Leita í fréttum mbl.is

Ég vaknaði upp við vondan draum

eða alla vega vonaði ég að það væri draumur en svo var því miður ekki.

Kúturinn minn var í stökkustu vandræðum skólega séð í morgun þegar fara átti af stað í skólan, dreifbýlistútturnar ónýtar og allir aðrir skór orönir of litlir ég er bara ekki að skilja þetta, ég er nýbúin að kaupa ein 3 pör á hann og allt orðið of lítið, endirnn varð sá að hann gat rétt svo troðið sér í eitt par sem hann átti en þeir eru varla til þess að nota í rigningu hvað þá heldur slyddu ef spáinn rættist á morgun þannig að ég mátti gjöra svo vel að skunda niður í bæ og kaupa á hann eitt parið enn og þurfti ég að borga LITLAR 7000 kr takk fyrir.

Sú var tíðinn að svona skór kostuðu 3000 kallinn og er það ekki lengra en í fyrra sem það var og þótti manni nóg um samt þá, sér í lagi þegar þarf að kaupa skó á 3 börn og þar af er einn unglingur sme gengur nú ekki í hverju sem er þannig að skókaup geta orðið manni býsna dýr, en því miður lítið við því að gera.

Ég hef ekki komist hjá því að vita hvað er að gerast í þjóðfélaginu þessa vikurnar frekar en meginn þorri þessa lands og ég verð bara að viðurkenna það að ég sárvorkenni þeim sem ekki ráða við sínar skuldbindingar lengur, hvað mun gerast hjá þessu fólki ,hversu margir munu missa húsnæði sín áður en birta fer til aftur.

Sem betur fer hefur þessi kreppa ekki herjað á mig hvað varðar lán og þvíumlíkt, að sjálfsögðu er ég með lán eins og flest allir aðrir en hækkun á þeim hefur sem betur fer ekki orðið það mikill að ég ráði ekki við mitt, en að sjálfsögðu finn ég fyrir ört vaxandi matarhækkunum eins og allir sem halda heimili og það kemur að sjálfsögðu niður á pyngju heimilisins.

Ég ætlaði mér að vera ofsalega forsjál og nesta börnin mín vel út í skólan, enn ég er farinn að hallast að því að betra hefði verið að kaupa annaráskrift í mat heldur en að sjá um þetta sjálf, því það kostar alveg hellings pening að ætla að bjóða börnunum uppá fjölbreytt nesti.

Þannig að eftir áramót verða þau sett í annaráskrift á mat.

Knús á ykkur elskurnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Skórinn kreppir víða þessa dagana og ekki á það eftir að lagast.

Helga Magnúsdóttir, 29.9.2008 kl. 19:37

2 identicon

Það hefur allt hækkað mikið.Þegar mínir krakkar voru í grunnskóla fengu þau nesti að heiman.Heimabakað og smurt.Heimabakað brauð og rúgbrauð,kæfa og flest unnið frá grunni.Stundum var kvartað yfir að fá ekki kex eða venjulegan bakaríissnúð.En þetta var og er trúlega ódýrara og mikið hollara.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 19:38

3 Smámynd: lady

vonandi lagast ástandið ,en á meðan að kreppan er orðin ,þá er erfitt að hugsa um að þetta eigi eftir að lagast,ég er sammála þér helga mín ég hugsa til þeirra sem geta ekki staðið í skil með skuldirnar,ég er vonandi að vinna smá aukavinnu sem ég vona að ég get eitthvað unnið meira,,já það sest alltaf ryk allstaðar ,þú ert svo jákvæð og hress allavega upplifi ég á blogginu þínu eigðu góðan dag í dag kv Ólöf Jónsdóttir

lady, 30.9.2008 kl. 09:34

4 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Það er ekki sérlega fyndið að kaupa skó eða föt á unglinga,ég er ný búin að kaupa skó á minn gutta sem einmitt kostuðu 7000 kall.

'Eg er með strákinn minn í mataráskrift en þarf samt að senda hann með 2 nestispakka á dag,mér finnst mikið að borga 6 þús fyrir mat og þurfa svo að senda hann með nesti líka,en þau þurfa að borða þessi blessuðu börn til að stækka og þroskast

Mér finnst bara allt svo dýrt þessar vikurnar.

Eigðu góðan dag mín kæra

Anna Margrét Bragadóttir, 30.9.2008 kl. 10:59

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta eru slæmir tímar Baktus bróðir eins og Karíus sagði hér um árið. Vona að þetta lagist eitthva.  Kær kveðja  

Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband