Leita í fréttum mbl.is

Kúturinn minn er snillingur

Meðan að ég lá í mínu meðvitundarleysi í gær og háði mína baráttu við þann ílla sem var að ráðast að magan á mér tók kútur sig til og gerði myndband á youtube, svo þegar ég drattaðist á fætur kom hann glaðbeittur til mín og sagði......Mamma ég vildi ekki ég trufla þig af því að þú ert svo lasinn þannig að ég gerði bara myndband sjálfur á yutube, ég vildi ekki trufla þig mamma. ( Tak það fram að ég kann ekki að gera myndbönd á youtube).

Honum sem sagt datt í hug að gera svindlmyndband af einhverjum leik sem hann spilar í ps2 og taldi alveg nauðsynlegt að gera þetta til að hjálpa vinum sínum útí heimi og ekki nóg með það að hann talar ensku allan tíman meðan hann er að útskýra hvernig þetta virkar allt saman.

Myndgæðinn eru kannski ekkert góð og það heyrist ekki svo vel í honum, en það að hann skildi gera þetta einn og óstuddur finnst mér alger snilld þar sem hann er nú bara 11 ára.

Langar líka að taka það fram að þetta er barnið mitt sem mér var sagt að undirbúa mig fyrir það að setja hann á stofnun útí Noregi því hann myndi aldrei fúnkera í þessum heimi einn og óstuddur og ég gæti ekki lagt það á sjálfa mig að hugsa um hann til míns dauðadags. 

en hérna kemur myndabandið.

Eftir að hann komst uppá lagið með þetta þá fékk títlan hann til þess að hjálpa sér með myndband fyrir sig og hérna kemur það.

Það verður spennandi að sjá hvað kemur næst frá þessum snilling mínum, ég seigji ekkert annað en það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anita Björk Gunnarsdóttir

hann er bara æði þessi strákur

Anita Björk Gunnarsdóttir, 19.10.2008 kl. 18:27

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég hef nú sagt það áður að hann er snillingur og ég hef aldrei séð hann, en bara af þínum skrifum um hann þá les ég þetta út.
Þú mátt vera stolt Helga mín bæði af honum og af sjálfri þér fyrir að berjast fyrir þínu barni.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2008 kl. 20:04

3 Smámynd: Jac Norðquist

Alveg frábært hjá drengnum og ekki síðri hjá Sylvíu, sérstaklega hitt myndbandið .ar sem að hún tekur bangsadansinn og hestasýninguna hahahahahahaha algjört krútt.

Bestu kveðjur

Jac

Jac Norðquist, 19.10.2008 kl. 20:35

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Flott

Birna Dúadóttir, 19.10.2008 kl. 22:08

5 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Flott myndband hjá stráknum og stelpunni líka

Flottir krakkar sem þú átt

Eigðu góða viku

Anna Margrét Bragadóttir, 20.10.2008 kl. 00:50

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hann er sko snillíngur hann Villi litli, það er á hreinu. Þú mátt sko vera stolt elsku systir

Kristín Gunnarsdóttir, 20.10.2008 kl. 07:44

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Æ Hvad tetta er mikid krútt allt saman...Mamma ég vildi ekki trufla tig...

Tetta eru flottir krakkar sem tú átt Helga mín.

Fadmlag inn í daginn.

Gudrún Hauksdótttir, 20.10.2008 kl. 08:00

8 Smámynd: Líney

Já  ef  við berjumst ekki fyrir þessi  börn okkar,gerir það engin,knús í kotiðog vona  að allir séu orðnir hressir,hér hinsvegar er ælavil losna  við hana sem fyrst,hver býður í?

Líney, 20.10.2008 kl. 13:39

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið máttu vera stolt af drengnum þínum Helga mín.  Þetta er aldeilis flott, og gerir þetta alveg einn og óstuddur.  Ég sé minn í anda gera svona, þó er hann 11 ára og bráðgreindur.  En svona er bara ekki öllum gefið.  Innilega til hamingju með hann og þau bæði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2008 kl. 17:55

10 Smámynd: Tiger

Þetta var yndislega gaman að sjá. Hann er náttúrulega bara frábær að geta þetta - því ekki kann ég að setja myndband á youtube! Já, þér er sko sannarlega óhætt að vera stolt og ánægð með ungana þína mín ljúfa Helga... ekki spurning!

Knús og kreist á ykkur öll!

Tiger, 21.10.2008 kl. 14:53

11 identicon

Flottir krakkar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband