Leita í fréttum mbl.is

Fyrir 23 árum

kl 9.39 að morgni þriðjudags og árið er 1985. Kom í þennan heim einn sá fallegasti einstaklingur sem ég hafði augum litið og var það hún dóttir mín sem ég rétt fékk að sjá áður en hún var tekinn í burtu frá mér, þessa elsku fékk ég ekki í fangið eins og flestir fá því komið hafði í ljós nokkrum dögum áður að hún væri með gat á maga og garnir væru úti og yrði hún að fara í aðgerð svo til strax.

Þessi elska vó ekki nema 2195 gr og var 42 cm að lengd þar sem hún kom í heiminn 7.5 vikum fyrir tíman, hún kom sjálf því ekki mátti hún vera að því að bíða eftir þeirri ákvörðun lækna hvort hún yrði tekin með keisara eða ekki. Ég hafði verið send suður deginum áður með það í huga að svo yrði, en þessi elska ákvað að taka fram fyrir hendur lækna valdsins og kom sér sjálf í þennan heim áður en að nokkur gat stoppað það, svo mikil var hraðinn á minni konu.

Þessi engill minn mátti síðan dvelja á LHS í 3,5 mánuði og fékk ég hana heim 6 jan 1986, það gekk mikið á hjá þessari elsku og mikið var lagt á lítin kropp, gekkst hún undir 3 stórar aðgerðir og 3 litlar á þessum tíma en elskan stóð uppi sem sigurvegari og er hún það en í dag.

Okkar ganga saman hefur aldrei verið blómum skrýdd en alltaf höfum við getað hallað okkur hvor að annari þegar eitthvað á bjátaði og leitað huggunar svona oftast nær.

Í dag er þessi elska orðin móðir sjálf og stendur sig með mikilli prýði í því hlutverki sem og öllum öðrum verkum sem hún tekur sér fyrir hendur, aldrei hef ég þurft að kvarta yfir vinnuleti hjá henni eða skólaleti og skrópaði hún aldrei í skóla öll sín grunnskólaár.

Þegar ég horfi til baka þá sé ég hversu óendanlega heppinn ég er með þessa elsku, bæði sem barn og fullorðinn, þetta er barnið sem ég hugsa að flestir foreldrar vilja eiga þar sem jafnaðargeðið hjá henni var alltaf svo gott að lítið sem ekkert þurfti að hafa fyrir henni öll hennar uppvaxtarár.

Eitt sem við vöndum okkur á að gera var að fara aldrei ósáttar að sofa og alltaf að kveðja með þessum orðum........Ég elska þig og gerum við þetta enn þann dag í dag í flest öll skiptinn sem við kveðjumst.

ELSKU ÞÓRANNA MÍN INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN. Þú veist að mamma elskar þigHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeart, hér eru 23 hjörtu, eitt fyrir hvert ár sem við höfum átt saman.

Að endingu kemur svo hér ein mynd af fallegu stelpuni minni

l_c91b02e06a67c39f11d270b73db48035

Og svo önnur með yndislegu, fallegu Birtuni sinni.

l_ebf1e49e876eca996ed462d1fd40615b


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með stelpuna þína Helga!

Þóranna til hamingju með daginn

Huld S. Ringsted, 24.9.2008 kl. 08:27

2 Smámynd: Anna Guðný

Til hamingju með stelpuna þína Helga mín.

Hafðu það gott í dag.

Anna Guðný , 24.9.2008 kl. 08:34

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Innilega til hamingju með þessa fallegu stúlku.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2008 kl. 09:14

4 Smámynd: Helga skjol

ef mamma mín er ekki besti penni sem ég veit um þá veit ég ekki hvað...

takk æðislega fyrir þetta fallega blogg elsku besta mamma... en þetta er hárrétt hjá þér við höfum alltaf hvor aðra þótt það bjáti eitthvað á:* eslka þig svo mikið elsku elsku elsku mamma mín og takk fyrir allt.

og takk fyrir kveðjurnar :*

 kv þóranna

Helga skjol, 24.9.2008 kl. 09:41

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Til hamingju með þessa sætu skvísu

Birna Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 10:02

6 Smámynd: Rósbjörg Stefánsdóttir

Hæ Helga min. til hamingju med fallegu dottir þina. klem Rosa.

Rósbjörg Stefánsdóttir, 24.9.2008 kl. 10:22

7 Smámynd: Anita Björk Gunnarsdóttir

já það er vandfundin annar eins gullmoli eins og ég hef alltaf sagt þá er hún gangandi kraftaverk ég man eftir þegar hún var á vöku og búin að vera þar í einhvern tíma þá plataðir þú mig alltaf til að fara á fætur með því að seigja þóranna er komin heim og alltaf lét ég platast og loksins þegar þessi elska kom heim þá hafði ég ekki séð fallegra barn og er hún enþá fallegust í heimi ELSKU ÞÓRANNA INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ÉG ELSKA ÞIG VOÐA MIKIÐ þín besta frænka Aníta

Anita Björk Gunnarsdóttir, 24.9.2008 kl. 10:47

8 Smámynd: Ragnheiður

Ó hún er jafnaldri hans Himma míns, mikið falleg og myndarleg stúlka

Til hamingju með afmælið báðar tvær. Upphafið hefur verið erfitt

Ragnheiður , 24.9.2008 kl. 11:06

9 identicon

Til hamingju með fallegu stúlkuna þína og ungann hennar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 11:29

10 Smámynd: Fanney Unnur Sigurðardóttir

til hamingju með afmælið elsku frænka mín ;* ..
ég elska þig ég vona að þú eigir eftir að eiga góðan dag
þín frænka Fanney

Fanney Unnur Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 14:11

11 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Til hamingju með daginn elsku fallega Þóranna mín, mér þykir svo undurvænt um þig

Kristín Gunnarsdóttir, 24.9.2008 kl. 15:16

12 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Innilega til hamingju með stelpuna þína, greinilega fallegt samband á milli ykkar, það er svo mikils virði.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.9.2008 kl. 17:39

13 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Innilega til hamingju með þessa fallegu stelpu

Hafðu það sem best mín kæra

Anna Margrét Bragadóttir, 24.9.2008 kl. 21:58

14 Smámynd: Unnur R. H.

Til hamingju með daginn Þóranna og Helga. Man ég vel eftir Þórönnu sem lítilli sætri dúllu og ekki hefur fegurðin dofnað með árunum Hafið það sem best

Unnur R. H., 24.9.2008 kl. 22:17

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til hamingju með daginn!  .. eignaðist tvö stykki þennan dag... fyrir 22 árum.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.9.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband