Leita í fréttum mbl.is

Laugardagur til lukku (eða er það ekki)

Hér er búið að vera setja upp fleiri jólaljós ( ég veit ætlaði að hafa það í minni kantinum) en þar sem ég er jólasjúk í meira lagi þá bætti ég við seríum í alla glugga. Á fimmtudag tók ég svo allt skrautið mitt upp og pakkaði niður hverdagsdótinu og það besta við það er að ég á meira af jólaskrauti en hversdagsdóti, jóla dótið fyllir 14 bananakassa meðan hversdagsdótið fyllir þá 8 hehe, er maður nokkuð jólasjúkur.

Þannig að inná mínu heimili er orðið lítið jólaland og mér finnst það æði.

Kútur er aðeins að koma til með svefninn, að vísu var síðasta nótt mjög erfið hjá honum og svaf hann mjög ílla framan að, en svo loksins þegar hann náði almennilegum svefni svaf minn til 10.20 og hefur það aldrei gerst á hans ævi fyrr.

Ég tók þá ákvörðun þegar efnahagur landsmanna hrundi að passa mig á því að taka það ekki inná mig, ég hef reynt að forðast fréttir eins mikið og ég get en auðvitað kemst ég ekki hjá því að finna fyrir þessu eins og allir aðrir. Oft hef er verið alveg við það að brjálast en sem betur fer hef ég náð að snúa mér útúr því í tíma, því ég veit að það hjálpar mér ekkert að missa stjórn á skapi mínu fyrir aulahátt ríkisstjórnar og einhverra útrásarvikinga sem grætt hafa á tá og fingri.

Ég reyni af öllum mætti að halda í það jákvæða og trúa því að ástandið komi til með að lagast og það fyrren seinna, því ekki get ég látið þetta ástand stjórna öllu mínu lífi, ég þakka bara fyrir það að hafa ekki fjárfest í íbúð í fyrra þegar ég flutti heim.

Ég skal og ætla komast heil frá þessu og það vona ég svo af öllu hjarta að það sama eigi við um alla landsmenn.

Annars bara góð og ætla að kúsa mig með börnunum í kvöld og horfa á fred claus jólamynd sem ég fjárfesti í áðan í Bt því þeir voru að opna aftur í dag.

Megi kvöldið og morgundagurinn verða ykkur öllum sem allra bestur, því þannig vel ég að hafa það hjá mér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér er allt bara jákvætt og gott, farðu vel með þig elskan mín. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 29.11.2008 kl. 20:36

2 Smámynd: Líney

Jákvætt hugarfar  fleytir okkur langt og lætur okkur líða  miklu betur,knús og kærleikur  norður í snjóinn sem ég sakna mikið hér

Líney, 29.11.2008 kl. 22:02

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 07:18

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Yndislegur þessi ljósatími,eigðu góðan dag

Birna Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband