Leita í fréttum mbl.is

Jebb ég fann landið þar sem tóbak er

dýrara en á Íslandi hehe, en það er Írland. Ákvað að skella mér til Dublin með nánast engum fyrirvara í síðustu viku og var svo að koma heim kl 7 í morgun eftir að við vorum búin að keyra alla nóttina.

Það var semsagt þannig að á Þriðjudag í síðustu viku tók ég ásamt fleira góðu fólki þá ákvörðun að skella okkur á borgarlotto á vegum Plúsferða og var bara drifið í því að panta og svo var lagt í hann á Miðvikudag til að ná flugi á Fimmtud í Keflavík og  er alveg satt sem sagt er að svona ferðar eru alltaf langskemmtilegastar, það var mikið mikið hlegið í þessari ferð enn þó enn minna verslað, enda svosem vissum við öll að þar sem krónan er verðlaus nánast þá sáum við ekki frammá á það að versla nein óskop. Ætli við getum ekki bara kallað þetta meira svona menningar og hlátursferð frekar en verslunarferð, ég hugsa það.

Við alla vega komumst að því að þarna kostar sigarettupakkinn litlar 1200kr miðað við gengið í dag þannig að einhvers staðar eru þær dýrari en hérna, sem betur fer þurftum við nú ekki að versla tóbak þarna vegna þess að maður var nú búin að byrgja sig upp áður en haldið var af stað.

Mín skoðun og reyndar okkar allra er sú að verðlagið í sjálfu sér er ekki svo ýkja hátt þarna heldur er það veiking Krónunar sem gerir manni erfitt um vik með að versla þarna úti, það eina sem var þess virði að versla var fatnaður að krakka, þarna gat maður alveg keypt góða úlpu td á 7 evrur sem telst nú ekki mikið í dag hvort sem það er hérna heima eða annars staðar, úlpan kostaði mig semsagt rétt rúmar 1000 kr sem telst nú ekki mikið í dag.

Annars eru bara allir góðir í þessari fjölskyldu, ég sá það þarna hvað maður á virkilega góða vini bæði þá sem fóru með í þessa ferð og líka sú sem tók að sér að vera með börnin og heimilið fyrir mann á meðan á þessu flakki manns stóð og á ég henni þúsund þakkir skildar fyrir það, ætli það sé ekki bara staðreynd að þetta er ein sú ódýrasta ferð sem ég hef farið þar sem að nánast ekkert var verslað og var það bara líka allt í lagi þar sem tilgangurinn var ekki sá að svíða af sér afturendan í einhverju verslunarbrjálæði, heldur það að hafa gaman og það tókst líka svona með eindæmum vel því sjaldan hef ég hlegið jafnmikið og lengi eins og þarna var gert og var því ekki einu sinni fyrir að fara að áfengi væri notað í einhverju magni, heldur var bara svona hryllilega gaman að vera þarna saman og getað hlegið eins og brjálæðingar.

Á flugvellinum á fimmtudag þegar lent var þá vorum við svo heppinn að lenda á alveg snilldar leigubílstjóra sem bauðst til þess að keyra okkur til baka á völlinn í gær og bæði á leiðini á hotelið og til baka aftur á völlinn fengum við líka þessar líka frábæru ferð þar sem hann sagði okkur eitt og annað um Írland og Dublin líka þannig að maður komst að ýmsu um menninguna þarna sem maður hafði ekki hugmynd um, hann líka tjáði okkur það að bretar væru fockers og að Írar hefðu nú ekki mikið álit á bretum en þeir hefðu hins vegar fullar samúð með okkur Íslendingum og þeim hremmingum sem við værum að ganga í gegnum og þótti okkur afskaplega vænt um að heyra það að hugsað væri til okkar í góðu en ekki eins og til hryðjuverkamanna eins og bretar virðast gera.

Megi vikan verða ykkur öllum sem allra best.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Mikid er nú gott ad geta svona bara stokkid upp í flugvél og gleymt amstri dagsins..Dásamlegt bara .

meyriháttar ad lenda á svona gódum bílstjóra.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 28.10.2008 kl. 14:35

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Glæsilegt

Birna Dúadóttir, 28.10.2008 kl. 14:41

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 14:42

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábært, gott að létta sér upp.  Annars er ég þannig að ég nenni ekki til útlanda, hef bara farið einu sinni á síðustu 7 árum. Hafðu það gott mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 15:13

5 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Gott hjá þér að skella þér bara upp í vélina og út :)  Vá hvað sígó pakkinn er dýr þarna. hmmmmmm maður er nú alltaf að hugsa um að hætta , það hlýtur að gerast einn góðan veðurdag :)  Ég bíð eftir því, þó að mjög flughrædd sé að geta stokkið upp í flugvél eftir áramótin og notið hitans og slappað af. Bestu kv til þín

Erna Friðriksdóttir, 28.10.2008 kl. 16:40

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta hefur verið góð ferð, gott hjá ykkur að skella ykkur.

Helga Magnúsdóttir, 28.10.2008 kl. 19:17

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Velkomin heim helga mín
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.10.2008 kl. 19:45

8 Smámynd: Anna Guðný

Hm... Neitaði enginn að afgreiða ykkur? Beið eftir djúsi sögu um eitthvað svoleiðis.

Gott að þið höfðuð það gott þarna úti.

Anna Guðný , 28.10.2008 kl. 19:59

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Flott hjá ykkur! það er nauðsynlegt þessa dagana að komast aðeins í burtu frá öllu argaþrasinu hér.

Er að senda þér skilaboð

Huld S. Ringsted, 28.10.2008 kl. 21:10

10 Smámynd: Líney

Dublin er æði,samt   9 ár  síðan ég fór,það fer að koma  að næstu ferð

Líney, 29.10.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband