Leita í fréttum mbl.is

Oft hef ég velt því fyrir mér undanfarið

hvort tími væri kominn á það að hætta að blogga, því oft er það eitthvað sem mig langar að skrifa en get ekki vegna þess að þetta er opinber miðil og þar sem ég veit að ýmsir sem ég kæri mig ekki um að vita nákvæmlega hvað á daga mína drífur droppa hér inn annað slagið.

Ég hins vegar finn það að koma hér inn að tjá mig á einhvern hátt hjálpar mér alveg gríðarlega mikið og ég finn hversu gott það er að fá faðmlag og knús sem maður fær annars aldrei frá fólki útí bæ, þetta er mér ótrúlega mikils virði og ég finn að hvað mér þykir orðið vænt um hvert og eitt ykkar (OK mín smá væminn) en sannleikur er þetta nú samt.

Hafið þið einhvern tíman velt því fyrir ykkur hversu heimurinn sem við lifum í væri góður ef allir sem við þekkjum myndu gera þetta hvort við annað,  að knúsa hvort annað þegar hist er, ég veit ekki kannski fengi fólk leið á því til lengdar. Íslendingar eru bara einhvern veginn þannig að þetta þekkist ekki svo mikið hérna á klakanum.

En að allt öðru. Hér er stefnan tekinn á að kíkja í jólagarðinn með börnum og mömmu minni, pabbi minn var lagður aftur inná sjúkrahús í gær vegna verkja í læri, en þá hafði blætt inná lærvöðva hjá honum, en sem betur fer stendur það allt til bóta og vonandi fær hann að koma heim sem fyrst aftur.

Jólasveinarnir birtast hér einn af öðrum á hverri nóttu með eitthvað gott í skóinn fyrir börnin, börnin á þessu heimili hafa verið sátt til þess með það sem sveinki hefur fært þeim.

ADIOS DARLINGSHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 14.12.2008 kl. 10:48

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Risa faðmlag frá mér mín kæra, maður fær ekki leið á kærleikanum ef hann býr fyrir alvöru í brjósti manns.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.12.2008 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga skjol
Helga skjol
Ég heiti Helga og er kona,móðir,amma ásamt því að vera fullt fullt annað

Note bene

JÚHÚ kíktu hingað

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband