Leita í fréttum mbl.is

Snjór snjór snjór, allt á kafi í snjó

En mikið er nú samt Jólalegt um að litast þegar snjórinn er svona fallegur, það er svo bjart úti og stillan algjör, æji mér finnst þetta bara fallegt. Hins vegar fannst mér ekkert fallegt að þurfa fara út og sópa og skafa bílinn minn áður en haldið var með krakkana af stað í skólan og þar sem ég er haldinn fullkomnunaráráttu hvað varðar vel skafinn bíl því ég þoli ekki ef það er eitthvað sem byrgir mér útsýni, þannig að það var stokkið út bílinn settur í gang og síðan byrjað að sópa og skafa, en svo ákvað dóttir mín að kæra bræður sína því hún þurfti að fara með eitthvað útí leiksskóla til Birtunar en ég sagði henni að fara á mínum bíl því hennar er ennþá á sumardekkjum en minns er komin á naglana sem betur fer.

Það held ég að verði örtröð á dekkjaverkstæðum bæjarins í dag hérna á Ak enda er það bara gott mál. Títlan mín fékk ósk sína rætta þegar hún leit útúm gluggan og sá alhvíta jörð og tók það mína örskots stund að koma sér á fætur og gera sig tilbúna fyrir fyrsta snjódaginn, reyndar þegar farið var að leita að snjóbuxunum hennar þá var bara ekki nokkur leið að finnar þær og var hér gerð dauðaleit bæði í gærkv og aftur í morgun en ekki finnast buxurnar, ég er helst farinn að hallast að því að ég hafi gefið þær til rauða krossins þegar ég var að gefa hérna fyrr í sumar ásamt fullt af örðum fötum, þannig að nú væntanlega nýtur eitthvert barnið góðs af því og ég þarf að frjárfesta í nýjum handa henni, spurning um að fara bara á rauða krossinn sjálf og kaupa af þeim snjóbuxur á hana, þá væri ég að slá 2 flugur í einu höggi, styrkja gott málefni og finna kannski ódýrar snjóbuxur í leiðinni og kannski yrði ég svo heppinn að finna hennar buxur þar hehe.

Það eru hins vegar alltaf sömu vandræðinn með kútinn minn, að finna á hann vetrarföt sem passa þannig að ég tók þá ákvörðun áðan að ég ætla að kaupa bara flísefni og sauma á hann góðar vetrarbuxur og láta hann svo vera bara í vindbuxum utanyfir þær, annars er ég nú að hugsa um að biðja þá elstu að sauma á hann buxur því hún er jú að læra fatahönnun og því þá ekki að notfæra sér það.

Knús inní snjódaginn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Snjór ojoj.....Segji ég nú bara.Ég nefnilega toli ekki snjó.

Bara á adfangakvöld og búid.

Raudi-krossinn er gódur kostur og mjög nýttur hér í danmörku.

fadmlag á tig inn í gódann dag á snælandinu.

Gudrún Hauksdótttir, 2.10.2008 kl. 08:35

2 Smámynd: Jac Norðquist

Ég, ólíkt frábærri bloggvinkonu hér að ofan, Jyderupdrottningunni, elska snjó.... ég er samt bara Snjókall, frá 1. Des og fram að 15. Jan klukkan 03:18, þá má hann fara allan veg veraldar :)

Bestu kveðjur í snjóinn á Eyrinni

Jac

Jac Norðquist, 2.10.2008 kl. 10:29

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Æ, ég vona að það sé langt í snjóinn hér í Reykjavík, vil helst ekki sjá hann fyrr en í desember í fyrsta lagi.

Helga Magnúsdóttir, 2.10.2008 kl. 11:29

4 identicon

Birrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 13:38

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það byrjaði að snjóa hér í morgun og snjóar enn

Birna Dúadóttir, 2.10.2008 kl. 20:30

6 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Þurfti að skafa í morgun.

'Eg get nú ekki sagt að það gleðji mig neitt rosalega að það sé komin snjór,vil heldur hafa rigningu

Eigðu góðan dag

Anna Margrét Bragadóttir, 3.10.2008 kl. 08:38

7 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 3.10.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband