Leita í fréttum mbl.is

Stundum þyrfti sólarhringurinn að vera lengri.

Undanfarna daga hefur verið svo mikið að gera hjá mér að það hálfa væri hellingur. Það er búið að vera stússast með jólavörurnar ásamt því að vera á endalausum hlaupum á sjúkrahúsið, hef ég farið 3 ferðir á dag síðustu 2 daga þangað til þess að kíkja á kallana mína sem þar liggja, sem betur fer lentu þeir saman á herb þannig að ég næ alltaf að slá tvær flugur í einu höggi.

En dagurinn í gær fór í það að héðan var farið út kl 7.40 og seigja má að ég hafi varla komið heim til mín fyrren kl 21.00 í gærkv, það var byrjað á því að koma krökkonum í sína skóla svo var farið í klippingu og litun hjá einni góðri vinkonu, eftir það var farið og borgað nokkra reikn, og svo á FSA, þá tók við að safna saman 2 af 3  börnum og farið í bleika svínið þar sem jólinn voru kláruð matarlega séð.

Eftir það var farið að leita uppi gaurinn svo hann kæmist í jóla klipp og lit og eina ferð enn á FSA, jú ég komst heim með vörurnar og gekk frá þeim, enn og aftur var haldið af stað og nú að kaupa 2 síðustu jólagjafirnar og svo gefið hópnum mínum að borða og aftur var rúllað af stað, en nú var farið með títluna á skautadiskó og á meðan var hangið, já þið getið ekki ímyndað ykkur það, jú mikið rétt á FSA.

Svo loksins kl 21 komst ég heim ,henti mér í náttfötinn og ætlaði nú heldur betur að glápa á imban en nei ekki aldeilis, allt lokað og læst þrátt fyrir að ég hafi borgað mitt um hádegi þá var allt læst, nú ég byrja á því að hringja og vita hverju þetta sætti og eftir litlar 50 mín bið fékk ég loks samb og þá kom í ljós að lykillinn sem ég er með er bara alls ekki skráður á mig, heldur elstu dóttir mína og það hafði gleymst að hafa nafnabreytingu og ég borgað af gamla lyklinum sem ég er ekki með lengur hehe, en sem betur fer reddaðist þetta allt saman og allt var opnað fyrir mig.

Þið verðið bara að fyrirgefa mér þó ég gefi mér ekki nægan tíma til að kvitta hjá ykkur öllum en ég kíki nú á ykkur öll elskurnar mínar.

Knús á ykkur inní góðan LaugardagHeart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vá... ég verð bara sveitt af að lesa þettaGóða helgi heillin góð

Jónína Dúadóttir, 6.12.2008 kl. 08:13

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er eins gott að þú ert vön annars værir þú nú bara í rúminu elskan
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.12.2008 kl. 08:46

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Bleika svínið

Birna Dúadóttir, 6.12.2008 kl. 11:17

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Úff hér er sko ekkert gert.  Þú ert mega dugleg dúllan mín.  Hafðu það sem best, ávallt.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 12:04

5 Smámynd: Líney

Já  er bleika  svínið hja´þér líka sendi smá  orkuknús til þín,sýnist ekki af  veita..

Líney, 6.12.2008 kl. 21:45

6 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Það gengur á ýmsu hjá þér.  Þér veitti ekki að því að anda djúpt ofan í maga nokkrum sínnum Elskuleg.  Næra þar með allan líkaman og sálina um leið.

Sigríður B Svavarsdóttir, 6.12.2008 kl. 22:10

7 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Þú hefur aldeilis nóg að gera

Eigðu góðan sunnudag mín kæra

Anna Margrét Bragadóttir, 7.12.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband