Föstudagur, 14. nóvember 2008
Títlan mín á leið í útilegu og það er Nóvember
Mér finnst þetta svolítið skrýtið að yngsta barnið mitt sé að fara í útilegu og það í nóvember. Já eða ekki kannski alveg útilegu í tjaldi, heldur er hún að fara með skátunum uppí Fálkafell í kvöld og verður þar frammá hádegi á Sunnudag og er þetta í fyrsta skipti sem hún fer svona í burtu þar sem ég þekki ekki mjög mikið til, hins vegar treysti ég þeim foringjum 100% sem þarna verða með í för og er ég sannfærð um það að þetta verður ótrúlega gaman hjá þeim.
Hún er í skátahóp með henni Evu Lind ( dóttir Ringarans ) og þær virðast vera að ná afsakplega vel saman og finnst mér það alveg frábært og vona ég bara að áframhald verði á því.
Annars er mín bara búin að vera í Jólaskapi í dag og dreif ég mig í því að þrífa fleiri glugga og setja upp fleiri Jólaljós og Jólagardínur og þrátt fyrir að vera Jólabarn dauðans þá ætla ég að vera hógvær í ár og notast við Jólakúlur með ljósum í og eitthvað svona einfalt til þess að setja í gluggana hjá mér, því þeir eru allir svo skelfilegar stórir gluggarnir að ég þyrfti að fjárfesta í nýjum seríum í alla glugga ef ég ætlaði að notast við þær og ég bara hreinlega nenni því ekki þar sem ég hef ekki hugmynd um hvar ég muni búa Jólinn 2009 og verð kannski með miklu minni glugga en hér þannig að ég valdi þessa einföldu og þægilegu lausn.
Ég á nú reyndar eftir að setja í 4 glugga í viðbót, en það gerist nú bara á næstu dögum því ég nenni ekki meir í bili.
Adios my darlings
BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ..
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Vá mér hlakkar til í að fara í þessa útileigu og það með SYLVÍU!
Við sjáumst e-h tímann og eigðu góða helgi
Kveðja Eva Lind
Hættþþ (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 19:15
Góða helgi mín kæraég setti ljós í eldhúsgluggana í dag,ætla að halda áfram á morgun með það, alveg merkilegt að það skuli ekki vera til nein þægilegri aðferð við þetta,ekki gott að bogra eða liggja lengi á hnjánum, þette verður komið fyrir jól
Líney, 14.11.2008 kl. 19:52
Skvísan mín fór í útilegu upp að Úlfljótsvatni í dag.Hálf kuldalegt,en verður rosa gaman trúi ég
Birna Dúadóttir, 14.11.2008 kl. 21:32
Vonandi að stelpan skemmti sér vel ;)
Þú dugleg að vera búin að setja upp jólaljósin.
Sjómaðurinn var að koma í frí frá Noregi í dag stoppar heima í tvær vikur,hans verkefni er að bera jóladótið upp úr geymslunni,svo ég geti farið að byrja að skreyta ;+)
Góða helgi mín kæra
Anna Margrét Bragadóttir, 14.11.2008 kl. 23:49
Maður verður að fara að koma og sjá ljósin í gluggunum hjá þer og gleðjast
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 02:20
Hitti í gær litla vinkonu mína sem var einmitt að fara í Fálkafell þessa helgiHeil og sæl nýja bloggvinkona
Jónína Dúadóttir, 15.11.2008 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.