Leita í fréttum mbl.is

Lazarus mættur aftur á svæðið

þannig að ég hrópaði aðeins of snemma hurrey þegar ég hélt að allir væru orðnir frískir, en það var nú ekki alveg svo gott því að í nótt milli 4 og 5 vaknaði ég við umgang hérna frammi og er þá ekki kúturinn búin að æla svona skelfilega í eldhúsvaskinn, áður hafði greyjið farið einn inn á wc og gert þarfir sínar þar og ákvað svo að bæta um betur með því að setja líka í vaskinn.

Ég get svo svarið fyrir það að ég held bara að hann þessi elska hafi aldrei orðið svona veikur eins og hann er núna, meira að seigja þrátt fyrir sína venjulega lyfjainntöku sem meðal annars veldur því að hann sofnar ekki yfir daginn að þá gafst þessi elska upp og steinlá kl 9.30 í morgun og svaf til hádegis, en hann hefur ekki getað sett svo mikið sem matarbita inn fyrir sínar varir í allan dag og kemur sjálfsagt ekki til með að gera það, hann er líka með háan hita með þessu þannig að hann hefur bara legið fyrir í allan dag og horft á tv.

Annars voru fyrstu gleraugun af fjórum að koma í dag og eru það mín gleraugu sem mættu fyrst á svæðið og ég seigji bara vá þvílikur munur að sjá allt svona skýrt, það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta verður þegar ég verð kominn upp þann styrk sem ég á að hafa, það verður bara allt annað líf, ég hlýt bara að vera meira en lítið blind úr því ég sé svona vel með þessum styrkleika hehe.

En ég ætla nú rétt að vona að þessu veikindabasli fari að linna á þessu heimili, því mér finnst þetta vera komið alveg nóg.

CHAIO TO ALL OFF YOU Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Vonandi fer þessu að linna Helga mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.10.2008 kl. 17:46

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Æts stundum virðist svona engan endi ætla að takaGott að þú "sérð"þetta samt betur

Birna Dúadóttir, 16.10.2008 kl. 18:18

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 19:07

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já vonandi fer þessum veikindum að linna Helga Mín.
Knúsfaðm Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.10.2008 kl. 19:57

5 Smámynd: Jac Norðquist

Bestu kveðjur með von um skjótan bata fyrir litla kút

Jac

Jac Norðquist, 16.10.2008 kl. 22:18

6 Smámynd: Anna Guðný

Úff, hundleiðinlegir svona dagar. Sem betur fer hefur þeim fækkað síðustu ár á þessu heimili. Eina sem við getum þakkað fyrir er að það er engin fyrirtækiseigandi út í bæ sem bíður eftir okkur í vinnu. Ég man hvað það var erfitt. Og stundum voru vinnufélagarnir meira pirraðir en yfirmennirnir. Eins og það væri ekki nóg að vera með veikt barn og engin laun, svo ekki kæmi til ömurlegir félagar.

En þetta tekur enda, þetta tekur alltaf enda.

Hafðu það gott ljúfan.

Anna Guðný , 16.10.2008 kl. 23:06

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

tad er bara hundleidinlegt tegar veikindi eru á heimili...

Gódann bata til ykkar.

Gudrún Hauksdótttir, 17.10.2008 kl. 06:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband