Leita í fréttum mbl.is

Ég gafst upp.

fyrir því áreitti þar sem ég leigði þannig að nú er mín flutt í annað húsnæði. Að sjálfsögðu fylgja þessu kostir og gallar en svo verður bara að vera, að tvennu íllu var betra að fara heldur en að búa við þetta ástand áfram, hérna veit ég þó alla vega hversu lengi ég verð hérna og málið er dautt.

Þannig að frá því að föstudag er búið að standa í flutningum og enn er verið að flytja og ganga frá, þetta er samt búið að ganga ótrúlega hratt og vel fyrir sig, ég fékk leigða litla 315fm þannig að það ætti ekki að væsa um okkur hérna, elstu börnin mín tvö eru á neðri hæðinni og koma til með að sjá alveg um þrif þar og restinn er hérna á efri hæðinni og allir sáttir.

Og besta við þetta er að leigan er nánast sú sama og var á hinum staðnum þannig að þetta er bara hið besta mál.

Því miður komst ég ekki í bloggarakaffið eins og til stóð en ég vona nú að mér verði fyrirgefið það, ég gat bara ekki hugsað mér að hlaupa frá í miðjum frágangi því nóg var eftir, enn þetta gekk svo vel með góðra vina hjálp, TAKK ELSKURNAR, án ykkar hefði þetta ekki tekist.

Það eru allir sáttir og kútur er afskaplega hamingjusamur með stóra herb sitt og þessar tvær nætur sem búið er að gista hér hefur hann sofið eins og blóm í eggi og við öll reyndar,

Í upphafi var hann alls ekki sáttur en eftir góðar samræður milli mín og hans gekk þetta mjög vel, hann að vísu sagði við mig.......Mamma þú lofaðir að vera í gamla húsinu í 3 ár af hverju þurfum við þá að flytja en þegar ég sagði honum hvernig komið væri þá varð minn sáttur.

Andlega hliðinn hjá mér var alveg við það að fara í hengla eftir þessa vitleysu þannig að ég sá það að ef ég ætti að halda geðheilsuni þá yrði ég að láta undan, ég get bara ekki staðið í íllindum fólk, hvað þá heldur útaf einhverjmu steinkassa, ég hins vegar sendi mínum fyrrverandi leigusölum frekar harðort bréf og benti þeim á minn rétt en gæti ómögulega staðið í því að láta seigja mér upp á 6 mán fresti af því að þau vissu ekki hvað þau vildu, þetta er bara ekki hægt að bjóða manni uppá svona rugl sér í lagi þegar börn eru inní myndinni.

Ég varð samt að seigja frá því hvernig það atvikaðist að ég fékk það húsnæði sem ég er kominn í nú.

Ég er eitthvað að ráfa um á netinu eins og svo oft áður og rekst þar á auglýsingu að til leigu sé 300fm íbúð og kom þessi auglýsing inn 26 mín áður, ég les auglýsinguna og hugsaði strax þetta er handa mér, ég hringi í uppgefið símannr og áður en 15 mín eru liðnar er ég mætt á svæðið og skoða og þarna á staðnum er ákveðið að ég fái þetta ef ég vill, það er hringt í eigandan og hann samþykir mig sem leigutaka, þannig að á innan við klukkustund er ég komin með íbúð daginn eftir fór ég í það ganga frá samningum og  á föstudag var byrjað að flytja þannig að þetta gerðist allt rosalega hratt, en ég lít svo á að þarna voru örlögin að kippa í spotta og ég átti að flytja útúr þessu rugli sem átti sér stað, það er alla vega mín trú.

Eigið góðan Sunnudag elskurnar mínar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Gott að heyra að þetta er allt búið Helga mín. Ég saknaði þín í gær en Frétti að þú værir að flytja , svo þér er fyrirgefið Thumbs Up

Mér heyrist nú á öllu að þú getir haldið næsta hitting heima hjá þér. hehe  Bara grín.

Það var rosa gaman hjá okkur í gær og góður staður að hittast á. Meiri  friður en á staðnum sem vi vorum í fyrra skiptið.

Þú lætur bara vita hvenær þú ert tilbúin að bjóða í kaffi og þá kíki ég.

Eigðu sjálf góðan sunnudag.







Anna Guðný , 7.9.2008 kl. 11:44

2 Smámynd: Helga skjol

Anna mín þú ert velkominn í kaffi hvænar sem er,síminn hjá mér er ekki enn kominn í gagnið en það verður vonandi á morgun, endilega hringdu í mig í vikuna og ég býð þér í kaffi

Helga skjol, 7.9.2008 kl. 12:10

3 Smámynd: Jac Norðquist

Bestu kveðjur og til lukku með að vera flutt úr krumlum þessa nett bilaða fólks ! Vonandi eigið þið eftir að hafa það gott á nýja staðnum.

Bestu kveðjur

frá hinum 5 fræknu

Jac

Jac Norðquist, 7.9.2008 kl. 13:11

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með farsælan endir á þessu leiðindamáli.
Þér er sko alveg fyrirgefið þó við hefðum náttúrlega viljað sjá þig,
það verður bara næst.
Knús til þín helga mín og gangi ykkur vel að koma ykkur fyrir.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.9.2008 kl. 15:57

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mér finnst þetta gott hjá þér að koma þér bara út úr þessu húsnæði, svona rugl er ekkert gott fyrir sálina. Þín var saknað í gær en þú kemur bara næst

Huld S. Ringsted, 7.9.2008 kl. 19:47

6 Smámynd: Helga skjol

Vitið þið það að, að þrátt fyrir að bara búin að vera hérna 2 sólarhringa þá er kominn svo mikil friður í fólkið mitt og mig, ég og elsta dóttir mín vorum að ræða þetta í dag hvað við erum öll afslöppuð og sofum vel hérna, mest tökum við eftir því í samb við Birtu og kútinn, þetta eru börn sem finna meira en margur annar og gleðinn og róinn hjá þeim er takmarkslaus, þetta er bara yndislegt og öll erum við sannfærð um það að hér ríkir góður andi.

Knús á ykkur elskurnar mínar og takk fyrir góðar kveðjur

Helga skjol, 7.9.2008 kl. 20:53

7 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Til hamingju með farsælan endi á þessum leiðinda húsnæðismálum.

Vona að ykkur eigi öllum eftir að líða vel á nýja staðnum ;)

Knús inn í nýja viku

Anna Margrét Bragadóttir, 7.9.2008 kl. 23:50

8 Smámynd: Unnur R. H.

Til hamingju með nýja húsið.....Og hvenær er innfllutningspartýið

Unnur R. H., 8.9.2008 kl. 08:21

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Glæsilegt

Birna Dúadóttir, 8.9.2008 kl. 12:20

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til hamingju með umskiptin.

Helga Magnúsdóttir, 8.9.2008 kl. 12:48

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju Helga mín með nýja Húsið. Ég vona að ykkur mun líða vel þarna.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.9.2008 kl. 14:54

12 identicon

Til hamingju

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 00:49

13 Smámynd: lady

innilega til hamingju með nýja heimili

lady, 9.9.2008 kl. 10:21

14 identicon

Duglega konaþú ert frábær

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 12:48

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hjartans knús og þakkir

Kristín Katla Árnadóttir, 9.9.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband