Leita í fréttum mbl.is

Já það er nefnilega það.

hann elskulegur Pabbi minn er 83 ára í dag, en hann ber sig hins vegar ekki degi eldri en 60 ára, hann er nú í þessum skrifuðu orðum staddur á Benidorm með mömmu að njóta lífsins og slappa af. þau hafa í gegnum tíðina verið mjög dugleg að ferðast til útlanda og finnst mér það alveg frábært hjá þeim.

Ég stóðst nú ekki mátið og bjallaði í hann í morgun til þess að óska honum til hamingju með daginn og þá var eins og alltaf mjög gott í honum hljóðið.

Svo nú seigji ég TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU PABBI MINNHeartWizard

Annars er lazarus horfinn af brott af þessu heimili og er ég guðs lifandi feginn því og lífið er komið í sinn vanagang. Kútur fór í skólan í gær og hitti þar í fyrsta sinn fyrir nýja kennaran sinn og var sko alls ekki sáttur. Honum finnst hún hálfgert hex (svo ég noti hans orð) en málið er bara það að honum er svo hryllilega ílla bið allar breytingar og þrátt fyrir að hann hafi vitað það að von væri á nýjum kennara þá bara þolir hann ekki nýjar reglur eða nýjar áherslur, en ég vona nú samt að hann komi til með að venjast henni og ég veit að hann gerir það.

Títlan mín er svolítið aum þessa dagana sökum þess að hún virðist ekki ná neinum tengslum við krakkana í nýja skólanum og í fyrsta skipti á hennar skólagöngu ber það við að hún sé svol stressuð við að fara í skólan og hefur það aldrei gerst fyrr en nú.

Ég er að sjálfsögðu búin að hafa samb við kennaran hennar og bera þetta undir hana og hún mun fylgjast betur með og sjá hverju fram vindur, ég hed reyndar að það sé ekkert einelti í gangi eða neitt svol, mér svona finnst frekar einhvern vegin að þetta sé frekar svona dæmi þar sem þessir krakkar eru búin að vera saman alla sína skólagöngu og eru kannski ekki að taka nýja inn í hópin 1, 2 og 3, ég alla vega vona til guðs að þetta sé ekki þetta þögla einelti sem á sér svo oft stað.

Ég kem að minnsta kosti til með að vaka vel yfir henni og sjá hvað gerist, því það er alveg á hreinu að Einelti mun ég EKKI líða í nokkuri mynd, þar sem ég hef einu sinni upplifað það og það er einu sinni of oft.

megi kvöldið verða ykkur öllum yndislegt og ljúft. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er sko rétt hjá þér að vakta títluna þína. Einelti er alvarlegur glæpur og mannvonska og við verðum að vera á verði ef einhver grunur vaknar um að börnin manns lendi í því og þá er best að taka í taumana sem allra fyrst.

Helga Magnúsdóttir, 15.10.2008 kl. 19:51

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gleymdi einu. Hjartanlega til hamingju með hann pabba þinn.

Helga Magnúsdóttir, 15.10.2008 kl. 19:52

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til lukku með Pabba þinn Helga mín.  Já það er einmitt alveg rétt að fylgjast vel með ef eitthvað er í gangi hjá litlu stubbunni þinni.  Gangi ykkur vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2008 kl. 19:55

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Gangi ykkur vel

Birna Dúadóttir, 15.10.2008 kl. 19:59

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Vonum tad besta med dótturuna... Gangi ykkur vel med tad mál..Til hamingju med pabba tinn.

Knús frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 15.10.2008 kl. 20:17

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Til hamíngju með pabban okkar elsku systir.

Góða nótt

Kristín Gunnarsdóttir, 15.10.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband