Leita í fréttum mbl.is

Já það gerðist kraftaverk ( alla vega í mínum augum)

Kúturinn minn fór einn í bio ásamt frænda sínum og hefur það aldrei gerst á hans ævi fyrr,þessi frændi er á svipuðum nótum og kúturinn þannig að ekki er hægt að seigja að þeir séu alheilbrigðir.

Þannig var að þessi frændi hans gisti hjá honum í nótt eins og svo oft áður og ákváðu þeir í sameiningu að skella sér í bio í dag sem er bara KRAFTAVERK  í mínum augum, þar sem minn er svo félagsfælin eða bara rett og slett hræddur við allt utan veggja heimilis ef engin úr fjölskylduni er með í för.

Kútur var að vísu svolítið ragur við að fara einn og vildi helst fá mömmu með en sem betur fer þá gaf ég mig ekki í þetta skipti þannig að það eitt er líka kraftaverk útaf fyrir sig, ég hef nefnilega verndað þetta barn mitt gegn öllu íllu í gegnum tíðina og veit ég vel að oft hefur það verið aðeins of mikið af hinu góða. Málið er bara það að ég hef alltaf verið svo hrædd við það að hann yrði fyrir aðkasti ef hann er einhvers staðar einn á ferð og þar sem ég þekki skapsmuni hans ærið vel þá hef ég gengið í það hlutverk að vernda hann fyrir umhverfi sínu og umhverfið fyrir honum ef svo má seigja.

Ég er heldur ekki það vitlaus að ég viti ekki að það sé kannski ekki alveg rétt af mér að gera þetta, en því miður er bara eitthvað í móðurhjartanu sem seigjir mér að hann fúnkeri ekki einn og óstuddur útí lífinu, ég veit ekki af hverju það er því ekki hef ég látið svona við hin börnin mín.

Enn alla vega þá lifðum við þetta bæði af þrátt fyrir öran hjartslátt hjá mömmuni yfir þessari ferð en ég stóðst þá freistingu að fara með honum í bio og það er fyrir mestu ekki satt.

Svo var náð í þá eftir bioferðina og að sjálfsögðu hrósaði ég honum þvílíkt fyrir það hversu duglegur hann væri og spurði jafnframt hvort hann ætlaði ekki að fara aftur í bio einhvern tíman og þá með einhverjum vini, en minn hélt  sko aldeilis ekki og svaraði mér á þessa leið.

Sko mamma þó að það hafi verið rosa gaman að fara með xxxxxx í bio þá ætla ég aldrei aftur að fara svona aleinn því ég var samt rosa hræddur. Svo mörg voru þau orð, ég mun nú samt halda áfram að hamra járnið meðan heitt er, því auðvitað veit ég sem er að einhvern tíman þarf að reyna að koma honum út án mín.

Þessi elska er orðinn 11 ára gamall og samkvæmt staðli ætti hann að geta alla þessi hluti einn núorðið en þar sem hans þroski er kannski ekki til jafns á við árinn hans 11 þá mun ég að ég held halda yfir honum hlífskildi eins lengi og þurfa þykir.

Ég vona samt af öllu mínu hjarta að svo þurfi ekki að vera alla mína ævi því auðvitað þarf hann að öðlast sjálfstæði eins og önnur börn, spurninginn er bara hvænar það verður.

Megi kvöldið verða ykkur sem allra bestHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 2.11.2008 kl. 18:58

2 Smámynd: Líney

 Sendi þér   skilaboð

Líney, 2.11.2008 kl. 19:26

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Guð hvað ég skil hvað þú varst að ganga í gegnum, ég var svo stolt af minni þegar hún fór svona ein í fyrsta skipti (12 ára) liðið í kringum mig hélt að ég væri orðin rugluð svo stolt var ég en þetta er bara móðureðlið að vernda þessar dúllur fram í rauðan dauðan

Huld S. Ringsted, 2.11.2008 kl. 21:56

4 identicon

Flottur strákur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 00:21

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Mikid var hann duglegur samt ad fara tarna einn.Um ad gera ad halda áfram med ad kvetja hann eins og ég veit tú gerir.

Fadmlag til tín

Gudrún Hauksdótttir, 3.11.2008 kl. 07:56

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Duglegur hann Villi minn, knus á þig  elsku systir

Kristín Gunnarsdóttir, 3.11.2008 kl. 09:26

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Duglegir drengir, þetta kemur örugglega smátt og smátt, bara gefa honum lengri tíma, þekki svona aðeins með að vernda börnin og allir segja að maður sé hysteriskur, en þetta borgar sig allt á endanum.  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 3.11.2008 kl. 10:48

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Helga mín þetta er fréttin stóra gleðifréttin, hugsa sér vona bara að framhaldið með rólegheitum verði gott fyrir ykkur bæði.
vonast til að hitta þig fljótlega.
Knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.11.2008 kl. 12:15

9 Smámynd: Tiger

Þetta var glæsilegt að heyra/lesa Helga mín. Gott hjá þér að sitja á þér og leyfa honum/þeim að fara einum. Góðir hlutir gerast hægt - en vittu til - ef þú ert dugleg að gera eins og þú segir - að hamra járnið - þá mun allt gott gerast sjálfkrafa áður en þú veist af. Þú ert greinilega góð og yndisleg móðir, það er auðvelt að lesa það í gegnum öll skrif þín ...

Ljúfar kveðjur á ykkur öll og hafið það sem best ..

Tiger, 3.11.2008 kl. 21:14

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Helga mín

Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2008 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband