Leita í fréttum mbl.is

Eitthvað jákvætt, (loksins)

Var á fundi í gær í skólanum hjá kút og vetrarbyrjun lofar mjög góðu hjá honum, honum er hrósað í bak og fyrir, fyrir það hversu geðgóður og ljúfur hann sé, hann er mjög jákvæður á flest alla hluti sem honum eru lagðir fyrir þarna og gerir allt það sem honum er sagt að gera, hversu erfitt sem það reynist honum, hann er sagður hafa mjög góð áhrif að suma félaga sína sem sínu góða viðmóti svo þetta er náttúrulega bara frábært í alla staði.

Það styttist óðum í það að skoðað verði hvort eitt af þeim lyfjum sem hann er á verði tekin af honum á einhverjum næstu vikum eða mánuðum, þetta er lyfið sem hjálpar honum að sofa og gæti verið það lyf sem hefur haldið að honum þyngdinni allan þenna tíma, en það mun semsagt skýrast á næstu vikum hvað gert verður.

Nú á næstu dögum er að koma ung kona í skólan hans, þetta er kona sem er að læra til félagsráðgjafa í Bergen í Noregi og mun hún taka eitthvað af verklega faginu í skólanum hjá honum og verður þarna frammí Des og er uppi hugmyndir um það að hún muni sinna kút extra mikið þennan tíma, bæði sökum þess að hann talar norsku og svo líka það að kannski geti hún hjálpað honum á margan annan hátt.

Hugmyndirnar eru td þær að hún komi með honum hingað heim af og til, fari með honum eitthvað út kannski í sund eða bió eða bara geri eitt og annað með honum sem væri náttúrulega bara frábært finnst mér, þá fær kútur tækifæri til þess að nota sína norsku kunnáttu og halda henni enn frekar við, en hann notar hana óvenju mikið ennþá, þá sérstaklega í slettum.

Ókosturinn er hins vegar sá að hann gæti farið að nota norskuna aðeins of mikið eins og hann gerði þegar við fluttum heim í fyrra.

En þetta á allt eftir að skýrast og ekkert ákveðið ennþá en við bíðum og sjáum hvað setur.

ADIOS MY DARLINGS Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

Unnur R. H., 18.9.2008 kl. 13:40

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vonandi verður allt í sómanum hjá kútnum þínum og hjálparhellunni.

Helga Magnúsdóttir, 18.9.2008 kl. 13:47

3 Smámynd: Anna Guðný

Gaman að heyra Helga mín að þetta er farið að ganga. Verður líka spennandi að fylgjast með þegar/ef lyfið verður tekið af honum.

Annars bara hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 18.9.2008 kl. 14:07

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 19.9.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband