Leita í fréttum mbl.is

Árið er 1998, dagurinn er 29 okt og kl er 17.01

þegar í heiminn kom  lítill yndislegur hnoðri með kolsvart hár, þessi hnoðri er dóttir mín og fékk hún nafnið Sylvía Diljá og er 10 ára í dag.

Þessi elska ákvað eins og hin börnin mín að láta sjá sig aðeins á undan áætlun en þó ekki nema tæpum 3 vikum en þegar hún ákvað þetta var það tekið með trukki og gekk fæðinginn frá upphafi til enda rétt um 2 og 1/2 tíma, það var um 14.30 sem ég fór að finna til smá óþæginda, ekkert samt rosalegt frekar venju þar sem ég var búin að vera með fyrirvara verki í margar vikur á undan, en um kl 3 ákvað ég að best væri nú kannski að láta kíkja aðeins á mig uppá FSA. Á leið minni uppeftir spái ég í því hvað veðrið sé fallegt, reyndar skítkalt en fallegt.

Jæja þegar á FSA er komið er ég sett í Monitor og það er eins og við manninn mælt hann sýndi nánast enga verki, þannig að mér er sagt að ég geti bara tekið því rólega ekkert sé að gerast og muni sjálfasagt ekki gerast neitt fyrren í fyrsta lagi daginn eftir, þetta er um 4 leytið þegar vaktaskiptinn eru og ein af þeim sem er að fara af vakt seigjir......Helga mín ég tek bara á móti hjá þér á morgun, ég hélt nú aldeilis ekki og sagði henni það að þá yrði ég á heimleið með lítin hnoðra í fanginu, það var mikið hlegið af þessu þar sem talið var af og frá að ég yrði búin svo snemma, jæja en ekkert ágerðust hríðarnar í monitor þannig að ég spurði hvort ég mætti bara skella mér í pottinn sem þá var nýkominn á deildina og jú það var sjálfsagt mál þar sem engin fæðing var í gangi, það er látið renna í pottinn sem tók dágóða stund, ég fer svo loksins ofaní heitt og gott vatnið en er nú ekki búin að sitja lengi þegar ég spyr ljósuna sem er eitthvað að spjalla við okkur hvort það sé smuga fyrir því að fá kannski eitthvað verkjastillandi þar sem ég finn að verkirinir séu að aukast.

Hún seigjir já ekkert mál en fyrst þarf ég samt að ath útvíkkun hjá þér svona til öryggis, þannig að ég verð að fara uppúr þessar dásemd sem vatnið er og láta mæla, allt tók þetta smá tíma að koma sér uppúr þar sem mér leið nú eins og hval en kemst þó fyrir rest uppá bekkin og viti menn, það fyrsta sem ljósan seigjir, heyrðu þú mátt bara rembast útvíkkun er orðinn 10, ok það er beðið augnablik eftir næstu hríð og það er rembst og þurfti ég ekki að gera það nema 3svar áður en elskan litla var komin í heiminn kl 17.01

Hún var vigtuð og mæld og reyndist hún vera 3300 gr og 51 cm. Síðan þetta var hefur þessi elska verið að flýta sér, hún þarf að gera alla hluti mjög hratt sama hvað er.

Þessi elska er ljósið í lífi mínu sem og öll börnin mín, hún er ákveðinn ung dama og lætur fáa sem enga vaða yfir sig, hún vill fara sínu fram og oft á ég erfitt með að tjónka við henni, ég líki henni býsna oft við einræðisherra og hún væri best geymd á einhverri eyju þar sem hún gæti stjórnað sínu fólki.

Mín trú er sú að þessi elska á eftir að ná langt í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

En hér koma nokkrar myndir af elskuni á ýmsum aldri.

Hér er hún nýkomin heim að morgni 30 okt 1998 ekki orðin sólahrings gömul. 

 20040307212136_3

20040314185400_0

Þessi er tekinn í des 98 og verið að máta eitt af jóladressunum.

20040307214524_1

Mín um 8 mán og vel búttuð, stóri bróðir stendur á bakvið hana.

20040307212136_1

Orðin vel hárprúð og það farið að lýsast mikið.

20040307212136_2

Borða kex alveg sjálf. hehe.

20040307215026_1

Nýkominn úr baði og tannbursta sig í leiðinni.

20040314185400_1

Hérna er svo verið að halda uppá sameiginlegt afmæli þeirra systkina árið 2003 áður en flutt var til Norge, Sylvía, Alexander og Villi.

20040913203244_1

Hér er svo smá fyrirsætuleikur í gangi Árni bróðir á bakvið myndavélina, líka á þeirri næstu þar sem mín er orðinn rappari.

20040913203244_2

20040913203244_3

Systkininn saman að leika sér, já það hafa náðst svona kodak momment af þeim saman.

20061226205851_25

Og það oftar enn einu sinni meira að seigja, þessi er tekinn síðustu jólinn okkar í norge árið 2006.

20070102183524_69

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessar tvær eru svo teknar árið 2007 áður en að flutt er heim til Ísalandsins kalda.

20070102183531_75

Til hamingju með daginn elsku dúllan hennar mömmu sinnar. Þú veist að ég elska þig.HeartWizard

Knús á ykkur dúllurnar mínar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Til hamíngju með 10 ára afmælið elsku fallega frænka

Kristín Gunnarsdóttir, 29.10.2008 kl. 11:06

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg frásögn Helga mín og innilega til hamingju með stúlkuna þína en hve hún er flott.  Og til lukku með börnin þín, þau eru yndisleg og maður er aðeins farin að kynnast þeim gegnum bloggið þitt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2008 kl. 11:10

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með dóttir þína.  Falleg stúlka og skemmtileg frásögn.  Kær kveðja til ykkar

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2008 kl. 11:36

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Til hamingju med dótturina .Tetta eru bara flott systkini .

Eigid gódann dag öll sömul.

Dóttir mín á líka afmæli í dag fædd 1981...

Knús

Gudrún Hauksdótttir, 29.10.2008 kl. 12:12

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Til hamingju með skvísuna

Birna Dúadóttir, 29.10.2008 kl. 12:13

6 Smámynd: Líney

Innilega til hamingju með skvísuna  þína megi dagurinn verða ykkur ánægjulegur

Líney, 29.10.2008 kl. 14:16

7 Smámynd: Tiger

  Til hamingju með þessa glæsilegu stúlku - hún er bara flottust!

Frábærar myndir hjá þér og bara gaman að sjá þær! Knús og kreist yfir ykkur öll á þessum flotta degi! Vona að þið hafið það ljúft og gott!

Tiger, 29.10.2008 kl. 16:48

8 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Til hamingju með flottu stelpuna þína

Falleg frásögn og flottar myndir

Anna Margrét Bragadóttir, 29.10.2008 kl. 18:36

9 identicon

 Til hamingju

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 19:18

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til hamingju með stelpuna þína, hún er greinilega alveg dásamleg. Svakalega hefur þú eignast börnin með stuttu millibili, ég á tvo stráka fædda 1973 og 1993. Kannski einum of í hina áttina.

Helga Magnúsdóttir, 29.10.2008 kl. 19:35

11 Smámynd: Helga skjol

Takk fyrir kveðjurnar elskurnar mínar.

Halldóra mín, að sjálfsögðu hefur það frá mömmi sinni

Helga mín þessi 2 síðustu komu með árs millibili 97 og 98

Helga skjol, 29.10.2008 kl. 19:40

12 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Innilega til hamingju með fallegu stelpuna þína  

Erna Friðriksdóttir, 29.10.2008 kl. 20:53

13 Smámynd: Huld S. Ringsted

 til hamingju með skvísuna, flott stelpa

P.S. Pabbi minn á líka afmæli í dag

Huld S. Ringsted, 29.10.2008 kl. 20:54

14 Smámynd: Helga skjol

Til hamingju með pabba þinn Huld mín

Helga skjol, 29.10.2008 kl. 21:08

15 Smámynd: Anita Björk Gunnarsdóttir

gargggg ég gleymdi að hríngja í dag dísus elsku besta sylvía innilega til hamingju með afmælið (þú mátt flengja mig næst þegar við hittumst)   hjúkket að þú átt heima fyrir norðan   verð að senda þér pakka tala við þig á morgun um hvað þú vilt fá 

kveðja frá gleymnustu frænku í heimi (skamm skamm á mig)

Anita Björk Gunnarsdóttir, 29.10.2008 kl. 23:34

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með fallegu stelpuna þína.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.10.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband