Leita í fréttum mbl.is

Laugardagur til lukku (ekki satt)

Mikið búið að vera gerast undanfarna daga og allt saman misjafnlega gott eða slæmt, eftir því hvernig á það er litið, ég hef staðið í ströngu með það að reyna að redda einu og öðru sem við komumst ekki af með frekar en aðrir.

Ég hef svolítið verið að skoða Desember mánuð undanfarin 12 og ég get fullyrt það að aðeins 1 jól hefur allt gengið snuðrulaust fyrir sig, annars hefur alltaf eitthvað gerst sem hefur dregið einhvern dilk á eftir sér, stundum hefur ástandið staðið stutt yfir en stundum í fleiri fleiri mánuði, fer eftir því hvað hefur gerst á undan. Alveg finnst mér það ömurlegt þegar fótunum er kippt undan manni, maður rembist eins og rjúpan við staurinn að láta allt ganga upp en svo allt í einu púff, allt búið.

ÉG  ætla mér hins vegar að reyna að taka þetta á jákvæðninni og láta gott af mér leiða. Í dag er stefnan tekinn á það að pakka inn jólagjöfum handa þeim sem minna mega sín og setja undir jólatréið, þetta ákvað ég að taka upp í fyrra þegar mín fyrstu jól voru haldinn hérna heima og ætla ég að halda því áfram svo lengi sem uppá það er boðið.

Það var og er svo skrýtið með það að aldrei vissi ég til þess að nein svona hjálp væri í boði þar sem ég bjó í Norge, það eina sem í boði var það að hjálpræðisherinn hjálpaði sumum en ekki nándar nærri því öllum þeim sem eflaust hefðu þurft á því að halda. Þar er enginn mæðrastyrksnefnd né nokkuð annað. Skrýtið.

Knús á ykkur elskurnar mínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 13.12.2008 kl. 16:27

2 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband