helgi

Kristín Katla Árnadóttir, 5.9.2008 kl. 11:51

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Helga mín ég veit fréttirnar og til hamingju, nú geri ég alla forvitna en það gerir ekkert til, það er svo gaman að stríða.
Sé þig á morgun
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.9.2008 kl. 13:37

7 Smámynd: lady

sendi innilega góða helgi mín elskulega bloggvinona kv ólöf JónsdóttirPS takk að kvitta af og til á blogginu mína Helga mín

lady, 6.9.2008 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband