Leita í fréttum mbl.is

Naflaskoðun stendur enn yfir

og þess vegna hefur lítið verið bloggað þessa daga, eftir hrun mitt á Mánudag sá ég frammá það að þurfa skoða líf mitt rækilega vel og reyna komast að því hvað það er sem veldur þessari spennu hjá mér, ég hef reyndar ekki komist að neinu sem ég vissi ekki fyrir, málið er hins vegar það að horfast í augu við hlutina og það getur oft reynst þrautini þyngra en engu að síður gott fyrir sálina að taka aðeins til þar sem og annar staðar.

Ég verð að viðurkenna það að mér virkilega brá þegar ég brotnaði svona niður og skildi samt engan veginn í því hvers vegna það gerðist en þegar líða tók á dagana og mér gafst tími til að hugsa þá sé ég að löngu tímabært var fyrir mig að gefast upp, það er bara býsna oft þannig að maður vill ekki horfast í augu við eigin vanlíðan fyrren að allt í einu eitthvað gerist sem fyllir hjá manni mælirinn.

Maður telur sér trú um að vera óbrjótandi, með breitt bak og stórar axlir ( í meiru enn bókstaflegum skilningi ) enn svo allt í einu þá bara BÚMM  þú getur ekki meir og hrunið verður all svakalegt.

Nú er ég ekki að seigja það að líf mitt sé all slæmt, alls ekki hins vegar er málið það að þegar mikið hefur gengið á og maður svona einhvern veginn horfir í gegnum fingur sér með hluti þá verður skellurinn mikið stærri þegar að honum kemur og það er ekki gott.

Ég hef alveg fullt af góðum hlutum að þakka fyrir og koma þá börnin mér fyrst til hugar, þessar elskur sem gefa manni tækifæri á því að þroskast og dafna um leið og þau gera það, þessar elskur sem fylla mann gleði einfaldlega fyrir það að vera til, þessar elskur sem manni auðnaðist að fá að láni í einhvern tíma, þessar elskur sem treysta manni fyrir lífi sínu, treysta því að maður leiði þau á réttar brautir, treysta því að getað skriðið í mömmufang þegar eitthvað bjátar á, treysta því að getað talað við mann þegar ráðleggingar er þörf, treysta því að mamma sé kletturinn sem öllu bjargar.

Ég tel mig vera heppna að svo mörgu leyti, en því miður þá vill það góða hverfa í skuggan af því slæma þegar eitthvað bjátar á, oft þarf maður að minna sjálfan sig á hversu gott maður hefur það og oft þarf maður að finna það líka að það að brotna sé einfaldlega ábending um það að maður er jú bara mannlegur og þegar ég lít yfir farinn veg undanfarna mánaða þá sé ég að þetta brot mitt var svo löngu tímabært.

Ég ákvað að skrifa um þetta hér einfaldlega til þess að minna sjálfa mig á það að þó ég hafi talið sjálfri mér trú um það að ég myndi bara bogna en aldrei brotna að þá var það svo alrangt hjá mér og það er líka bara allt í lagi því þetta varð auðsjáanlega að gerast svo þessi naflaskoðun mín gæti hafist.

Nú er ég heldur betur búin að rugla hér í kvöld en það er líka bara í lagi þar sem ég er að skrifa þetta fyrir mig en leyfi hins vegar þeim sem það vilja að njóta þessara hugleiðinga með mér.

Megi helginn verða ykkur góð elskurnar mínar allar sem ein, þannig ætla ég að hafa hana hjá mér.

Knús á ykkur öll ljósinn mínHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 12.9.2008 kl. 22:07

2 identicon

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 22:11

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2008 kl. 23:23

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.9.2008 kl. 23:47

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 13.9.2008 kl. 00:31

6 Smámynd: Anna Guðný

Gangi þér vel Helga mín.

Anna Guðný , 13.9.2008 kl. 00:47

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góð lesning elsku systir

Kristín Gunnarsdóttir, 13.9.2008 kl. 08:57

8 Smámynd: Unnur R. H.

Unnur R. H., 13.9.2008 kl. 10:25

9 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Gangi þér vel elsku bloggvinkona ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 13.9.2008 kl. 12:35

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Helga mín gangi þér vel og taktu á málunum alveg niður í grunninn áður en þú ferð að byggja upp aftur, þetta er ekki auðvelt hvað svo sem það er, hef verið þarna.
Kærleik og ljós til þín og þinna
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.9.2008 kl. 15:07

11 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Gangi þér sem allra best

Erna Friðriksdóttir, 13.9.2008 kl. 18:19

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gangi þér vel elsku Helga mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.9.2008 kl. 18:26

13 identicon

Gangi þér vel duglega kona

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 22:34

14 Smámynd: Anna Guðný

Ertu ekki að verða komin niður í botn?

Hafðu það gott ljúfan.

Anna Guðný , 14.9.2008 kl. 01:27

15 Smámynd: Birna Dúadóttir

Spyrnan upp á við er alltaf best

Birna Dúadóttir, 14.9.2008 kl. 09:48

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hafðu það gott, ég er viss um að þetta niðurbrot er bara byrjunin á bataferli.

Helga Magnúsdóttir, 14.9.2008 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband