Leita í fréttum mbl.is

Undanfarnar vikur hef ég velt því mikið fyrir

hvernig lífið var hjá okkur, ja seigjum fyrir 20 til 25 árum síðan, munið þið hvað allt var mikið einfaldara, svo ég tali nú ekki um ef horft er lengra aftur í tíman.

Ég man þá tíð þegar engin debet eða kreditkort voru, þegar maður þurfti að gera sér ferð í bankan til að taka út pening, eða þegar maður fékk launin sín greidd í ávísun eða beinhörðum peningum, munið þið hversu lífið var einfalt.

Kannski á þeim tímanum fannst okkur þetta ekki svo einfalt en hvernig er það þegar við horfum til baka í dag, sjáum við þá ekki hversu einfalt þetta var.

Ég leik mér að því þessa dagana að gæla við þá hugmynd ef að svona yrði þetta aftur, hvernig yrði okkur við, ég held satt að seigja að við hefðum gott af því að missa aðeins af þessum sjálfsögðu hlutum sem allt er í dag.

Sjónvarpið getur td rúllað allan sólarhringinn ef maður kærir sig um og hefur allar þær stöðvar sem í boði eru, maður er ekki maður með mönnum nema vera sítengdur netinu, það eru nú ekki ýkja mörg ár síðan að maður tengdi tölvuna í símalínu og hringdi inn, eða þegar ruv var eina stöðinn, fannst ykkur lífið ekki einfalt áður en framfarirnar urðu svo miklar að maður getur varla fylgst með því allt gerist svo hratt.

Árið 1985 þurfti ég td að leggja fram læknisvottorð til þess að fá símannr sem fyrst útaf litlu dóttir minni að öðrum kosti hefði biðin verið svo og svo margar vikur og þar sem ég þurfti að vera með síma útaf veiku barni þá fékk ég hann með framvísun vottorðs, en í dag er öldin önnur, þetta tekur einhverja örfáa daga og þá er maður komin með allan pakkan.

Lengi vel var ég anti gemsisti ég þoldi ekki gemsa og fannst þetta óþarfa bruðl og varð afsakplega ósátt þegar fyrstu 2 gemsarnir komu inná mitt heimili, það sama mátti seigja um tölvuna, taldi ég enga ástæðu til þess að taka inn eitthvað svona rusl en auðvitað lét maður undan og talvan var keypt og áður en ég vissi af var ég líka komin með gemsa í vasan ojbara.

En í dag kemst maður varla af án þess að hafa þessi tæki við hendina.

Ég seigji bara fyrir mína parta að oft á tíðum vildi ég óska þess að geta horfið aftur til fortíðar og notið þess að hafa það einfalt.

Þessar hugleiðingar eru í boði Helgu á laugardags kvöldi Wink

Megi þetta laugardagskv verða ykkur sem allra best.

Og munið að vera JÁKVÆÐ Heart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Segðu það nú.Gaman að rifja þetta upp

Birna Dúadóttir, 1.11.2008 kl. 20:22

2 Smámynd: Anna Guðný

Það skiptir mig ekki svo miklu máli með sjónvarpið. Það er slökkt á því eftir Simpson á kvöldin og oft ekkert kveikt aftur um kvöldið. Auðvitað er maður orðinn vanur þessu öllu. Og allir aðrir líka. Ég t.d. er ekki viss um að viðskiptavinirnir mínir yrðu ánægðir með að ná ekki í mig hvenær sem er.

Heyrðu sendu mér e-mailið þitt. Ætlaði að senda þér póst.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 2.11.2008 kl. 00:43

3 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Já það er alltof margt orðið í boði.

Ég var einmitt að segja þetta hér heima um dagin,það er ekki hægt að fara út úr húsi án síma.

Ég er sennilega einna verst á mínu heimili ef netið er bilað,eins og gerðist hér um dagin,í heila tvo daga ,mér fannst ég vera fyrir utan alla menningu,ég var eiginlega eins og sært ljón í búri þangað til að netið komst í lag aftur.

Hafðu það gott ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 2.11.2008 kl. 01:08

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek heilshugar undir þessar hugleiðingar þínar, lífið var sko oft í den ekki spurning og ýmislegt sem ég gæti misst úr daglegu lífi án eftirsjár, en vinátta og ást eru það sem ryð og mölur skemma ekki og án þess er dapurt, þessvegna er maður svo heppinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 09:20

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sammála! þetta voru ósköp notalegir tímir. Þá hittist fólk í staðinn fyrir að hanga yfir sjónvarpi og tölvum.

Huld S. Ringsted, 2.11.2008 kl. 11:40

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég mundi alveg vilja gamla tímann, mér fanst mikið meira öryggi, ég þoli ekki þessa tækniöld, þannig er það bara elsku systir

Kristín Gunnarsdóttir, 2.11.2008 kl. 12:25

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Æ tad var nú yndislegir tímar tegar vid fjölskyldan sátu vid útvarpid á sunnudagskvöldum ad mig minnir og hlustudum á leikrit kvöldsins..Madur upplifdi tad sem værum í bíó...Var mjög myndrænt.

Knús til tín

Gudrún Hauksdótttir, 2.11.2008 kl. 15:11

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já ég man þetta allt enda byrjaði ég að búa 1961, margt mætti missa sig, en ég horfi eiginlega ekkert á sjónvarp enda bara með RUV og skjáinn, ég á ekki flatskjá græjurnar eru ónýtar, en vill halda tölvunni,
Hún gerir heilmikið fyrir mann bæði í sambandi við ættingja og vini erlendis og bara til gamans.
Góð færsla hjá þér Helga mín
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.11.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband