Leita í fréttum mbl.is

Föstudagur til fjár HAHAHA eða þannig.

Ég hef reynt eins mikið og ég mögulega get að láta ekki þetta krepputal snerta mig of mikið, en því miður fer maður ekki mikið varhluta á því að ástandið er vægast sagt skelfiegt og nú hljóta ráðamenn að fara gera eitthvað í þessu veseni, það er bara ekki hægt að bjóða fólki lengur uppá þetta ástand sem ríkir.

Annars verð ég að monta mig aðeins því að gaurinn minn er í prufutúr í einu flottasta kjötborði norðan heiða og ég vona bara svo af öllu hjarta að hann verði sáttur og yfirmenn sáttir við hann, mér finnst það svo afskaplega mikils virði þegar unglingarnir fá einhverja vinnu því ekki veitir þessum elskum af þvi að fá einhvern vasapening eins dýrt og allt er orðið, en ég gerði eins og flest allir þurfa að gera, nýtti mér þau samb sem ég hef og úr varð að hann er nú í þessum skrifuðum orðum að afgreiða í einu flottasta kjötborði norðan heiða eins og ég gat um áður.

Þau mega eiga það þessar elskur börnin mín að þau eru ævinlega ólöt við að vinna og ég vona að það verði eitthvað sem komi til með að fylgja þeim alla tíð, ef þessar elskur ná að mennta sig og fá góða vinnu í framtíðinni þá verður þeim allir vegir færir, það er alla vega mína spá.

Annars er bara allt í góðu hérna meginn sko, ég get blessað mig í bak og fyrir að hafa ekki látið glepjast og keypt mér fasteign í fyrra þegar ég flutti aftur til landsins og það kannski í erlendri mynt eða eignast bíl uppá fleiri fleiri mills og væri þá efaust komin í djúpan við vitið í dag, nei sem betur fer get ég huggað mig við það að eiga bara bíl fyrir shit og ingenting eða svona allt að því að vísu er á honum erlent lán en það telst víst lágt í dag miðað við marga aðra, og vera að leigja á þokkalega sanngjörnu verði miðað við það sem gengur í dag, já ég held það bara að ég geti verið þokkalega sátt, hins vegar get ég alveg viðurkennt það að ég sárkenni í brjóst um það fólk sem er kannski að missa allt sitt útúr höndum sér, því ég stórlega efast um það að nokkuð af þessu fólki hafi hugsað mér sér að svona gætu hlutirnir einmitt farið.

Ég átti nokkuð sorglegt samtal við einn bankamann í gær þegar ég var að forvitnast um stöðu mála hjá mér og þá sagði hann að hann teldi mig nú bara verulega heppna með bílinn minn fyrir shit og ingenting því á síðustu vikum væru lán á bílum sem fólk hefði tekið í fyrra fyrir kannski 4 mills komnar uppí rúma 6 mills og fólk réði ekki neitt við neitt, það sem er sorglegt við þetta samtal er allt þetta fólk sem er að missa kannski meiri part eigna sinna en að góðu fyrir mig að eiga fremur ódýran bíl sem þýðir einfaldlega það að lánið á honum hækkar minna sökum þess hversu lágt það telst, mér prívat og persónulega finnst mitt lán ekki vera svo lágt en þegar ég heyri þessar upphæðir sem nefndar voru ja þá fer maður nú að hugsa.

Það er þetta með þetta HELV lífssgæðakapphlaup sem okkur er svo gjarnt á að falla í, Jón þarf að eiga flottari bíl og flottara hús en Gunna og Gunna rembist eins og rjúpa við staur og ná Jóni og síðan fer allt í skrall.

Ég þekki ein hjón sem EKKI hafa látið glepjast og unnað sátt með sitt, þau eignuðst sína íbúð fyrir hartnær 30 árum og hafa aldrei leyft sér neinn umframmunað og af þessu fólki er ég verulega stolt, stolt af því að þekkja það og sé mest eftir því að hafa ekki tekið þau mér til fyrirmyndar á þessu sviði, ekki datt þeim til hugar að kaupa sér tölvu þegar þær gerðu innrás á sínum tíma ó nei fyrsta talvan var keypt snemma á þessu ári eða seint á því síðasta, gemsi er eitthvað sem allir aðrir notuðu en ekki þau, loksins þegar þau fengu sér gemsa var það eitthvað gamalt sem ef ég man rétt að börnin þeirra gáfu þeim. Þetta fólk hefur svo sannarlega haldið sér á jörðinni og eins og ég benti þeim réttilega á um daginn að ætli þau séu ekki ein af þeim fáu sem ekki þurfa að naga sig í handabökin yfir einhverri óráðssíu, ég hugsa það.

Megi kvöldið og helgin verði ykkur sem allra bestHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Góða helgi til þín

Birna Dúadóttir, 3.10.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Anna Guðný

Flott hjá stráknum Helga mín. Hef grun um hvaða kjötborð þetta er.Og  mikið rétt hjá þér, flott er það.

Mikið er ég sammála þér með lífsgæðakapphlaupið. Komin tími á að fleira fólk fari að taka sjálft ábyrgð á ákvörðunum sínum, ekki bara kenna öðrum um.

Ég er jafnheppin og þú með erlendu lánið. Hjúkk, heppin að sleppa. Þjónustufulltrúinn sem við höfðum mælti eindregið með því að við tækjum svona lán í fyrra  og endurnýjuðum bílinn en sem betru fer tókum við því ekki. Og erum því , eins og þú, í betri málum en margir aðrir.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 4.10.2008 kl. 10:24

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gudrún Hauksdótttir, 4.10.2008 kl. 15:11

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til þín og góða helgi.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.10.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband