Leita í fréttum mbl.is

Jæja þá er elsti unginn minn floginn úr hreiðrinu eina ferðina enn.

Og hún flutti í gær. Ég kem nú örugglega til með að sakna þeirra mæðgna svona fyrst til að byrja með, því þrátt fyrir að okkur gekk nú ekkert sérstaklega vel að umgangast hvor aðra undir lokin þá elska ég hana af öllu mínu hjarta eins og hin börnin mín.

En það er bara alltaf svo erfitt að fá fullorðinn einstakling aftur inná sitt heimili þegar hún er búin að lifa sínu lífi í x mörg ár og búin að búa til sínar eigin reglur þá er oft mjög erfitt að fara hlíta reglum mömmu gömlu, hitt er svo annað að ég myndi gera það nákvæmlega sama aftur og taka þær inná mitt heimili ef sú staða kæmi upp aftur, sem ég reyndar vona að gerist ekki, enda eru hverfandi líkur á því þar sem hún fékk 100% öruggt húsnæði og getur verið þar svo lengi sem hún vill og vona ég þeirra mæðgna vegna að það verði sem lengst.

Gaurinn minn var fljótur að sætta sig við þessar breytingar þar sem hann sá í hendi sér að kannski gæti hann gist hjá henni af og til og þar af leiðandi ekki þurft að fara á fætur jafnsnemma og hann þarf hér heima þegar það er skóli, því hún býr rétt hjá hans skóla og er því enga stund að skokka þangað og ég mun leyfa honum að gista þar svo framarlega sem hann kemur sér í skólan á réttum tíma á morgnana.

Hin tvö eru líka orðin mjög sátt við þessa flutninga því þau sjá bæði kost í því að Birtan sé ekki að fikta í herb þeirra hehe.

Talandi um Birtuna þá er þessi elska algjör gullmoli.

Hún átti samtal við mömmu sína fyrsta morguninn eftir að kettlingarnir komu í heiminn og það fór svona fram.

Ohhhh Mamma þeir eru svo sætir, já þeir eru það svarar mamman þá gellur í ungu konuni, þeir eru algjörir gullsteinar hehehe.

Sama kvöld var ég með slátur að borða og þá seigir hún. Sylvía ertu að borða uppáhaldsmatinn þinn, allir verða fljótir til svars og seigja, já þetta er uppáhaldsmaturinn hennar ( hún borðar ekki slátur ) en til þess að fá Birtu til að borða það þá var henni sagt það að þetta væri uppáhaldsmaturinn hennar Sylvíu. hehe

Í gærmorgun var mamma hennar að fá sér morgunmat og þar sem hún elskar slátur þá fékk hún sér það og þá seigjir Birtan, Mamma ertu að fá þér uppáhaldsmatinn hennar Sylvíu hehe.

Og einmitt í gærmorgun líka þá tókum við okkur til og tókum herb Sylvíu í gegn þar sem okkur hafði staðið til boða að kaupa hátt rúm með skrifborði og skúffum undir svo það var tekið sig til og setja nýja rúmið hennar saman, Birta fylgist með af mjög miklum áhuga og seigjir við mig.

Amma má ég eiga rúmið þegar ég er 5, ég svara já auðvitað máttu það, þá seigjir hún, en veistu amma ég er sko 5 núna hehe, hún verður 3ja ára í jan næstkomandi.

í sama skipti þá fer ég inn í mitt herb og er að setja hreint á sængina hennar Sylvíu þegar Birta kallar...... Amma hvar ertu og henni er svarað, Amma er inní sínu herb og er spurð í leiðini ætlar þú að fara til hennar, þá svara mín kokhraust.................Nei ég er að fara til mömmu hennar Sylvíu hahahaha. Þá var ég ekki amman í þessu tilfelli

Kannski þurfið þið að vera á staðnum til þess að geta hlegið af þessu en öll þessi gullkorn sem hnjóta útúr barninu er óborganleg.  

Knús Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Sjáumst á morgun Helga mín.

Anna Guðný , 21.11.2008 kl. 22:03

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 22.11.2008 kl. 16:58

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hun er bara algjör dúlla þessi elska. Knus elsku sys

Kristín Gunnarsdóttir, 22.11.2008 kl. 17:11

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 23.11.2008 kl. 06:23

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Algjör dúlla.

Helga Magnúsdóttir, 23.11.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband