Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Fundir fundir fundir.
Þessi vika hefur einkennst af fundum hjá skólum barna minna. Fyrst var það hjá kút á þriðjud og þaðan er allt gott að frétta, hann er að sættast við sinn nýja kennara.
Í gær var það svo gaurinn því hann er ekki búin að vera að mæta í sund eins og vera ber, en það horfir nú til betri vegar, og þessi gaur er sá sem er svo hryllilega flinkur í sundi og er margbúið að biðja hann um að keppa en nei minn nennir því nú ekki.
Svo aftur seinni partinn í gær var annar fundur hjá mér og aftur útaf kút og nú hjá læknir, það byrjaði ekkert sérstaklega vel því þegar ég mæti kl 15.45 og birtist doksi í hurðini hjá sér og horfir á mig með manndrápssvip, þannig að ég sá strax að eitthvað virtist vera að og spyr hann því, var það ekki kl 16.00, hann hváir og seigjir NEI þú áttir að mæta kl 15.30 og ég get svo svarið fyrir það að ég fölnaði, því það veit ekki á gott að mæta of seint hjá þessum, en jæja hann skellir á eftir sér hurðini og ég sit þarna eins og auli og hugsa með mér hvort ég ætti að fara heim, en ákveð að sitja smá stund og sjá hvort hann komi nú ekki fram aftur og viti menn á slaginu 16.00 birtist hann og biður mig afsökunar á þessu það sé víst rétt hjá mér, ég hafi átt að mæta kl 16.00 en ekki 15.30. HJÚKK.
Á þessum fundi var síðan rætt það að taka af kút tvö lyf og sjá hvernig það færi í hann og var fyrsta lyfið tekið af í morgun og svo næsta verður trappað niður, ég viðurkenni það fúslega að mér kvíðir frekar mikið fyrir því að taka af honum svefnlyfið og ég ætla að vera jávkæð og trúa því og treysta að þetta gangi allt vel, því þetta tiltekna lyf er þyngdaraukandi og draumurinn er sá að hann fari að léttast þegar þetta lyf er farið úr kroppnum á honum og ég ætla rétt að vona að svo verði.
Nú ef svefnin hans mun raskast verulega þá væntanlega mun hann fá eitthvað annað og þá kannski eitthvað sem ekki veldur þyngdaraukningu ( vonandi )
Svo núna kl 9.30 er fundur í skóla títlunar útaf því sem þar er að gerast, ég vona svo af öllu hjarta að eitthvað jákvætt komi útúr þeim fundi, títlan var mjög ánægð með að Eva Lind skildi leika við sig 2svar í gær í frímínotum og er ég henni alveg óendanlega þakklát fyrir það líka, það er svo yndislegt að vita til þess að þarna séu börn sem láta sér ekki standa á sama um önnur börn og það seigjir manni svo mikið um uppeldi þessara barna. Það að Huld mín þú ert svo sannarlega að gera góða og rétta hluti í þínu móðurhlutverki, þúsund þakkir fyrir það því það er mér og minni dömu til góðs.
Ég mun svo seinna í dag kannski láta ykkur vita hvað kemur útúr þessum fundi á eftir.
Knús á ykkur öll elskurnar mínar.
BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
vona að allt komi vel út með kútin litla svo gleymdi ég að seigja þér í morgun að ég hitti á anney og hún var að spurja um kút og skvísuna og bað að heilsa hún er leikskólastjóri á Akraseli nýja leikskólanum hérna sem stelpurnar byrja á
knús á ykkur öll
Anita Björk Gunnarsdóttir, 6.11.2008 kl. 09:14
Takk fyrir það Helga mín, Evu finnst hún algjör dúlla og gladdist mikið yfir því að geta glatt hana svona og trúðu mér hún er ekki hætt, hún er ákveðin í því að hjálpa henni
Gangi þér vel í viðtalinu og sjáumst í kvöld.
Huld S. Ringsted, 6.11.2008 kl. 09:15
Altaf nóg að gera hjá þer elsku sys,hringi í þig i dag ef að þú ert þá heima
Kristín Gunnarsdóttir, 6.11.2008 kl. 09:33
Ég veit aðeins um einn læknir sem hagar sér svona við sjúklingana sína.Hann er barnageðlæknir og vinnur á Akureyri.Hefur ekki snefil af neinu er varðar samskipti við fólk.Gangi ykkur mæðginunum vel
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 09:37
Gangi þér vel Helga mín í viðtalinu.
Kær kveðja.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.11.2008 kl. 11:39
Hmm brjálað að gera,gangi þér vel
Birna Dúadóttir, 6.11.2008 kl. 13:38
Takk æðislega fyrir þessa ábendingu Auður mín, ég er búin að liggja yfir þessari síðu síðasta klukkutíman og ansi margt forvitnilegt þar á ferð.
Já Huld mín við sjáumst í kvöld
Takk elskurnar fyrir kveðjurnar.
Helga skjol, 6.11.2008 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.