Mánudagur, 8. desember 2008
kútur, kútur.
Fór með hann til læknis áðan þar sem verið er að ath með ristillinn hjá honum og fæ ég að vita útúr því á morgun, ef hann reynist ennþá fullur verður vonandi tekið það skref að hreinsa hann á sjúkrahúsinu.
Hann var líka vigtaður og hæðarmældur og hafði hann þyngst um 4 kg og lengst um rúma 5 cm frá því í vor, þannig að hann er ekki að fara frammúr sér í þyngdinni heldur virðist þetta haldast í hendur hjá honum sem betur fer.
Svo var tekinn sú ákvörðun að fara með hann í sjúkraþjálfun 2svar í viku þannig að það er bara gott mál. Minn var nú reyndar ekki sáttur þegar ég kom með þá hugmynd að stuðningsaðilarnir í skólanum myndu nú kannski keyra hann af og til, til móts við mig.
Það skildi sko vera mamma sem keyrir og sækjir og enginn annar, enda er þatt barn eins og skugginn minn þessar vikurnar. Ég er búin að vera gera svefnrit með hann í 4 vikur og fór og skilaði því af mér í dag svo það verður fróðlegt að sjá hvað kemur útúr því, ég vona af öllu hjarta að ekki þurfi hann meiri svefnlyf, því ég sé svo gríðarlega breytingu hjá honum matarlega séð, þetta kvöldkaffa vesen er alveg dottið uppfyrir, en á móti kemur að hann er útúr kortinu þegar líður á kvöldin, en ég held að ég kjósi frekar smá extra álag ef það væri til þess að hann gæti lést um einhver kg eða minnsta kosti hætt að þyngjast, vó þvílíkur draumur.
Svo varð hann nú heldur betur fúll þegar hann vissi að hann fengi ekki að sofa á sjúkrahúsinu, ekki vegna þess að það sé svo gaman að vera þar, ónei heldur vegna þess að hann vildi komast í sjónvarps og tölvuherbergið sem þarna er og fá að prófa þá leiki sem til eru á barnadeildinni, hehe.
Ég læt mig dreyma um það að smá hvíld sé að koma yfir hjá mér, en takið eftir þetta er bara draumur, nú held ég að alvaran fari fyrst að taka við þar sem ég verð væntanlega einkabílstjóri tveggja einstaklinga í nokkarar vikur þar sem þessi 2 einstaklingar geta hvorki né mega keyra næstu vikurnar, jey gaman.
Knús á ykkur elskurnar
Færsluflokkar
Bloggvinir
- anitabjork
- fanneyunnur
- villinor
- unns
- jyderupdrottningin
- dora61
- mammann
- helgamagg
- heidihelga
- tigercopper
- ernafr
- annambragadottir
- daudansalvara
- ringarinn
- jodua
- jonaa
- ingabaldurs
- skrifa
- tofraljos
- katlaa
- katja
- hugs
- lady
- skelfingmodur
- mammzan
- ylfamist
- huldumenn
- skessa
- tungirtankar
- hallarut
- gurrihar
- nanna
- helgadora
- godinn
- skordalsbrynja
- thelmaasdisar
- rannveigmst
- ipanama
- benna
- ragnarfreyr
- almaogfreyja
- jensgud
- stebbifr
- berglindnanna
- dofri
- olinathorv
- jahernamig
- gerlas
- steinunnolina
- eddabjo
- ellasprella
- sirrycoach
- bryndisfridgeirs
- smjattpatti
- asdisran
- bifrastarblondinan
- svanurg
- stina-sig
- brandarar
- ragnhildur
- leoros
- saedishaf
- solskinsdrengurinn
- dagny65
- topplistinn
- holmfridurge
bloggvinir
- Bói mágur...snilldarbloggari
-
þóranna dóttir mín
heimur þórönnu
Athugasemdir
knús til baka og gangi ykkur vel.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 17:03
Það er nú vonandi að eitthvað gott komi úr rannsóknum - en ef ekki að þá verði eitthvað gert strax og að það gangi vel. Ekki gott að þurfa að eyða aðventunni í veikindi og erfiðar rannsóknir - svo maður bara vonar það besta fyrir ykkur..
Knús og kram á þig kæri einkabílstjóri - vona að þú keyrir samt ekki alveg yfir þig - á bílnum og í jólastússi ...
Tiger, 8.12.2008 kl. 17:22
Vonandi fer þetta að lagast hjá kútnum þínum. Það er svo vont þegar börnin manns eiga erfitt.
Helga Magnúsdóttir, 8.12.2008 kl. 20:51
Gangi þér vel mín kæra
Jónína Dúadóttir, 8.12.2008 kl. 20:53
Sigríður B Svavarsdóttir, 8.12.2008 kl. 21:19
Huld S. Ringsted, 9.12.2008 kl. 07:47
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.12.2008 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.