Mánudagur, 24. nóvember 2008
Af ófyrirsjáanlegum ástæðum komst ég ekki á blogghitting
síðastliðin Laugardag eins og stefnan var, hér kom upp vandamál sem ekki varið hlaupið frá, heldur varð ég að leysa það sem ég og gerði svona að mestu leyti, en afsakplega þótti mér það leiðinlegt að komast ekki, því mér var virkilega farið að hlakka til að hitta ykkur.
Annars stóð hér yfir laufabrauðsgerð fyrir hd á lau og gekk það rosa hratt og vel fyrir sig og voru hér gerðar 170 kökur eins og ekkert væri.
Kúturinn minn hætti á einum enn lyfjum á laugardagskv og hefur svefnin verið svona lala síðan þá, hann sofnar seint og sefur ílla, vaknar oft upp á nóttini og á erfitt með að festa svefn aftur, vonin er hins vegar sú að hann komi til með að geta sofið án lyfja því þessi lyf gætu verið ein af þeim sem valdið hafa þyngdaraukningu hjá honum í gegnum tíðina, þannig að það ætti að koma í ljós á næsu vikum hvort svo reynist vera. Nú svo á hann að mæta til magasérfræðings 8 des og þá vonandi verður tekinn ákvörðun um það hvort hann verði ristilhreinsaður því hann er stíflaður og búin að vera það mjög lengi, hann er á lyfjum við því en því miður virðast þau ekki vera að virka sem skildi, þannig að ég álít sem svo að það þurfi að hreinsa hann í eitt skipti fyrir öll.
Títlan mín er ennþá mjög ósátt við sinn skóla og verð ég bara að viðurkenna það að ég er á mörkum þess að gefast upp og hreinlega að sækja um að hún fái að fara aftur í sinn gamla skóla, hvers lengi er eðlilegt að pína barnið sitt í vanlíðan þegar ekkert virðist breytast, hversu lengi get ég lagt þetta á hana. Hún seigjir mér það að enn sé hún alltaf ein í frímínótum og að sér líða mjög ílla þarna. Á ég í alvöru að neyða hana til að vera þarna áfram bara til þess að þóknast mér eða skólanum sem slíkum, ég held ekki.
Ég verð að viðurkenna það að þetta barn mitt er ekki að verða svipur hjá sjón félagslega séð miðað við það hversu vel henni gekk í sínum gamla skóla, nánast alltaf kemur hún ein heim og er ein allan daginn og líður vægast sagt ílla, ég veit satt að seigja ekki hvað ég á að gera.
Auðvitað vill ég gera það sem rétt er, enn hvað sé rétt er svo önnur saga, ekki get ég verið að láta barnið skipta um skóla eftir hentisemi, það bara gengur alls ekki.
Kannski finnst skólanum þetta verið það lítið tiltökumál að ekki þurfi að gera neitt í því, ég veit það satt að seigja ekki, það eina sem ég veit er að ég er að verða mjög þreytt á því að sjá barnið mitt veslast upp fyrir framan augun á mér sökum þess að barnið sem þrífst í félagsskap hefur engan nú.
Í síðustu viku lét ég mig dreyma um það að þetta væri búið, að hún væri farinn að eignast vinkonur hérna, en svo reyndist ekki vera, sú var tíðinn að síminn þagnaði ekki hérna heima því alltaf var verið að hringja í hana og biðja hana að leika, eða þá að hún var að hringja í einhverjar og biðja þær að leika, en í dag er staðan sú að hér hringir aldrei neinn og hún er búin að gefast upp á því að hringja í þær stelpur sem hún reyndi að kynnast hér því enginn þeirra getur nokkru sinni leikið.
Ætli niðurstaðan verði ekki sú að við þraukum þetta fram að jólum og síðan ekki meir, þetta fer að verða fínt.
Adios elskurnar.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
Eldri strákurinn okkar lenti í einelti. Kennarar og skólastjóri gerðu nákvæmlega ekki neitt, svo við seldum íbúðina og fluttum. Drengurinn var eins og nýr maður þegar hann var kominn í nýjan skóla.
Helga Magnúsdóttir, 24.11.2008 kl. 19:51
Uss þetta er snúið
Birna Dúadóttir, 24.11.2008 kl. 20:14
Þín var sárt saknað á laugardaginn. Vonandi gengur þer bráðum betur með börnin.
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 20:22
Jónína Dúadóttir, 24.11.2008 kl. 20:29
Það hefði verið gaman að sjá þig Helga mín, en það verður bara næst.
Stattu vörð um títluna þína það gerir það engin annar, og als ekki skólinn ef honum hentar það ekki.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.11.2008 kl. 07:31
Elsku systir, ég mundi skipta um skóla, þetta kemur sennilega lika niður á náminu hjá Sylvíu plus hvað þetta fer illa með hana lika.
Kærleikur til ykkar
Kristín Gunnarsdóttir, 25.11.2008 kl. 08:33
Þú misstir af heilmiklu fjöri Helga mín.
Eva segist aldrei hitta á hana í frímínútum, ég sýndi henni bloggið þitt. Svona mál eru ömurleg og ég skil ekki af hverju skólinn gerir ekki eitthvað, hunsun er líka einelti. Skilaðu kveðju til hennar frá mér
Huld S. Ringsted, 25.11.2008 kl. 12:48
Takk fyrir kveðjurnar elskurnar.
Ég skila kveðju til hennar Huld mín.
Helga skjol, 25.11.2008 kl. 14:40
Ósköp er leiðinlegt að heyra þetta. Mér finnst að skólinn verði að leysa þetta, hún á ekki að þurfa að flýja þessa bjána. Kær kveðja til ykkar beggja
Ásdís Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.