Laugardagur, 8. nóvember 2008
Hér fer að bresta á eitt kraftaverkið enn.
Kúturinn minn er að fara í sitt fyrsta afmæli í dag hjá skólabróðir sínum og fer hann ALEINN og veislan verður frá kl 18.00 til 22.00. Vá hvað þetta er skrýtið. Barnið mitt sem átti best heima á einhverju sambýli útí Norge er bara að þroskast og verða unglingur.
Mér finnst þetta frábært en er samt kvíðin á það hvernig gangi að fara í afmæli hjá strák þar sem allir sem þar mæta eru á einn eða annan hátt ekki eins of flestir aðrir en samt allir svo yndislegir.
Kúturinn er búin að bíða eftir þessum degi í mjög langan tíma, bíða eftir því að loksins sé honum boðið í afmæli alveg einum. Aldrei nokkrun tíman var honum boðið í afmæli útí, alltaf var hann skilinn útundan og ég held satt að seigja að hann hafi lokið sig meira af fyrir vikið, því hann er ekki vitlausari en það að hann sá alltaf hvað var í gangi en aldrei kvartaði þessi elska svo mikið sem einu sinni.
Það sem ég gerði fyrir hann í staðinn þegar svona koma uppá úti, þá yfirleitt fór ég eitthvað með hann td í bio eða út að borða, yfirleitt eitthvað gert til þess að bæta honum þennan missir.
Ég sé það alltaf betur og betur hversu rétt það var af mér að taka þá ákvörðun að flytja heim til Íslands aftur því að ég efast um að hann hefði nokkurn tíma fengið þá hjálp þar eins og hann er að fá hérna heima.
Barnið mitt sem átti sér engrar viðreisnar von af þvi er talið var er farinn að gera hluti sem engan dreymdi um fyrir einu ári síðan. Þegar ég horfi til framtíðar þá eigi ég von. Von fyrir barnið mitt sem kannski getur að einhverju leyti hjálpað sér sjálfur, von sem ég átti ekki snefill af fyrir ári síðan.
Guð hvað það er gott, svo gott að hérna er einhver sem ekki stendur á sama um barnið mitt, einhver sem leggur sig fram um að hjálpa barninu mínu að verða sjálfstæður einstaklingur í framtíðinni.
Æji vitið þig hvað. Lífð er yndislegt, sér í lagi þegar maður fær séð hvað við höfum það gott. Mín trú er sú að okkur er öllum ætlað eitthvað verk hér á jörðu og mitt verk er að koma mínum börnum til manns sama hvað og tel ég mig hafa unnið ágætisverk fram að þessu.
Auðvitað hef ég þurft hjálp eins og fyrir kútin og mér verið kennt ýmislegt, en er það ekki af hinu góða að maður sé alltaf að læra eitthvað nýtt.
Okkur væri ekki treyst fyrir þessum dásamlegum einstaklingum sem við eignumst ef við værum ekki frambærileg til þess.
Ég er bara eitthvað svo glöð og sátt við lífið og tilveruna og finn það í hjarta mér að þetta mun allt fara vel. Hvort sem er heldur útí þjóðfélaginu eða innan veggja á mínu heimili.
Knús á ykkur elskurnar mínar inní frábæra og góða helgi
BURT MEÐ SPILLINGALIÐIÐ.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Takk fyrir það elsku Auður
Helga skjol, 8.11.2008 kl. 14:20
knús til ykkar
Líney, 9.11.2008 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.