Þriðjudagur, 23. september 2008
Örblogg ( eða þannig )
Ég get alla vega byrjað á því að seigja það að það var hrikalega gaman á laugardagskv, við skemmtum okkur alveg konunglega ég og æskuvinkona mín, hittum þarna jafnframt fleiri æskuvini sem var æðislegt.
Á sunnudagmorgun þegar ég svo kom á fætur kom hér kona og sagði mér það að 3 guttar hefðu verið að kasta hér paintball kúlum í húsið hjá mér, ég fór að spyrja son minn útí þetta og lítið vildi hann nú gefa úta þetta atvik, en þegar samræðum var lokið kom í ljós að þessir guttar hefðu skutlað hingað vinkonu gaursins og þeim 3 eitthvað langað til að vera með humor og köstuðu þessu í húsið hjá mér og þótti þeim það afskaplega fyndið.
Ég gerði mér lítið fyrir og gróf upp þessa gaura með hjálp bílnúmersins og hætti ekki fyrren ég fann símannr þeirra líka og gerði lítið fyrir og hringdi í einn þeirra og tilkynnti þeim það að ef þeir yrðu ekki komnir hér að einni klst liðini til þess að þrífa þennan ósóma þá myndi ég kæra þá fyrir eignspjöll, fyrst í stað var öllu neitað og það var ekki fyrren ég benti þeim á það að ég væri búin að tala við Lögregluna að þeir sögðust koma og þvo þetta af.
Klst var ekki liðinn þegar einn þeirra hringdi (ekki sá sem ég talaði við fyrst ) og spurði hvort þeir mættu koma aðeins seinna því hann væri að vinna, ég taldi það í lagi en lengri frest fengju þeir ekki. Og viti menn áður en sá tími var liðinn voru þeir mættir hér með vatn og allar græjur og þvoðu þetta af, Duglegir strákar.
Einn þeirra var meira að seigja svo kurteis að hann hringdi til þess að seigja mér það að verkið væri unnið og ég fór út til að athuga það og já þeir sýndu sóma sinn í þvi að þrífa þetta upp.
Enda held ég að þeir hafi ekki haft neitt íllt í huga að skemma neitt, heldur meira svona vera fyndnir og gera einhver prakkarstrik .
Enn ég er ekki vissum að þeim hafi þótt það neitt sérstaklega fyndið þegar einhver kolvitlaus kona hringdi og sagði þeim að gjöra svo vel að þrifa húsið hennar hehehehe.
Ég vona bara þeirra vegna að þeir kannski hafi lært eitthvað af þessu (saklausa ) gríni sínu og láti þetta ógert í framtíðinni.
Annars er bara allt fínt að frétta svosem nema hvað að ég vaknaði upp kl 3 í nótt með þessa líka skelfilegu verki og gat nánast ekkert sofnað aftur fyrren um 9 leytið, ég gerði nú tilraun til þess að panta tíma hjá doksa og viti menn næsti tími er laus 23 oktober takk fyrir, ég spurði þá símadömuna hvernig það væri ef um neyðartilfelli væri að ræða og þá sagði hún, bara að hafa samb við heimilslækni og þá spurði ég til baka en ég sagði neyðartilfelli og þá var svarað, ja þú getur svosem komið á bráðavaktina, ég reyndar fór ekki en mun svo sannarlega gera það ef mér versnar aftur, það er alveg á hreinu.
Jæja elskurnar nær og fjær megi kvöldið verða ykkur yndislegt og gott
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Sko flott hjá þér að láta þá þrífa þetta.
Já það er alltaf gaman að rifja upp gömul kynni.
Knús á þig ljúfust.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.9.2008 kl. 18:49
Góð og strákarnir hafa örugglega lært af þessu
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 19:17
Flott hjá þér,þeir geta ekki annað en lært af þessu
Birna Dúadóttir, 23.9.2008 kl. 21:33
he he svakalega gott
Anita Björk Gunnarsdóttir, 23.9.2008 kl. 23:53
Frábært hjá þér. Heyrist líka á þér að þeim hafi bara fundist í lagi að hreinsa upp eftir sig.
Hafðu það gott ljúfan
Anna Guðný , 24.9.2008 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.