Leita í fréttum mbl.is

PIRR PIRR PIRR OG ARG

Af hverju getur fólk ekki hlustað þegar við það er talað, af hverju er ekki hægt að fara eftir ráðleggingum þegar maður veit betur og hefur reynslu af einhverju. Ég þoli það ekki, maður bissat við að reyna að kenna einhverjum eitthvað, eða viðkomandi leitar eftir ráðleggingum og svo eru þær bara svo gjörsamlega hunsaðar að það hálfa væri miklu meir enn hellingur.

Kannski læt ég þetta pirra mig svona svakalega vegna þess að ég hef verið í þessum sporum sjálf og hef rembst við það undan farinn ár að falla ekki í sama farið aftur svo horfi ég uppá einstakling velja NÁKVÆMLEGA sömu spor og ég gekk, ÉG ÞOLI ÞAÐ EKKI.

Þessa stundina langar mig að taka þennan einstakling og henda honum í ruslið ( nei ekki kannski alveg) en svona næstum því.

Annars er ég  bara nokkuð góð sko, svona að flestu leyti, krakkarnir mínir orðnir hressir og fyrsti snjórinn féll hérna í morgun eða öllu heldur slydda en svo seinni partinn koma líka þessi alvöru Jólasnjór, já ég er að seigja það Jólasnjór og ef spáinn rættist þá er von á meiru í vikuni, þannig að kannski er vetur konungur að mæta á svæðið fyrr enn maður hélt.

Títlan mín var svo glöð þegar hún sá slydduna í morgun að mín ætlaði sér sko að mæta í snjóbuxum í skólan, taldi það bara algjört möst hehe, ég náði nú að tala hana af því, mér fannst það nú kannski full snemmt að mæta í snjóbuxum þegar ég vissi að snjórinn myndi nú ekki tolla mjög lengi.

Ég reyndar skellti vetrardekkjum undir bílin á síðasta föstudag en það er nú aðallega vegna þess að ég þarf að keyra suður þann 8 okt og ætla mér sko ekki að taka einvherja óþarfa áhættu með því að vera á sumardekkjum uppá heiðum því maður veit aldrei á hverju maður á von.

Mikið rosalega er annars gott að getað blásið út hérna jafnvel þó þið vitið ekkert um hvað ég er að tala eins og hérna að ofan, en kannski skilja mig einhverjir og það er bara gott.

Ég veit það bara að þetta gerir mér gott að blása svona annað slagið þó maður geti ekki komið með nákvæma lýsingu á því sem um er talað.

But on til next my darlings, DING DONG DAY.Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Blástu bara, Helga mín, það er svo gott fyrir sálartetrið.

Helga Magnúsdóttir, 30.9.2008 kl. 20:42

2 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 23:26

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Flottust

Birna Dúadóttir, 1.10.2008 kl. 07:14

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Um ad gera ad blása Helga mín ...

knús á tig inn í gódann dag

Gudrún Hauksdótttir, 1.10.2008 kl. 07:46

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já þú segir nokk. af hverju er fólk ekki eins og maður vill hafa það? hlutirnir væru stundum auðveldari....

Annars sakna ég þess að fá ekki haust, það var sumar fyrir nokkrum dögum og svo er bara allt í einu kominn vetur...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.10.2008 kl. 11:49

6 identicon

heheheee ohh hvað ég skil þig !!!

það virðist vera að þegar fólk fer sínar eigin leiðir þá fylgir því einhvert heyrnarleysi og blinda .... alveg merkilegt á þessari upplýsingaöld hahhahaaa

þar sem líklega allt hefur verið gert áður og ætti að vera leikur einn að finna allavega einn sem gæti kannski haft einhver gull  í pokahorninu sínu í nestispoka lífssins fyrir viðkomandi ... en nei .....

málið er að þeir þrjóskustu VERÐA að læra af mistökum sínum frekar en annarra sem fóru á undan og tala af reynslu ... sárt en sannað .

Sumir eru þannig innrættir að þeir spyrja um ALLT og gera ekki handtak fyrr en allt er klárt og kannað ofan í kjölinn meðan aðrir spyrja alls ekki neitt heldur vaða bara áfram kræklótta stíga " lesa aldrei leiðbeiningabæklinga , hver kannast ekki við það"

spurja aldrei til vegar .. . .

það hafa örugglega einhverjir skráð sig í sundkeppni á bjartsýninni einni ef það er nógu mikið í húfi en hafa aldrei tekið sund-tak...

svona erum við misjöfn en Guð elskar alla jafn mikið .... það kemur sér vel þegar ég er óþekk

Guð blessi þig og þína

Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 18:41

7 Smámynd: lady

það er alltaf gott að geta blásið það sem manni líður,þótt viðkomandi þarf ekki að nefna nein nöfn ég stend með þér Helga mín góð skilaboð frá síðasta viðmælandi sendi hlýja strauma til þín kv ólöf

lady, 1.10.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband